Það lafir ekki meðan ég lifi Halldór Reynisson skrifar 1. nóvember 2018 08:00 Umhverfismálin og þá sérstaklega hlýnun andrúmsloftsins eru stærsta áskorun mannkyns að mati þeirra sem rannsaka loftslag og umhverfi. Náttúran, sköpunarverkið stynur undan atferli manneskjunnar, rányrkju, mengun og óhófi. Vísindamenn segja okkur að ef mannkynið snúi ekki af braut óhófs og ósjálfbærni – nema við hættum að spúa koltvísýringi út í andrúmsloftið þegar við stígum á bensíngjöfina – sé hætta á að illa fari. Dómsdagsboðskapurinn kemur að þessu sinni frá náttúruvísindamönnum ekki frá spámönnum né prestum. „Það lafir meðan ég lifi“ er haft eftir Loðvík 15. Frakkakóngi. Ef við hugsum þannig er hætt við að allt „fari til fjandans“. Og þó er von ef við bregðumst snarlega við, sérstaklega varðandi losun koltvísýrings – eða bindingu hans í mótvægisaðgerðum. Ef ekki, þá stefnum við framtíð barnabarna okkar í tvísýnu með þjáningum og átökum um takmörkuð gæði. Elska skaltu náungann er æðsta – sumir segja eina boðorð kristninnar. Kristnar kirkjur og kirkjuleiðtogar víða um heim eru farnir að tala um náttúruna sem náunga okkar, þ. á m. Frans páfi. Og þessi náungi okkar er nú um stundir sárt leikinn. Þjóðkirkjan, þessi aldna stofnun í landi okkar vill að sínu leyti leggja þessum náunga okkar lið. Þess vegna umhverfisstarf og aðgerðaáætlun til að laða fram græna kirkju og græna söfnuði. Og nú er tími sköpunarverksins haldinn víða í kirkjum heimsins m.a. hér á landi. Tímabilið markast m.a. af afmælisdegi Frans frá Assisi sem margir líta á sem dýrling náttúrunnar. Í mörgum kirkjum landsins eru haldnar uppskerumessur og átak er í gangi að söfnuðir landsins temji sér sjálfbærni. Opnaður hefur verið vefur kirkjan.is/grænkirkja, bæklingur gefinn út „Græni söfnuðurinn okkar“ og handbók fyrir söfnuði um umhverfisstarf, m.a. umhverfisáherslur í barna- og æskulýðsstarfi. Stofnanir kirkjunnar eru hvattar að tileinka sér „græn skref“ Umhverfisstofnunar. Á kirkjujörðum á að efla skógrækt og endurheimt votlendis er hafin í Skálholti. Og biskup Íslands hefur undirritað áskorun um bann við notkun mengandi svartolíu í Norðurhöfum. Hér erum við öll á sama báti óháð lífsskoðun. Ef við viljum tryggja afkomendum okkar örugga framtíð þurfum við að breyta um lífsstíl – og byrja núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Umhverfismálin og þá sérstaklega hlýnun andrúmsloftsins eru stærsta áskorun mannkyns að mati þeirra sem rannsaka loftslag og umhverfi. Náttúran, sköpunarverkið stynur undan atferli manneskjunnar, rányrkju, mengun og óhófi. Vísindamenn segja okkur að ef mannkynið snúi ekki af braut óhófs og ósjálfbærni – nema við hættum að spúa koltvísýringi út í andrúmsloftið þegar við stígum á bensíngjöfina – sé hætta á að illa fari. Dómsdagsboðskapurinn kemur að þessu sinni frá náttúruvísindamönnum ekki frá spámönnum né prestum. „Það lafir meðan ég lifi“ er haft eftir Loðvík 15. Frakkakóngi. Ef við hugsum þannig er hætt við að allt „fari til fjandans“. Og þó er von ef við bregðumst snarlega við, sérstaklega varðandi losun koltvísýrings – eða bindingu hans í mótvægisaðgerðum. Ef ekki, þá stefnum við framtíð barnabarna okkar í tvísýnu með þjáningum og átökum um takmörkuð gæði. Elska skaltu náungann er æðsta – sumir segja eina boðorð kristninnar. Kristnar kirkjur og kirkjuleiðtogar víða um heim eru farnir að tala um náttúruna sem náunga okkar, þ. á m. Frans páfi. Og þessi náungi okkar er nú um stundir sárt leikinn. Þjóðkirkjan, þessi aldna stofnun í landi okkar vill að sínu leyti leggja þessum náunga okkar lið. Þess vegna umhverfisstarf og aðgerðaáætlun til að laða fram græna kirkju og græna söfnuði. Og nú er tími sköpunarverksins haldinn víða í kirkjum heimsins m.a. hér á landi. Tímabilið markast m.a. af afmælisdegi Frans frá Assisi sem margir líta á sem dýrling náttúrunnar. Í mörgum kirkjum landsins eru haldnar uppskerumessur og átak er í gangi að söfnuðir landsins temji sér sjálfbærni. Opnaður hefur verið vefur kirkjan.is/grænkirkja, bæklingur gefinn út „Græni söfnuðurinn okkar“ og handbók fyrir söfnuði um umhverfisstarf, m.a. umhverfisáherslur í barna- og æskulýðsstarfi. Stofnanir kirkjunnar eru hvattar að tileinka sér „græn skref“ Umhverfisstofnunar. Á kirkjujörðum á að efla skógrækt og endurheimt votlendis er hafin í Skálholti. Og biskup Íslands hefur undirritað áskorun um bann við notkun mengandi svartolíu í Norðurhöfum. Hér erum við öll á sama báti óháð lífsskoðun. Ef við viljum tryggja afkomendum okkar örugga framtíð þurfum við að breyta um lífsstíl – og byrja núna.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar