Birnir hefur verið orðaður við Val frá því að tímabilinu lauk en nú er loks búið að staðfesta kaupin en Valur kaupir hann frá Fjölni.
Hann kom við sögu í öllum leikjum Fjölnis í sumar og skoraði í þeim fimm mörk en Fjölnismenn féllu úr Pepsi-deildinni.
Birnir er fæddur 1996 og hefur spilað 72 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim þrettán mörk. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Íslandsmeistarar Vals fá í vetur.
Nýr leikmaður í meistaraflokki Vals í fitness testi. Skrifar undir á eftir, fylgist með! #valurfotbolti #valur #pepsideildin #fotboltinetrt #fotboltinet #433_is pic.twitter.com/eiOrfBb6Eu
— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) November 1, 2018