Halldór Jóhann: Ég á bara að halda kjafti Guðlaugur Valgeirsson skrifar 4. nóvember 2018 22:26 Halldór var oft á tíðum hissa á dómgæslunni í kvöld. vísir/daníel Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var bæði svekktur og sáttur eftir jafntefli sinna manna gegn Aftureldingu í kvöld. Liðin skildu jöfn í Mosfellsbæ í hörkuleik, 25-25. „Bæði lið hefðu getað tekið þetta í kvöld og þetta var á margan hátt skrýtinn leikur. Við getum klárað þetta í lokin og klikkum tveim vítum en svona er þetta stundum en við náðum að verjast síðustu sókninni og kannski er 25-25 bara sanngjarnt miðað við hvernig leikurinn spilaðist og sérstaklega miðað við seinni hálfleikinn.” „Þetta var erfitt fyrir okkur og það vantaði aðeins inn í liðið og þá erum við með ansi unga menn á bekknum sem eru að koma inn og þeir fá eldskírn í þessu sem er gott fyrir þá.” Hann var ekki viss með rauða spjaldið sem Bjarni Ófeigur Valdimarsson fékk snemma í fyrri hálfleik. „Ég verð að fá að skoða þetta aftur áður en ég met þetta. Hann segist hafa farið í kassann á honum og hendina en það er mikill hraði í þessu og dómararnir eru vissir um að þetta hafi verið rautt. Við verðum bara taka því og þetta var kannski ekki stærsta ákvörðunin hjá þeim í leiknum.“ Eftir rauða spjaldið tóku FH-ingar öll völd á vellinum, Halldór sagði það vera einfaldlega útaf því að þeir breyttu um vörn og urðu ákveðnari. „Við skiptum um vörn og það kemur smá barátta og fightingur í okkur til að byrja með. Við vitum að við getum spilað góða vörn en við erum samt ótrúlega mikið útaf í leiknum, stundum fyrir skiljanlega sakir en stundum fyrir alveg glórulausar sakir en það er víst bara þannig.” „Komum okkur í góða stöðu en erum klaufar undir lok fyrri hálfleiks. Svo í seinni hálfleik getur þetta farið á báða bóga og ég veit að ég og Einar Andri hefðum báðir viljað vinna leikinn en þetta er kannski bara sanngjarnt þegar upp er staðið.” Hann sagði leikinn erfiðan að dæma en segir samt að það var margt sem mátti betur fara hjá dómurum leiksins. „Erfiður leikur að dæma en ég tek á mig að fá 2 mínútur í lokin. Menn verða að hafa ákveðið touch fyrir leiknum, við fáum á okkur risastóran dóm þar sem er dæmdur tími í fríkasti.“ „Risastór dómur og það eina sem ég segi er að við höfum 3 sekúndur til að taka fríkastið og þá fæ ég 2 mínútur á bekkinn, annar risastór dómur en sem betur fer töpuðum við ekki leiknum útaf því.” „Þetta eru ansi stórir dómar undir lok leiks og mér finnst þetta ekki vera að hafa touch fyrir leiknum, alls ekki en ég á bara að halda kjafti.” Halldór Jóhann hvatti að lokum fólk til að mæta meira á leiki, ekki bara FH leiki þó fólk sé kannski að fá mest fyrir peninginn þar en allir leikir FH liðsins hafa endað með 3 marka mun eða minna. „Algjörlega mæli ég með því að fólk mæti á leikina, heimaleiki FH og bara alla leiki í deildinni. Þetta er mjög skemmtileg deild og fullt af ungum leikmönnum og eldri að leggja fullt á sig og eru að spila skemmtilegan handbolta, þessi leikur og aðrir hafa verið flott auglýsing fyrir deildina,” sagði Halldór Jóhann að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var bæði svekktur og sáttur eftir jafntefli sinna manna gegn Aftureldingu í kvöld. Liðin skildu jöfn í Mosfellsbæ í hörkuleik, 25-25. „Bæði lið hefðu getað tekið þetta í kvöld og þetta var á margan hátt skrýtinn leikur. Við getum klárað þetta í lokin og klikkum tveim vítum en svona er þetta stundum en við náðum að verjast síðustu sókninni og kannski er 25-25 bara sanngjarnt miðað við hvernig leikurinn spilaðist og sérstaklega miðað við seinni hálfleikinn.” „Þetta var erfitt fyrir okkur og það vantaði aðeins inn í liðið og þá erum við með ansi unga menn á bekknum sem eru að koma inn og þeir fá eldskírn í þessu sem er gott fyrir þá.” Hann var ekki viss með rauða spjaldið sem Bjarni Ófeigur Valdimarsson fékk snemma í fyrri hálfleik. „Ég verð að fá að skoða þetta aftur áður en ég met þetta. Hann segist hafa farið í kassann á honum og hendina en það er mikill hraði í þessu og dómararnir eru vissir um að þetta hafi verið rautt. Við verðum bara taka því og þetta var kannski ekki stærsta ákvörðunin hjá þeim í leiknum.“ Eftir rauða spjaldið tóku FH-ingar öll völd á vellinum, Halldór sagði það vera einfaldlega útaf því að þeir breyttu um vörn og urðu ákveðnari. „Við skiptum um vörn og það kemur smá barátta og fightingur í okkur til að byrja með. Við vitum að við getum spilað góða vörn en við erum samt ótrúlega mikið útaf í leiknum, stundum fyrir skiljanlega sakir en stundum fyrir alveg glórulausar sakir en það er víst bara þannig.” „Komum okkur í góða stöðu en erum klaufar undir lok fyrri hálfleiks. Svo í seinni hálfleik getur þetta farið á báða bóga og ég veit að ég og Einar Andri hefðum báðir viljað vinna leikinn en þetta er kannski bara sanngjarnt þegar upp er staðið.” Hann sagði leikinn erfiðan að dæma en segir samt að það var margt sem mátti betur fara hjá dómurum leiksins. „Erfiður leikur að dæma en ég tek á mig að fá 2 mínútur í lokin. Menn verða að hafa ákveðið touch fyrir leiknum, við fáum á okkur risastóran dóm þar sem er dæmdur tími í fríkasti.“ „Risastór dómur og það eina sem ég segi er að við höfum 3 sekúndur til að taka fríkastið og þá fæ ég 2 mínútur á bekkinn, annar risastór dómur en sem betur fer töpuðum við ekki leiknum útaf því.” „Þetta eru ansi stórir dómar undir lok leiks og mér finnst þetta ekki vera að hafa touch fyrir leiknum, alls ekki en ég á bara að halda kjafti.” Halldór Jóhann hvatti að lokum fólk til að mæta meira á leiki, ekki bara FH leiki þó fólk sé kannski að fá mest fyrir peninginn þar en allir leikir FH liðsins hafa endað með 3 marka mun eða minna. „Algjörlega mæli ég með því að fólk mæti á leikina, heimaleiki FH og bara alla leiki í deildinni. Þetta er mjög skemmtileg deild og fullt af ungum leikmönnum og eldri að leggja fullt á sig og eru að spila skemmtilegan handbolta, þessi leikur og aðrir hafa verið flott auglýsing fyrir deildina,” sagði Halldór Jóhann að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira