Markahæsti leikmaður Inkasso-deildarinnar á síðustu leiktíð gæti verið að ganga til liðs við Pepsi-deildarlið KA. Frá þessu er greint á Fótbolti.net í dag.
Þar er vitnað í Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóra Þróttar þar sem hann staðfestir að tilboð frá ónefndu Pepsi-deildarliði hafi verið samþykkt í gær. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er félagið sem um ræðir KA en Viktor hefur einnig verið orðaður við ÍA og fleiri félög að undanförnu.
Viktor, sem er 24 ára gamall, hefur leikið í næstefstu deild undanfarin tvö ár en hann skoraði 22 mörk í 21 leik síðasta sumar. Hann lék síðast í Pepsi-deildinni sumarið 2016 þegar hann skoraði 1 mark í 18 leikjum fyrir Víking Reykjavík.
KA-menn höfnuðu í 7.sæti Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð en þjálfaraskipti urðu hjá liðinu í haust þegar Óli Stefán Flóventsson tók við stjórnartaumunum.
KA að kaupa Viktor Jóns frá Þrótti?
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

„Spiluðum mjög vel í dag“
Enski boltinn


„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn

