Hlaðborð fyrir tónlistarnördin Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Gestir Airwaves hafa bæði getað notið tónlistar sem og fræðslu um tónlistargeirann síðustu fjögur árin. Fréttablaðið/Ernir Í fjórða sinn verður ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, með ráðstefnu tileinkaða tónlistarbransanum á Airwaves-hátíðinni. Næstkomandi fimmtudag hefst ráðstefnan formlega með tengslamyndunarfundum en á föstudegi verða pallborðsfundir og fyrirlestrar um hin ýmsu málefni er tengjast tónlistarheiminum. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN segir það hafa verið erfitt að fá inn tónlistarmenn á þessar ráðstefnur sem þau hafa verið að halda, einfaldlega vegna þess að tónlistarmenn eru almennt gríðarlega uppteknir við að hlaupa á milli tónleika. En hann segir að fyrirlestrarnir séu líka fyrir allt tónlistaráhugafólk sem hann hvetur til að mæta – þess er ekki krafist að fólk sé með armband á hátíðina til að fá inngöngu á fyrirlestrana þó svo að þeir með armband gangi fyrir verði mikil aðsókn. „Þar að auki verður á miðvikudaginn smá viðburður sem við erum að vinna með STEF. Þá koma hingað svokallaðir „music supervisors“, það er að segja fólk sem er að kaupa tónlist, kvikmyndir, sjónvarpsþætti og annað myndefni. Þau verða með fundi í STEF og hlusta á höfunda kynna sitt efni,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN.Sigtryggur BaldurssonÁ fimmtudeginum munu tónlistarmenn geta bókað fundi við fólk úr tónlistargeiranum: umboðsmenn, bókara og fleiri aðila úr viðskiptageiranum. „Þetta er hugsað fyrir listamenn sem spila á hátíðinni og einstaka aðra íslenska listamenn sem hafa áhuga á þessum fundum. Í lokin verður tengslamyndunarpartí fyrir þátttakendur.“ Fyrirlestra- og pallborðsdagskráin er þétt í ár – þarna verður farið um víðan völl allt frá textum til Blockchain-tækninnar. CenterHotel Plaza í Aðalstræti mun hýsa fyrirlestrana. „Sjón, Emilíana Torrini, Ásgeir og Kolfinna úr Reykjavíkurdætrum ræða um texta í tónlist. Druslugangan ræðir um kynferðislega áreitni á tónlistarhátíðum.“ Þar næst verður erindi í boði Keychange-verkefnisins en það gengur meðal annars út á að jafna kynjahlutföll á tónlistarhátíðum. „Þetta er verkefni sem rekið er af PRS í Bretlandi en það eru tíu konur frá Íslandi sem taka þátt í því. Verkefnið vinnur að ýmsum leiðum til að styrkja stöðu kvenna í tónlistargeiranum – ekki bara sem tónlistarmenn heldur líka bak við tjöldin.“ David Fricke frá Rolling Stone, góðvinur Airwaves-hátíðarinnar, situr í pallborði um það hvernig tónlistarumfjöllun er að breytast þar sem áherslan er á innkomu samfélagsmiðla sem tól fyrir tónlistarmenn til að koma sér á framfæri. „Rolling Stone var gífurlega valdamikið fyrirbrigði í tónlistargeiranum fyrir 40 árum og þangað til nýlega. Hvernig er þetta að breytast og hvað þýðir þetta? Þetta verður skemmtileg umræða. Fricke er auðvitað einn af gömlu drumbunum og við fáum eitthvað af ungu liði til að pönkast aðeins í honum.“ Næsta umræða fjallar um Spotify og allt sem því fyrirbæri tengist. Því næst verður svo frætt um Blockchain-tæknina sem gæti breytt tónlistarheiminum til frambúðar. Bob Lefsetz er tónlistargagnrýnandi og spekingur mikill sem talar um bransann í dag – líklega mun hann vera með óheflaðar skoðanir á íslenska bransanum. „Svo er það „mixerinn“ um kvöldið – partíið. Það verður alltaf að vera gott partí í lokin.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Í fjórða sinn verður ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, með ráðstefnu tileinkaða tónlistarbransanum á Airwaves-hátíðinni. Næstkomandi fimmtudag hefst ráðstefnan formlega með tengslamyndunarfundum en á föstudegi verða pallborðsfundir og fyrirlestrar um hin ýmsu málefni er tengjast tónlistarheiminum. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN segir það hafa verið erfitt að fá inn tónlistarmenn á þessar ráðstefnur sem þau hafa verið að halda, einfaldlega vegna þess að tónlistarmenn eru almennt gríðarlega uppteknir við að hlaupa á milli tónleika. En hann segir að fyrirlestrarnir séu líka fyrir allt tónlistaráhugafólk sem hann hvetur til að mæta – þess er ekki krafist að fólk sé með armband á hátíðina til að fá inngöngu á fyrirlestrana þó svo að þeir með armband gangi fyrir verði mikil aðsókn. „Þar að auki verður á miðvikudaginn smá viðburður sem við erum að vinna með STEF. Þá koma hingað svokallaðir „music supervisors“, það er að segja fólk sem er að kaupa tónlist, kvikmyndir, sjónvarpsþætti og annað myndefni. Þau verða með fundi í STEF og hlusta á höfunda kynna sitt efni,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN.Sigtryggur BaldurssonÁ fimmtudeginum munu tónlistarmenn geta bókað fundi við fólk úr tónlistargeiranum: umboðsmenn, bókara og fleiri aðila úr viðskiptageiranum. „Þetta er hugsað fyrir listamenn sem spila á hátíðinni og einstaka aðra íslenska listamenn sem hafa áhuga á þessum fundum. Í lokin verður tengslamyndunarpartí fyrir þátttakendur.“ Fyrirlestra- og pallborðsdagskráin er þétt í ár – þarna verður farið um víðan völl allt frá textum til Blockchain-tækninnar. CenterHotel Plaza í Aðalstræti mun hýsa fyrirlestrana. „Sjón, Emilíana Torrini, Ásgeir og Kolfinna úr Reykjavíkurdætrum ræða um texta í tónlist. Druslugangan ræðir um kynferðislega áreitni á tónlistarhátíðum.“ Þar næst verður erindi í boði Keychange-verkefnisins en það gengur meðal annars út á að jafna kynjahlutföll á tónlistarhátíðum. „Þetta er verkefni sem rekið er af PRS í Bretlandi en það eru tíu konur frá Íslandi sem taka þátt í því. Verkefnið vinnur að ýmsum leiðum til að styrkja stöðu kvenna í tónlistargeiranum – ekki bara sem tónlistarmenn heldur líka bak við tjöldin.“ David Fricke frá Rolling Stone, góðvinur Airwaves-hátíðarinnar, situr í pallborði um það hvernig tónlistarumfjöllun er að breytast þar sem áherslan er á innkomu samfélagsmiðla sem tól fyrir tónlistarmenn til að koma sér á framfæri. „Rolling Stone var gífurlega valdamikið fyrirbrigði í tónlistargeiranum fyrir 40 árum og þangað til nýlega. Hvernig er þetta að breytast og hvað þýðir þetta? Þetta verður skemmtileg umræða. Fricke er auðvitað einn af gömlu drumbunum og við fáum eitthvað af ungu liði til að pönkast aðeins í honum.“ Næsta umræða fjallar um Spotify og allt sem því fyrirbæri tengist. Því næst verður svo frætt um Blockchain-tæknina sem gæti breytt tónlistarheiminum til frambúðar. Bob Lefsetz er tónlistargagnrýnandi og spekingur mikill sem talar um bransann í dag – líklega mun hann vera með óheflaðar skoðanir á íslenska bransanum. „Svo er það „mixerinn“ um kvöldið – partíið. Það verður alltaf að vera gott partí í lokin.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira