Veiklunda verkalýðsforysta Bolli Héðinsson skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Kröfur verkalýðsforystunnar fyrir komandi kjarasamninga eru óðar að taka á sig mynd. Kröfurnar snúa jafnt að vinnuveitendum sem og ríkisvaldinu um aukna skattheimtu. Eitt vekur þó furðu, að verkalýðsforystan treystir sér ekki til að krefjast þeirra fjármuna sem umbjóðendur þeirra eiga nú þegar og vinnuveitendur færa sér í nyt. Hér er auðvitað átt við fiskinn í sjónum, veiðigjaldið sem þjóðinni ber fyrir hagnýtingu auðlindarinnar en stjórnvöld láta nú af hendi til útgerðarmanna gegn málamyndagjaldi. Þrátt fyrir brýna þörf fyrir aukin framlög ríkisins til húsnæðismála, bætur almannatrygginga o.fl. þá ætlar verkalýðsforystan samt ekki að krefjast innköllunar aflaheimilda þannig að hægt væri að bjóða hluta þeirra út á hverju ári svo hámarksverð skili sér til hinna mörgu verkefna ríkissjóðs. Hvað veldur þessu veiklyndi verkalýðsforystunnar skal ósagt látið en vitað er að útgerðarmenn eru margir hverjir óvandir að meðulum þegar kemur að því að þjóðin krefji þá um sanngjarnt gjald fyrir afnot fiskimiðanna. Þannig er þekkt að sjómenn eru hraktir úr skiprúmi ef þeir leyfa sér að andæfa útgerðunum. Sjómenn vita hvað til þeirra friðar heyrir vilji þeir halda sínu plássi. Sjávarútvegsfyrirtæki hóta að leggja niður fiskvinnslu í heilu byggðarlögunum verði ekki farið að vilja þeirra. Þess er krafist að starfsmenn þjónustufyrirtækja sjávarútvegsins skuli reknir verði þeir uppvísir að því að vera á móti núverandi fyrirkomulagi á úthlutun aflaheimilda. Dæmi um þennan yfirgang útgerðanna er auðvelt að finna, yfirgang sem á ekki að líðast, sem heldur þjóðfélaginu í heljargreipum og hvetur til alvarlegrar þöggunar í lýðræðissamfélagi. Verkalýðshreyfingin hefur þann valkost að taka forystuna í þessu máli með því að krefja ríkisvaldið um innheimtu ásættanlegs veiðigjalds, samhliða öðrum kröfum hreyfingarinnar á hendur ríkisvaldinu, eða láta sem ekkert sé. Kverkatak útgerðanna eitt og sér sýnir hversu brýnt er að ráðast í breytt fyrirkomulag við úthlutun aflaheimilda sem skiluðu útgerðunum tæpum 50 milljörðum á ári frá 2011 meðan aðeins rúmir 7 milljarðar skiluðu sér í ríkissjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kröfur verkalýðsforystunnar fyrir komandi kjarasamninga eru óðar að taka á sig mynd. Kröfurnar snúa jafnt að vinnuveitendum sem og ríkisvaldinu um aukna skattheimtu. Eitt vekur þó furðu, að verkalýðsforystan treystir sér ekki til að krefjast þeirra fjármuna sem umbjóðendur þeirra eiga nú þegar og vinnuveitendur færa sér í nyt. Hér er auðvitað átt við fiskinn í sjónum, veiðigjaldið sem þjóðinni ber fyrir hagnýtingu auðlindarinnar en stjórnvöld láta nú af hendi til útgerðarmanna gegn málamyndagjaldi. Þrátt fyrir brýna þörf fyrir aukin framlög ríkisins til húsnæðismála, bætur almannatrygginga o.fl. þá ætlar verkalýðsforystan samt ekki að krefjast innköllunar aflaheimilda þannig að hægt væri að bjóða hluta þeirra út á hverju ári svo hámarksverð skili sér til hinna mörgu verkefna ríkissjóðs. Hvað veldur þessu veiklyndi verkalýðsforystunnar skal ósagt látið en vitað er að útgerðarmenn eru margir hverjir óvandir að meðulum þegar kemur að því að þjóðin krefji þá um sanngjarnt gjald fyrir afnot fiskimiðanna. Þannig er þekkt að sjómenn eru hraktir úr skiprúmi ef þeir leyfa sér að andæfa útgerðunum. Sjómenn vita hvað til þeirra friðar heyrir vilji þeir halda sínu plássi. Sjávarútvegsfyrirtæki hóta að leggja niður fiskvinnslu í heilu byggðarlögunum verði ekki farið að vilja þeirra. Þess er krafist að starfsmenn þjónustufyrirtækja sjávarútvegsins skuli reknir verði þeir uppvísir að því að vera á móti núverandi fyrirkomulagi á úthlutun aflaheimilda. Dæmi um þennan yfirgang útgerðanna er auðvelt að finna, yfirgang sem á ekki að líðast, sem heldur þjóðfélaginu í heljargreipum og hvetur til alvarlegrar þöggunar í lýðræðissamfélagi. Verkalýðshreyfingin hefur þann valkost að taka forystuna í þessu máli með því að krefja ríkisvaldið um innheimtu ásættanlegs veiðigjalds, samhliða öðrum kröfum hreyfingarinnar á hendur ríkisvaldinu, eða láta sem ekkert sé. Kverkatak útgerðanna eitt og sér sýnir hversu brýnt er að ráðast í breytt fyrirkomulag við úthlutun aflaheimilda sem skiluðu útgerðunum tæpum 50 milljörðum á ári frá 2011 meðan aðeins rúmir 7 milljarðar skiluðu sér í ríkissjóð.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar