Halldór Jóhann: Ég á bara að halda kjafti Guðlaugur Valgeirsson skrifar 4. nóvember 2018 22:26 Halldór var oft á tíðum hissa á dómgæslunni í kvöld. vísir/daníel Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var bæði svekktur og sáttur eftir jafntefli sinna manna gegn Aftureldingu í kvöld. Liðin skildu jöfn í Mosfellsbæ í hörkuleik, 25-25. „Bæði lið hefðu getað tekið þetta í kvöld og þetta var á margan hátt skrýtinn leikur. Við getum klárað þetta í lokin og klikkum tveim vítum en svona er þetta stundum en við náðum að verjast síðustu sókninni og kannski er 25-25 bara sanngjarnt miðað við hvernig leikurinn spilaðist og sérstaklega miðað við seinni hálfleikinn.” „Þetta var erfitt fyrir okkur og það vantaði aðeins inn í liðið og þá erum við með ansi unga menn á bekknum sem eru að koma inn og þeir fá eldskírn í þessu sem er gott fyrir þá.” Hann var ekki viss með rauða spjaldið sem Bjarni Ófeigur Valdimarsson fékk snemma í fyrri hálfleik. „Ég verð að fá að skoða þetta aftur áður en ég met þetta. Hann segist hafa farið í kassann á honum og hendina en það er mikill hraði í þessu og dómararnir eru vissir um að þetta hafi verið rautt. Við verðum bara taka því og þetta var kannski ekki stærsta ákvörðunin hjá þeim í leiknum.“ Eftir rauða spjaldið tóku FH-ingar öll völd á vellinum, Halldór sagði það vera einfaldlega útaf því að þeir breyttu um vörn og urðu ákveðnari. „Við skiptum um vörn og það kemur smá barátta og fightingur í okkur til að byrja með. Við vitum að við getum spilað góða vörn en við erum samt ótrúlega mikið útaf í leiknum, stundum fyrir skiljanlega sakir en stundum fyrir alveg glórulausar sakir en það er víst bara þannig.” „Komum okkur í góða stöðu en erum klaufar undir lok fyrri hálfleiks. Svo í seinni hálfleik getur þetta farið á báða bóga og ég veit að ég og Einar Andri hefðum báðir viljað vinna leikinn en þetta er kannski bara sanngjarnt þegar upp er staðið.” Hann sagði leikinn erfiðan að dæma en segir samt að það var margt sem mátti betur fara hjá dómurum leiksins. „Erfiður leikur að dæma en ég tek á mig að fá 2 mínútur í lokin. Menn verða að hafa ákveðið touch fyrir leiknum, við fáum á okkur risastóran dóm þar sem er dæmdur tími í fríkasti.“ „Risastór dómur og það eina sem ég segi er að við höfum 3 sekúndur til að taka fríkastið og þá fæ ég 2 mínútur á bekkinn, annar risastór dómur en sem betur fer töpuðum við ekki leiknum útaf því.” „Þetta eru ansi stórir dómar undir lok leiks og mér finnst þetta ekki vera að hafa touch fyrir leiknum, alls ekki en ég á bara að halda kjafti.” Halldór Jóhann hvatti að lokum fólk til að mæta meira á leiki, ekki bara FH leiki þó fólk sé kannski að fá mest fyrir peninginn þar en allir leikir FH liðsins hafa endað með 3 marka mun eða minna. „Algjörlega mæli ég með því að fólk mæti á leikina, heimaleiki FH og bara alla leiki í deildinni. Þetta er mjög skemmtileg deild og fullt af ungum leikmönnum og eldri að leggja fullt á sig og eru að spila skemmtilegan handbolta, þessi leikur og aðrir hafa verið flott auglýsing fyrir deildina,” sagði Halldór Jóhann að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var bæði svekktur og sáttur eftir jafntefli sinna manna gegn Aftureldingu í kvöld. Liðin skildu jöfn í Mosfellsbæ í hörkuleik, 25-25. „Bæði lið hefðu getað tekið þetta í kvöld og þetta var á margan hátt skrýtinn leikur. Við getum klárað þetta í lokin og klikkum tveim vítum en svona er þetta stundum en við náðum að verjast síðustu sókninni og kannski er 25-25 bara sanngjarnt miðað við hvernig leikurinn spilaðist og sérstaklega miðað við seinni hálfleikinn.” „Þetta var erfitt fyrir okkur og það vantaði aðeins inn í liðið og þá erum við með ansi unga menn á bekknum sem eru að koma inn og þeir fá eldskírn í þessu sem er gott fyrir þá.” Hann var ekki viss með rauða spjaldið sem Bjarni Ófeigur Valdimarsson fékk snemma í fyrri hálfleik. „Ég verð að fá að skoða þetta aftur áður en ég met þetta. Hann segist hafa farið í kassann á honum og hendina en það er mikill hraði í þessu og dómararnir eru vissir um að þetta hafi verið rautt. Við verðum bara taka því og þetta var kannski ekki stærsta ákvörðunin hjá þeim í leiknum.“ Eftir rauða spjaldið tóku FH-ingar öll völd á vellinum, Halldór sagði það vera einfaldlega útaf því að þeir breyttu um vörn og urðu ákveðnari. „Við skiptum um vörn og það kemur smá barátta og fightingur í okkur til að byrja með. Við vitum að við getum spilað góða vörn en við erum samt ótrúlega mikið útaf í leiknum, stundum fyrir skiljanlega sakir en stundum fyrir alveg glórulausar sakir en það er víst bara þannig.” „Komum okkur í góða stöðu en erum klaufar undir lok fyrri hálfleiks. Svo í seinni hálfleik getur þetta farið á báða bóga og ég veit að ég og Einar Andri hefðum báðir viljað vinna leikinn en þetta er kannski bara sanngjarnt þegar upp er staðið.” Hann sagði leikinn erfiðan að dæma en segir samt að það var margt sem mátti betur fara hjá dómurum leiksins. „Erfiður leikur að dæma en ég tek á mig að fá 2 mínútur í lokin. Menn verða að hafa ákveðið touch fyrir leiknum, við fáum á okkur risastóran dóm þar sem er dæmdur tími í fríkasti.“ „Risastór dómur og það eina sem ég segi er að við höfum 3 sekúndur til að taka fríkastið og þá fæ ég 2 mínútur á bekkinn, annar risastór dómur en sem betur fer töpuðum við ekki leiknum útaf því.” „Þetta eru ansi stórir dómar undir lok leiks og mér finnst þetta ekki vera að hafa touch fyrir leiknum, alls ekki en ég á bara að halda kjafti.” Halldór Jóhann hvatti að lokum fólk til að mæta meira á leiki, ekki bara FH leiki þó fólk sé kannski að fá mest fyrir peninginn þar en allir leikir FH liðsins hafa endað með 3 marka mun eða minna. „Algjörlega mæli ég með því að fólk mæti á leikina, heimaleiki FH og bara alla leiki í deildinni. Þetta er mjög skemmtileg deild og fullt af ungum leikmönnum og eldri að leggja fullt á sig og eru að spila skemmtilegan handbolta, þessi leikur og aðrir hafa verið flott auglýsing fyrir deildina,” sagði Halldór Jóhann að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira