Veiklunda verkalýðsforysta Bolli Héðinsson skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Kröfur verkalýðsforystunnar fyrir komandi kjarasamninga eru óðar að taka á sig mynd. Kröfurnar snúa jafnt að vinnuveitendum sem og ríkisvaldinu um aukna skattheimtu. Eitt vekur þó furðu, að verkalýðsforystan treystir sér ekki til að krefjast þeirra fjármuna sem umbjóðendur þeirra eiga nú þegar og vinnuveitendur færa sér í nyt. Hér er auðvitað átt við fiskinn í sjónum, veiðigjaldið sem þjóðinni ber fyrir hagnýtingu auðlindarinnar en stjórnvöld láta nú af hendi til útgerðarmanna gegn málamyndagjaldi. Þrátt fyrir brýna þörf fyrir aukin framlög ríkisins til húsnæðismála, bætur almannatrygginga o.fl. þá ætlar verkalýðsforystan samt ekki að krefjast innköllunar aflaheimilda þannig að hægt væri að bjóða hluta þeirra út á hverju ári svo hámarksverð skili sér til hinna mörgu verkefna ríkissjóðs. Hvað veldur þessu veiklyndi verkalýðsforystunnar skal ósagt látið en vitað er að útgerðarmenn eru margir hverjir óvandir að meðulum þegar kemur að því að þjóðin krefji þá um sanngjarnt gjald fyrir afnot fiskimiðanna. Þannig er þekkt að sjómenn eru hraktir úr skiprúmi ef þeir leyfa sér að andæfa útgerðunum. Sjómenn vita hvað til þeirra friðar heyrir vilji þeir halda sínu plássi. Sjávarútvegsfyrirtæki hóta að leggja niður fiskvinnslu í heilu byggðarlögunum verði ekki farið að vilja þeirra. Þess er krafist að starfsmenn þjónustufyrirtækja sjávarútvegsins skuli reknir verði þeir uppvísir að því að vera á móti núverandi fyrirkomulagi á úthlutun aflaheimilda. Dæmi um þennan yfirgang útgerðanna er auðvelt að finna, yfirgang sem á ekki að líðast, sem heldur þjóðfélaginu í heljargreipum og hvetur til alvarlegrar þöggunar í lýðræðissamfélagi. Verkalýðshreyfingin hefur þann valkost að taka forystuna í þessu máli með því að krefja ríkisvaldið um innheimtu ásættanlegs veiðigjalds, samhliða öðrum kröfum hreyfingarinnar á hendur ríkisvaldinu, eða láta sem ekkert sé. Kverkatak útgerðanna eitt og sér sýnir hversu brýnt er að ráðast í breytt fyrirkomulag við úthlutun aflaheimilda sem skiluðu útgerðunum tæpum 50 milljörðum á ári frá 2011 meðan aðeins rúmir 7 milljarðar skiluðu sér í ríkissjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Skoðun Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kröfur verkalýðsforystunnar fyrir komandi kjarasamninga eru óðar að taka á sig mynd. Kröfurnar snúa jafnt að vinnuveitendum sem og ríkisvaldinu um aukna skattheimtu. Eitt vekur þó furðu, að verkalýðsforystan treystir sér ekki til að krefjast þeirra fjármuna sem umbjóðendur þeirra eiga nú þegar og vinnuveitendur færa sér í nyt. Hér er auðvitað átt við fiskinn í sjónum, veiðigjaldið sem þjóðinni ber fyrir hagnýtingu auðlindarinnar en stjórnvöld láta nú af hendi til útgerðarmanna gegn málamyndagjaldi. Þrátt fyrir brýna þörf fyrir aukin framlög ríkisins til húsnæðismála, bætur almannatrygginga o.fl. þá ætlar verkalýðsforystan samt ekki að krefjast innköllunar aflaheimilda þannig að hægt væri að bjóða hluta þeirra út á hverju ári svo hámarksverð skili sér til hinna mörgu verkefna ríkissjóðs. Hvað veldur þessu veiklyndi verkalýðsforystunnar skal ósagt látið en vitað er að útgerðarmenn eru margir hverjir óvandir að meðulum þegar kemur að því að þjóðin krefji þá um sanngjarnt gjald fyrir afnot fiskimiðanna. Þannig er þekkt að sjómenn eru hraktir úr skiprúmi ef þeir leyfa sér að andæfa útgerðunum. Sjómenn vita hvað til þeirra friðar heyrir vilji þeir halda sínu plássi. Sjávarútvegsfyrirtæki hóta að leggja niður fiskvinnslu í heilu byggðarlögunum verði ekki farið að vilja þeirra. Þess er krafist að starfsmenn þjónustufyrirtækja sjávarútvegsins skuli reknir verði þeir uppvísir að því að vera á móti núverandi fyrirkomulagi á úthlutun aflaheimilda. Dæmi um þennan yfirgang útgerðanna er auðvelt að finna, yfirgang sem á ekki að líðast, sem heldur þjóðfélaginu í heljargreipum og hvetur til alvarlegrar þöggunar í lýðræðissamfélagi. Verkalýðshreyfingin hefur þann valkost að taka forystuna í þessu máli með því að krefja ríkisvaldið um innheimtu ásættanlegs veiðigjalds, samhliða öðrum kröfum hreyfingarinnar á hendur ríkisvaldinu, eða láta sem ekkert sé. Kverkatak útgerðanna eitt og sér sýnir hversu brýnt er að ráðast í breytt fyrirkomulag við úthlutun aflaheimilda sem skiluðu útgerðunum tæpum 50 milljörðum á ári frá 2011 meðan aðeins rúmir 7 milljarðar skiluðu sér í ríkissjóð.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar