Getur ÞÚ verið símalaus í einn dag? Erna Reynisdóttir skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Það er ekkert launungarmál að mörg erum við orðin háð símunum okkar, bæði til vinnu og til afþreyingar. Ég er engin undantekning á því. Mér hættir til að heyra ekki þegar við mig er talað og sjá ekki það sem í kringum mig er. Og á hverjum bitnar það? Jú, nánustu fjölskyldumeðlimum og hundinum sem berst um athygli við þetta litla tæki sem ég stari á tímunum saman. En þegar nánasta fjölskylda samanstendur af börnum? Jafnvel kornabörnum? Gæti verið að símarnir séu farnir að hafa áhrif á tengslamyndum foreldra og barna? Um það hafa verið gerðar rannsóknir og svarið er já. Því miður. Og það er grafalvarlegt mál því eins og við öll vitum þá þurfa börn meira en mat, föt og nýja bleyju. Þau þurfa umhyggju, athygli, augnsamband og snertingu til að ná að þroskast tilfinningalega og félagslega. Eru þá snjallsímar verkfæri skrattans, skaðvaldar alls og ógn við samfélagið? Nei, það vil ég ekki meina. Enda þótt símar og öppin í þeim geti verið tímaþjófar þá geta þeir líka verið tímasparandi og létt okkur lífið á margan hátt. Við þurfum bara að vera meðvituð um að við stjórnum þessum tækjum en þau ekki okkur. Barnaheill standa í annað sinn fyrir símalausum sunnudegi núna á sunnudaginn 4. nóvember. Tilgangur með deginum er að vekja fólk til umhugsunar um símanotkun og áhrif hennar á tengslamyndun í fjölskyldum. Dagurinn getur líka verið ágætis byrjun á að breyta hegðun og taka frá tíma, hvort sem það er sunnudagur eða ekki, til að vera í raun til staðar fyrir sig og sína. Við hjá Barnaheillum fengum töluverð viðbrögð við þessu framtaki okkar í fyrra og markverðust þótti okkur viðbrögð barnanna. Þau tjáðu sig um að þau væru virkilega ánægð með daginn og sögðust vilja hafa hann oftar. Það segir okkur fullorðna fólkinu ýmislegt. Taktu þátt í símalausum sunnudegi og njóttu samveru með fjölskyldu og vinum. Skráningu má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er ekkert launungarmál að mörg erum við orðin háð símunum okkar, bæði til vinnu og til afþreyingar. Ég er engin undantekning á því. Mér hættir til að heyra ekki þegar við mig er talað og sjá ekki það sem í kringum mig er. Og á hverjum bitnar það? Jú, nánustu fjölskyldumeðlimum og hundinum sem berst um athygli við þetta litla tæki sem ég stari á tímunum saman. En þegar nánasta fjölskylda samanstendur af börnum? Jafnvel kornabörnum? Gæti verið að símarnir séu farnir að hafa áhrif á tengslamyndum foreldra og barna? Um það hafa verið gerðar rannsóknir og svarið er já. Því miður. Og það er grafalvarlegt mál því eins og við öll vitum þá þurfa börn meira en mat, föt og nýja bleyju. Þau þurfa umhyggju, athygli, augnsamband og snertingu til að ná að þroskast tilfinningalega og félagslega. Eru þá snjallsímar verkfæri skrattans, skaðvaldar alls og ógn við samfélagið? Nei, það vil ég ekki meina. Enda þótt símar og öppin í þeim geti verið tímaþjófar þá geta þeir líka verið tímasparandi og létt okkur lífið á margan hátt. Við þurfum bara að vera meðvituð um að við stjórnum þessum tækjum en þau ekki okkur. Barnaheill standa í annað sinn fyrir símalausum sunnudegi núna á sunnudaginn 4. nóvember. Tilgangur með deginum er að vekja fólk til umhugsunar um símanotkun og áhrif hennar á tengslamyndun í fjölskyldum. Dagurinn getur líka verið ágætis byrjun á að breyta hegðun og taka frá tíma, hvort sem það er sunnudagur eða ekki, til að vera í raun til staðar fyrir sig og sína. Við hjá Barnaheillum fengum töluverð viðbrögð við þessu framtaki okkar í fyrra og markverðust þótti okkur viðbrögð barnanna. Þau tjáðu sig um að þau væru virkilega ánægð með daginn og sögðust vilja hafa hann oftar. Það segir okkur fullorðna fólkinu ýmislegt. Taktu þátt í símalausum sunnudegi og njóttu samveru með fjölskyldu og vinum. Skráningu má finna hér.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar