Hvernig gengur með ritgerðina? Þórlindur Kjartansson skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Doktor nokkur í sagnfræði, sem einnig gegnir embætti forseta Íslands, sagði frá því í ávarpi sem hann hélt fyrir frumkvöðla í haust að þegar hann hafi verið í námi þá hafi gilt sú regla í hópi doktorsnema að aldrei mætti spyrja tveggja spurninga. Annars vegar: „Hvernig gengur með ritgerðina?“ og hins vegar „Hvenær ætlarðu að útskrifast?“Hvað er langt eftir? Margir kannast við að þessar eða sambærilegar spurningar geti verið óþægilegar og pirrandi. „Hvenær ætlarðu að skipta um peru í eldhúsinu?“ „Ætlarðu að hafa svona heitt undir pönnunni?“ „Af hverju notarðu ekki mjólk frekar en vatn í grautinn?“ „Hvað er langt eftir? … En núna? … En núna? … Hvenær verðum við eiginlega komin?“ „Við verðum komin þegar við erum búin að keyra alla leið,“ er hið eina rétta en ófullnægjandi svar. Og fyrir þá sem eru spurðir hvernig gengur með ritgerð sem þeir eru ekki byrjaðir á, er rétta svarið alltaf að segja „Ég er tæplega hálfnaður,“ þekkjandi þann alkunna sannleik að hálfnað er verk þá hafið er. Þegar fólk vinnur að flóknum og erfiðum verkefnum, eins og að skrifa stóra ritgerð eða blaðagrein, þá hjálpar lítið að þurfa stöðugt að svara fyrir framgang verksins. Flestir humma því svona spurningar fram af sér eða segja „bara ágætlega“ eða jafnvel „allt samkvæmt áætlun“, eða „frábærlega, fram úr björtustu vonum“—en aldrei hef ég vitað um manneskju sem telur mikið gagn í því að spjalla nákvæmlega um stöðuna á verkefninu við einhvern sem ekki tekur beinlínis þátt í því. Samt virðist það vera hálfgert blæti hjá bæði hinu opinbera og stórum fyrirtækjum að vera stöðugt að krefja starfsmenn sína um skýrslur um framgang hinna og þessara mála. Það eru meira að segja starfrækt heilu fyrirtækin sem gera ekki annað en að ráðleggja öðrum fyrirtækjum um hvernig best sé að anda ofan í hálsmál starfsmanna sinna. Yfirmenn klæða þessa óþörfu hnýsni sína gjarnan í sakleysislegan búning og segja: „Ég treysti þér algjörlega fyrir þessu … EN … þú leyfir mér svo að fylgjast með.“ Allir sem hafa unnið lengur en nokkra daga hjá sæmilega stóru fyrirtæki eða opinberri stofnun vita að þetta þýðir í raun: „Ég mun hafa augun á hverju einasta skrefi sem þú stígur og áskil mér rétt til þess að koma með ábendingar og aðfinnslur þegar mér dettur í hug, og fljótlega mun ég krefjast þess að fá sendar reglulegar skýrslur um framgang málsins og afrit af öllum tölvupósti sem þú sendir í tengslum við það.“Ferlinu fylgt í þaula Þessi eftirlitsmenning getur það vitaskuld af sér að smám saman verður umfjöllun um stöðu mála mikilvægari heldur en málin sjálf. Að geta staðið skil á framgangi verkefna verður mikilvægara heldur en að leysa það. Rétt uppsetning á heimildaskrám verður mikilvægari heldur en gáfulegt (hvað þá frumlegt) innihald í háskólaritgerðum. Það skiptir meira máli að mál fari í réttan farveg heldur en að þau séu leyst. Þetta er sambærilegt við það sjónarmið á sjúkrahúsi að mestu skipti að aðgerðirnar heppnist, ekki að sjúklingarnir lifi af. Þegar erfið mál koma upp í samskiptum fólks virðist oft mestu skipta að fara eftir viðbragðsáætlunum heldur en að sætta fólk. Enginn vill láta hanka sig á því að hafa brugðist rangt við. Þannig festast mál í formlegum farvegi þar sem alls konar sérfræðingar gera sér mat úr misfellum og mannlegum breyskleikum. Einföldustu mál eru mjólkuð til blóðs áður en gerð er tilraun til að leyfa þeim sem hegða sér eins og fávitar að segja „fyrirgefðu fávitaskapinn í mér“ og þeim sem brotið var á að segja: „ókei, látum þetta slæda og gleymum þessu.“ Allir aðrir þurfa að hafa skoðanir og skipta sér af.Að hafa afskipti Í lögreglufréttum er gjarnan haft það orðalag að höfð hafi verið afskipti af þessum eða hinum. Samanber: „Lögregla hafði afskipti af ungu pari sem klifrað hafði yfir girðingu og skellt sér í heitan pott í Vesturbæjarlaug aðfaranótt laugardags.“ Í þessu felst viðurkenning á því að það felist ákveðin innrás í einkalíf fólks að hafa óumbeðið afskipti af því; jafnvel þótt nokkur ástæða kunni að vera til þess. Í afskiptaseminni sjálfri felst ákveðin refsing. Við eigum nefnilega rétt á því sem manneskjur að fá almennt að vera í friði með einkamál okkar ef við viljum, svo lengi sem við brjótum ekki á öðru fólki eða lög og reglur samfélagsins. Við eigum meira að segja rétt á því að biðjast fyrirgefningar og fyrirgefa. Og við eigum líka helgan rétt til þess að svara út í hött þegar fólk spyr mann óþarfra spurninga, eins og hvernig gangi með ritgerðina eða hvenær skipt verði um peru í eldhúsinu. Dag einn rennur ritgerðin úr prentaranum og dag einn kviknar ljós í eldhúsinu. Þangað til verða engar skýrslur gefnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Doktor nokkur í sagnfræði, sem einnig gegnir embætti forseta Íslands, sagði frá því í ávarpi sem hann hélt fyrir frumkvöðla í haust að þegar hann hafi verið í námi þá hafi gilt sú regla í hópi doktorsnema að aldrei mætti spyrja tveggja spurninga. Annars vegar: „Hvernig gengur með ritgerðina?“ og hins vegar „Hvenær ætlarðu að útskrifast?“Hvað er langt eftir? Margir kannast við að þessar eða sambærilegar spurningar geti verið óþægilegar og pirrandi. „Hvenær ætlarðu að skipta um peru í eldhúsinu?“ „Ætlarðu að hafa svona heitt undir pönnunni?“ „Af hverju notarðu ekki mjólk frekar en vatn í grautinn?“ „Hvað er langt eftir? … En núna? … En núna? … Hvenær verðum við eiginlega komin?“ „Við verðum komin þegar við erum búin að keyra alla leið,“ er hið eina rétta en ófullnægjandi svar. Og fyrir þá sem eru spurðir hvernig gengur með ritgerð sem þeir eru ekki byrjaðir á, er rétta svarið alltaf að segja „Ég er tæplega hálfnaður,“ þekkjandi þann alkunna sannleik að hálfnað er verk þá hafið er. Þegar fólk vinnur að flóknum og erfiðum verkefnum, eins og að skrifa stóra ritgerð eða blaðagrein, þá hjálpar lítið að þurfa stöðugt að svara fyrir framgang verksins. Flestir humma því svona spurningar fram af sér eða segja „bara ágætlega“ eða jafnvel „allt samkvæmt áætlun“, eða „frábærlega, fram úr björtustu vonum“—en aldrei hef ég vitað um manneskju sem telur mikið gagn í því að spjalla nákvæmlega um stöðuna á verkefninu við einhvern sem ekki tekur beinlínis þátt í því. Samt virðist það vera hálfgert blæti hjá bæði hinu opinbera og stórum fyrirtækjum að vera stöðugt að krefja starfsmenn sína um skýrslur um framgang hinna og þessara mála. Það eru meira að segja starfrækt heilu fyrirtækin sem gera ekki annað en að ráðleggja öðrum fyrirtækjum um hvernig best sé að anda ofan í hálsmál starfsmanna sinna. Yfirmenn klæða þessa óþörfu hnýsni sína gjarnan í sakleysislegan búning og segja: „Ég treysti þér algjörlega fyrir þessu … EN … þú leyfir mér svo að fylgjast með.“ Allir sem hafa unnið lengur en nokkra daga hjá sæmilega stóru fyrirtæki eða opinberri stofnun vita að þetta þýðir í raun: „Ég mun hafa augun á hverju einasta skrefi sem þú stígur og áskil mér rétt til þess að koma með ábendingar og aðfinnslur þegar mér dettur í hug, og fljótlega mun ég krefjast þess að fá sendar reglulegar skýrslur um framgang málsins og afrit af öllum tölvupósti sem þú sendir í tengslum við það.“Ferlinu fylgt í þaula Þessi eftirlitsmenning getur það vitaskuld af sér að smám saman verður umfjöllun um stöðu mála mikilvægari heldur en málin sjálf. Að geta staðið skil á framgangi verkefna verður mikilvægara heldur en að leysa það. Rétt uppsetning á heimildaskrám verður mikilvægari heldur en gáfulegt (hvað þá frumlegt) innihald í háskólaritgerðum. Það skiptir meira máli að mál fari í réttan farveg heldur en að þau séu leyst. Þetta er sambærilegt við það sjónarmið á sjúkrahúsi að mestu skipti að aðgerðirnar heppnist, ekki að sjúklingarnir lifi af. Þegar erfið mál koma upp í samskiptum fólks virðist oft mestu skipta að fara eftir viðbragðsáætlunum heldur en að sætta fólk. Enginn vill láta hanka sig á því að hafa brugðist rangt við. Þannig festast mál í formlegum farvegi þar sem alls konar sérfræðingar gera sér mat úr misfellum og mannlegum breyskleikum. Einföldustu mál eru mjólkuð til blóðs áður en gerð er tilraun til að leyfa þeim sem hegða sér eins og fávitar að segja „fyrirgefðu fávitaskapinn í mér“ og þeim sem brotið var á að segja: „ókei, látum þetta slæda og gleymum þessu.“ Allir aðrir þurfa að hafa skoðanir og skipta sér af.Að hafa afskipti Í lögreglufréttum er gjarnan haft það orðalag að höfð hafi verið afskipti af þessum eða hinum. Samanber: „Lögregla hafði afskipti af ungu pari sem klifrað hafði yfir girðingu og skellt sér í heitan pott í Vesturbæjarlaug aðfaranótt laugardags.“ Í þessu felst viðurkenning á því að það felist ákveðin innrás í einkalíf fólks að hafa óumbeðið afskipti af því; jafnvel þótt nokkur ástæða kunni að vera til þess. Í afskiptaseminni sjálfri felst ákveðin refsing. Við eigum nefnilega rétt á því sem manneskjur að fá almennt að vera í friði með einkamál okkar ef við viljum, svo lengi sem við brjótum ekki á öðru fólki eða lög og reglur samfélagsins. Við eigum meira að segja rétt á því að biðjast fyrirgefningar og fyrirgefa. Og við eigum líka helgan rétt til þess að svara út í hött þegar fólk spyr mann óþarfra spurninga, eins og hvernig gangi með ritgerðina eða hvenær skipt verði um peru í eldhúsinu. Dag einn rennur ritgerðin úr prentaranum og dag einn kviknar ljós í eldhúsinu. Þangað til verða engar skýrslur gefnar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun