Stjarna fæddist í San Francisco Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2018 09:28 Mullens á ferðinni í nótt. vísir/getty Leikstjórnandinn Nick Mullens varð stjarna í nótt er hann fór á kostum í liði San Francisco 49ers sem valtaði yfir Oakland Raiders, 34-3. Mullens fékk óvænt tækifærið í nótt þar sem CJ Beathard var meiddur. Mullens er þriðji leikstjórnandi 49ers en aðalleikstjórnandinn, Jimmy Garoppolo, meiddist snemma í vetur. Mullens var ekki valinn í nýliðavalinu 2017 en fékk samning hjá 49ers. Hann komst þó aldrei í hópinn á síðustu leiktíð. Hann var loksins tekinn í hópinn er Garoppolo meiddist og fékk svo tækifærið í nótt. Fyrsta sóknin hans í NFL-deildinni var geggjuð. Sex heppnaðar sendingar í röð fyrir 76 jördum og snertimarki. Mullens endaði á því að klára 16 af 22 sendingum fyrir 262 jördum, þrem snertimörkum og engum töpuðum bolta. Hann var með leikstjórnandaeinkunn upp á 151,9 sem er það besta síðan 1970 hjá leikstjórnanda í fyrsta leik sem kastar að lágmarki 20 sinnum. Hann er líka fyrsti leikstjórnandinn í sögu 49ers sem kastar fyrir þremur snertimörkum í fyrsta leik. Þetta var ævintýrakvöld hjá Mullens sem bætti við sig 15 þúsund fylgjendum á Twitter meðan á leik stóð og varð einnig „verified“. Hann var líklega hissa er hann kíkti í símann eftir leik. Eftir leikinn var hann tekinn í sjónvarpsviðtal og þá kom á línuna goðsögnin Brett Favre en hann var í sama skóla og Mullens.Fellow @SouthernMissFB alum @BrettFavre calls @NickMullens after his incredible debut. Awesome moment for the young QB. #GoNiners#OAKvsSFpic.twitter.com/goPBIErYs7 — NFL (@NFL) November 2, 2018 Þetta var aðeins annar sigur Niners í vetur en Raiders er enn aðeins með einn sigur og allt í tómu tjóni hjá félaginu. Jon Gruden tók við sem þjálfari fyrir tímabilið en ekkert hefur gengið upp hjá honum.Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins. NFL Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira
Leikstjórnandinn Nick Mullens varð stjarna í nótt er hann fór á kostum í liði San Francisco 49ers sem valtaði yfir Oakland Raiders, 34-3. Mullens fékk óvænt tækifærið í nótt þar sem CJ Beathard var meiddur. Mullens er þriðji leikstjórnandi 49ers en aðalleikstjórnandinn, Jimmy Garoppolo, meiddist snemma í vetur. Mullens var ekki valinn í nýliðavalinu 2017 en fékk samning hjá 49ers. Hann komst þó aldrei í hópinn á síðustu leiktíð. Hann var loksins tekinn í hópinn er Garoppolo meiddist og fékk svo tækifærið í nótt. Fyrsta sóknin hans í NFL-deildinni var geggjuð. Sex heppnaðar sendingar í röð fyrir 76 jördum og snertimarki. Mullens endaði á því að klára 16 af 22 sendingum fyrir 262 jördum, þrem snertimörkum og engum töpuðum bolta. Hann var með leikstjórnandaeinkunn upp á 151,9 sem er það besta síðan 1970 hjá leikstjórnanda í fyrsta leik sem kastar að lágmarki 20 sinnum. Hann er líka fyrsti leikstjórnandinn í sögu 49ers sem kastar fyrir þremur snertimörkum í fyrsta leik. Þetta var ævintýrakvöld hjá Mullens sem bætti við sig 15 þúsund fylgjendum á Twitter meðan á leik stóð og varð einnig „verified“. Hann var líklega hissa er hann kíkti í símann eftir leik. Eftir leikinn var hann tekinn í sjónvarpsviðtal og þá kom á línuna goðsögnin Brett Favre en hann var í sama skóla og Mullens.Fellow @SouthernMissFB alum @BrettFavre calls @NickMullens after his incredible debut. Awesome moment for the young QB. #GoNiners#OAKvsSFpic.twitter.com/goPBIErYs7 — NFL (@NFL) November 2, 2018 Þetta var aðeins annar sigur Niners í vetur en Raiders er enn aðeins með einn sigur og allt í tómu tjóni hjá félaginu. Jon Gruden tók við sem þjálfari fyrir tímabilið en ekkert hefur gengið upp hjá honum.Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins.
NFL Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira