Þétting byggðar – Samgöngur – Lífsgæði Ólafur Ingi Tómasson skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Með samþykkt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var mótuð stefna til ársins 2040, ekki bara í skipulagsmálum heldur einnig í samgöngumálum með það að markmiði að stoppa útþenslu byggðar, auka hlutdeild almennings í almenningssamgöngum og bæta lífsgæði okkar allra sem búum á svæðinu svo og þeirra sem sækja okkur heim.Þétting byggðar Í Hafnarfirði hófst þétting byggðar með uppbyggingu á Norðurbakka, Skipalóni og Lækjargötu. Á þessum stöðum voru frystihús, olíutankar, iðnaður og önnur starfssemi. Nú er nýsamþykkt rammaskipulag fyrir Hraun vestur, nýsamþykkt er deiliskipulag fyrir Dvergsreitinn, búið er að samþykkja að hefja vinnu við rammaskipulag Flensborgar- og Óseyrarsvæðis ásamt því að verið er að skoða einstaka reiti fyrir smærri einingar. Samhliða þéttingu þurfa sveitarfélög jafnframt að geta boðið upp á lóðir í útjöðrum byggðaÁvinningur samfélagsins Uppbygging á þegar skipulögðum og byggðum svæðum er ólík uppbyggingu á nýjum svæðum. Svæðisskipulagið gerir ráð fyrir að mikil uppbygging eigi sér stað næst legu Borgarlínu sem liggur í flestum tilfellum um þegar byggð svæði. Eldri byggingar þurfa í einhverjum tilfellum að víkja og auka þarf byggingarmagn umtalsvert á mörgum stöðum. Ávinningur samfélagsins er umtalsverður í nýtingu innviða s.s. gatna- og lagnakerfis, forsenda skapast fyrir góðar, skilvirkar almenningssamgöngur og sjálfbærni eykst. Við sem ferðumst erlendis sjáum þessi hverfi iðandi af mannlífi með skilvirkum almenningssamgöngum.Samgöngur Nýverið var undirrituð viljayfirlýsing um viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Markmið þeirra er samkomulag um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Stefnt er að sjálfbæru, kolefnishlutlausu borgarsamfélagi og öflugri almenningssamgöngum í takt við loftslagsáætlun stjórnvalda og áherslur sveitarfélaga. Viljayfirlýsingin er í samræmi við svæðisskipulagið um uppbyggingu stofnvega og Borgarlínu. Með þessu er verið að stíga fyrsta skrefið í að bíllaus lífsstíll verði raunverulegur valkostur og að stofnvegir beri þá umferð sem þar fer um.Hagsmunir fárra eða samfélagsins í heild? Svæðisskipulagið krefst breyttrar hugsunar íbúa sveitarfélaganna svo og stjórnsýslunnar. Mörg álitamál hafa komið upp í skipulagsferli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Mál enda í kæru, oftast vegna útsýnisskerðingar eða of þéttrar og/eða hárrar byggðar. Við þéttingu byggðar er ekki einungis verið að horfa til fjölgunar íbúða heldur einnig til að þjónusta, verslun og atvinna byggist upp í nærumhverfinu. Vilji sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar svæðisskipulagið er mjög skýr. Hagsmunir heildarinnar eru í fyrirrúmi. Alþingi þarf að skoða hvort endurskoða þurfi skipulagslög og reglugerðir til einföldunar og skjótari afgreiðslu í kerfinu. Lög um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og fullgildingu Árósasamningsins þyrfti að endurskoða. Í umsögnum fjölda samtaka úr atvinnulífinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga kom fram gagnrýni á að lögin gengu mun lengra en krafist er í samningnum sjálfum svo og í heimildum til kæru en tíðkast á Norðurlöndum. Allir sem koma að gerð skipulagsmála vilja ná sem bestri sátt hverju sinni en það eru alltaf einhverjir sem telja vegið að eigin hagsmunum. Svæðisskipulagið horfir til hagsmuna heildarinnar og það gerum við einnig sem vinnum að skipulagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Með samþykkt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var mótuð stefna til ársins 2040, ekki bara í skipulagsmálum heldur einnig í samgöngumálum með það að markmiði að stoppa útþenslu byggðar, auka hlutdeild almennings í almenningssamgöngum og bæta lífsgæði okkar allra sem búum á svæðinu svo og þeirra sem sækja okkur heim.Þétting byggðar Í Hafnarfirði hófst þétting byggðar með uppbyggingu á Norðurbakka, Skipalóni og Lækjargötu. Á þessum stöðum voru frystihús, olíutankar, iðnaður og önnur starfssemi. Nú er nýsamþykkt rammaskipulag fyrir Hraun vestur, nýsamþykkt er deiliskipulag fyrir Dvergsreitinn, búið er að samþykkja að hefja vinnu við rammaskipulag Flensborgar- og Óseyrarsvæðis ásamt því að verið er að skoða einstaka reiti fyrir smærri einingar. Samhliða þéttingu þurfa sveitarfélög jafnframt að geta boðið upp á lóðir í útjöðrum byggðaÁvinningur samfélagsins Uppbygging á þegar skipulögðum og byggðum svæðum er ólík uppbyggingu á nýjum svæðum. Svæðisskipulagið gerir ráð fyrir að mikil uppbygging eigi sér stað næst legu Borgarlínu sem liggur í flestum tilfellum um þegar byggð svæði. Eldri byggingar þurfa í einhverjum tilfellum að víkja og auka þarf byggingarmagn umtalsvert á mörgum stöðum. Ávinningur samfélagsins er umtalsverður í nýtingu innviða s.s. gatna- og lagnakerfis, forsenda skapast fyrir góðar, skilvirkar almenningssamgöngur og sjálfbærni eykst. Við sem ferðumst erlendis sjáum þessi hverfi iðandi af mannlífi með skilvirkum almenningssamgöngum.Samgöngur Nýverið var undirrituð viljayfirlýsing um viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Markmið þeirra er samkomulag um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Stefnt er að sjálfbæru, kolefnishlutlausu borgarsamfélagi og öflugri almenningssamgöngum í takt við loftslagsáætlun stjórnvalda og áherslur sveitarfélaga. Viljayfirlýsingin er í samræmi við svæðisskipulagið um uppbyggingu stofnvega og Borgarlínu. Með þessu er verið að stíga fyrsta skrefið í að bíllaus lífsstíll verði raunverulegur valkostur og að stofnvegir beri þá umferð sem þar fer um.Hagsmunir fárra eða samfélagsins í heild? Svæðisskipulagið krefst breyttrar hugsunar íbúa sveitarfélaganna svo og stjórnsýslunnar. Mörg álitamál hafa komið upp í skipulagsferli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Mál enda í kæru, oftast vegna útsýnisskerðingar eða of þéttrar og/eða hárrar byggðar. Við þéttingu byggðar er ekki einungis verið að horfa til fjölgunar íbúða heldur einnig til að þjónusta, verslun og atvinna byggist upp í nærumhverfinu. Vilji sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar svæðisskipulagið er mjög skýr. Hagsmunir heildarinnar eru í fyrirrúmi. Alþingi þarf að skoða hvort endurskoða þurfi skipulagslög og reglugerðir til einföldunar og skjótari afgreiðslu í kerfinu. Lög um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og fullgildingu Árósasamningsins þyrfti að endurskoða. Í umsögnum fjölda samtaka úr atvinnulífinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga kom fram gagnrýni á að lögin gengu mun lengra en krafist er í samningnum sjálfum svo og í heimildum til kæru en tíðkast á Norðurlöndum. Allir sem koma að gerð skipulagsmála vilja ná sem bestri sátt hverju sinni en það eru alltaf einhverjir sem telja vegið að eigin hagsmunum. Svæðisskipulagið horfir til hagsmuna heildarinnar og það gerum við einnig sem vinnum að skipulagsmálum.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun