Jón E. Friðriksson hefur látið að störfum sem framkvæmdastjóri FISK Seafood ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Þórólfur Gíslason, stjórnarformaður FISK Seafood, sendir fjölmiðlum. Jón starfaði hjá félaginu í 22 ár og er sagður hafa stýrt kröftugri uppbyggingu þess og daglegum rekstri af mikilli elju. Stjórn fyrirtækisins þakkar honum farsælt og gott starf.
Friðbjörn Ásbjörnsson aðstoðarframkvæmdastjóri Fisk Seafood hefur tekið við sem framkvæmdastjóri félagsins og er honum óskað velfarnaðar í nýju starfi.
