Athygli og algóritmi Guðrún Vilmundardóttir skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Í fyrrakvöld var ég stödd í Óperuhúsinu í Ósló, þar sem bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt með viðhöfn. Ég var gífurlega ánægð með úrslitin. Þegar verðlaunahafinn og prinsessan, sem afhenti verðlaunin, stóðu á sviðinu undir dynjandi lófataki deildi ég mynd frá viðburðinum á Facebook. Ég leit á símann þegar gengið var út úr salnum og sá að samstarfskonu minni líkaði innleggið og hugsaði roggin með mér: Viðbrögðin láta ekki á sér standa. Við tóku nokkur veisluhöld. Áður en ég gekk til náða leit ég aftur á símann og það gladdi mig að frétta- og samfélagsmiðlar voru uppfullir af fréttum af verðlaunahátíðinni. En ekki fékk mitt innlegg mikla athygli. Raunar alls enga. Jæja, hugsaði ég, upplitsdjörf en kannski örlítið spæld. Það er ekki eins og mín prívatsíða sé fréttamiðill. Þetta hlýtur að vera algóritminn. Gærdagurinn var annasamur en þegar ég settist niður seinni partinn, á Karl Johans gate, runnu á mig tvær grímur, sama hvað öllum algóritma líður: Mamma var ekki einu sinni búin að „læka“ myndina mína! Rifjaðist þá upp fyrir mér saga af konu sem mánuðum saman hafði Facebook-síðu sína, óvart, stillta þannig að enginn sá hana nema hún. Hún fékk aldrei nein viðbrögð, við neinu, en lét það ekki á sig fá. Þau stóísku viðbrögð sé ég nú í nýju ljósi. Ég var farin að ókyrrast mjög. Á innan við sólarhring. Ég athugaði stillingarnar og viti menn: færslan var læst. Mér er merkilega létt yfir því að hafa ekki þurft að lúta í lægra haldi fyrir algóritmanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í fyrrakvöld var ég stödd í Óperuhúsinu í Ósló, þar sem bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt með viðhöfn. Ég var gífurlega ánægð með úrslitin. Þegar verðlaunahafinn og prinsessan, sem afhenti verðlaunin, stóðu á sviðinu undir dynjandi lófataki deildi ég mynd frá viðburðinum á Facebook. Ég leit á símann þegar gengið var út úr salnum og sá að samstarfskonu minni líkaði innleggið og hugsaði roggin með mér: Viðbrögðin láta ekki á sér standa. Við tóku nokkur veisluhöld. Áður en ég gekk til náða leit ég aftur á símann og það gladdi mig að frétta- og samfélagsmiðlar voru uppfullir af fréttum af verðlaunahátíðinni. En ekki fékk mitt innlegg mikla athygli. Raunar alls enga. Jæja, hugsaði ég, upplitsdjörf en kannski örlítið spæld. Það er ekki eins og mín prívatsíða sé fréttamiðill. Þetta hlýtur að vera algóritminn. Gærdagurinn var annasamur en þegar ég settist niður seinni partinn, á Karl Johans gate, runnu á mig tvær grímur, sama hvað öllum algóritma líður: Mamma var ekki einu sinni búin að „læka“ myndina mína! Rifjaðist þá upp fyrir mér saga af konu sem mánuðum saman hafði Facebook-síðu sína, óvart, stillta þannig að enginn sá hana nema hún. Hún fékk aldrei nein viðbrögð, við neinu, en lét það ekki á sig fá. Þau stóísku viðbrögð sé ég nú í nýju ljósi. Ég var farin að ókyrrast mjög. Á innan við sólarhring. Ég athugaði stillingarnar og viti menn: færslan var læst. Mér er merkilega létt yfir því að hafa ekki þurft að lúta í lægra haldi fyrir algóritmanum.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar