Lögregla í Bretlandi hefur hafið rannsókn á meintum hatursglæpum, sem snúa að gyðingahatri, innan breska Verkamannaflokksins.
Cressida Dick, yfirmaður Lundúnalögreglunnar, lét hafa eftir sér í útvarpsviðtali á BBC að lögregla rannsaki nú ákveðin gögn á netinu, þar sem „hugsanlegt sé að glæpur hafi verið framinn“.
Trúnaðargögn frá flokknum höfðu áður komist í hendur LBC Radio þar sem finna mátti upplýsingar um 45 færslur flokksmanna á samfélagsmiðlum. Gögnunum var svo komið í hendur lögreglunnar í september síðastliðinn.
Snýr ekki að flokknum sjálfum
Dick sagði lögregluna hafa skyldu til að vega og meta gögnin. Hún lagði þó áherslu á að rannsóknin sneri ekki að Verkamannaflokknum sjálfum.
LBC hafði áður greint frá því að meðal færslna voru hótanir í garð þingmanna. Í einni þeirra var kvenkyns þingmaður Verkamannaflokksins sagður „öfgasíonisti […] sem hati siðað fólk“ og væri þann mund að verða fyrir barsmíðum.
Rannsaka meinta hatursglæpi flokksmanna breska Verkamannaflokksins
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið




Þrjú banaslys á fjórum dögum
Innlent


Barn á öðru aldursári lést
Innlent




Bíll valt og endaði á hvolfi
Innlent