Humarsúpa með asísku tvisti Sólveig Gísladóttir skrifar 16. desember 2018 09:00 Rúnar þróaði uppskriftina að humarsúpunni sjálfur og setti á hana smá asískt tvist. Mynd/Sigtryggur Ari Í hádeginu á jóladag bjóða Rúnar Már Jónatansson og eiginkona hans, María Níelsdóttir, öllum afkomendum sínum í dýrindis súpur og hnallþórur. „Við erum samsett fjölskylda eins og svo margar og því ekki endilega allir hjá okkur á aðfangadag. Við reynum því að ná öllum saman í hádeginu á jóladag eða annan dag jóla, fjórum dætrum, tengdasonum og barnabörnum, og höfum þá létta máltíð. Við byrjuðum á að hafa humarsúpu og er það orðin hefð en síðan varð hluti af fjölskyldunni vegan og þá bættist við gulrótasúpan. Í viðbót er boðið upp á brauð og alls kyns meðlæti og svo enda herlegheitin með hnallþórum,“ segir Rúnar. Hann hefur haft mikinn áhuga á matreiðslu frá því hann flutti að heiman. „Mér finnst lífið of stutt til að borða vondan mat. Skemmtilegast er að elda fínan mat, eins og góða nautalund og fisk, svo er ég sósukall og elda villibráð fyrir vini mína á hverju ári,“ segir Rúnar sem fer ekki endilega eftir uppskriftum. „Ég gúgla oft áður en ég prófa eitthvað nýtt og impróvísera út frá því.“ Humarsúpa Rúnars er ávallt vinsæl. Rúnari finnst afar mikilvægt að ná allri fjölskyldunni saman um jólin. „Oft höfum við líka spilakvöld og auðvitað pakkaopnun og höfum farið í gönguferðir og bæjarrölt.“ Rúnar þróaði uppskriftina að humarsúpunni sjálfur. Hann setti smá asískt tvist á hana og hefur í henni rjómaost . Uppskriftina að gulrótasúpunni fékk hann á vefsíðunni Eldhússögum en bætti við grænmetisteningi og smá sojasósu. Humarsúpa Rúnars Fyrir ca. 6 manns500-800 g humar í skel Takið humarinn úr skelinni og hreinsið görnina burtGrunnur: Saxið niður og steikið létt í olíu: 1 laukur4 hvítlauksrif1 chili-piparHumarskelin3 tsk. rautt curry paste2 msk. fljótandi humarkraftur Bætið síðan 1,5 lítrum af vatni og látið sjóða niður í um 2 tíma við vægan hita. Sigta þetta að lokum og geyma fyrir súpugerðina. Þá steiki ég aftur einn lauk og 3 hvítlauksrif og smá engiferrót. Bæti út í það 1 dós af hökkuðum tómötum. Síðan bræði ég um 300-400 g af rjómaosti út í. Þá kemur soðgrunnurinn úr fyrri hlutanum sem er kannski rúmlega hálfur lítri og um hálfur lítri af vatni til viðbótar. Og svo hálfur lítri af rjóma í restina og látið sjóða. Svo smakkar maður til, bætir við salti og pipar ef þörf er á, jafnvel meiri humarkrafti. Svo er smekksatriði hvernig menn elda humarinn, sumir vilja hann hráan út á diskinn, stundum steiki ég hann í hvítlaukssmjöri í hálfa mínútu eða svo og set hann svo á diskana, eða set hann hráan í pottinn rétt áður en borið er fram … Borið fram með rjómaslettu og dassi af steinselju ásamt góðu brauði. Gulrótasúpuna eldar Rúnar fyrir veganista fjölskyldunnar. Taílensk gulrótasúpa Uppskrift fyrir ca. 3-4:500 g gulrætur1 gulur laukur3 hvítlauksrif1 rautt chili2 cm ferskt engifer400 ml kókosmjólk (1 dós)1 grænmetisteningur6 dl vatnSalt & piparSmá sojasósaOlía til steikingarFerskt kóríander (má sleppa) Gulrætur flysjaðar og skornar í um 1 cm sneiðar. Laukur og hvítlaukur saxaður fínt. Chili fræhreinsað og saxað smátt. Olía sett í pott og laukur, hvítlaukur og chili steikt þar til laukurinn verður mjúkur og glær. Þá er gulrótum bætt út í ásamt vatninu. Suðan látin koma upp og súpan látin malla þar til gulræturnar verða mjúkar. Potturinn tekinn af hellunni og súpan maukuð (auðveldast með töfrasprota beint í pottinn). Þá er kókosmjólk bætt út í ásamt engifer sem er rifinn með rifjárni. Súpan látin ná suðu og malla í dálitla stund, kryddað vel með salti og pipar. Gott er að bera súpuna fram með grófsöxuðum kóríander. Birtist í Fréttablaðinu Humar Jólamatur Sjávarréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Margar hættur fyrir dýrin um jólin Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Í hádeginu á jóladag bjóða Rúnar Már Jónatansson og eiginkona hans, María Níelsdóttir, öllum afkomendum sínum í dýrindis súpur og hnallþórur. „Við erum samsett fjölskylda eins og svo margar og því ekki endilega allir hjá okkur á aðfangadag. Við reynum því að ná öllum saman í hádeginu á jóladag eða annan dag jóla, fjórum dætrum, tengdasonum og barnabörnum, og höfum þá létta máltíð. Við byrjuðum á að hafa humarsúpu og er það orðin hefð en síðan varð hluti af fjölskyldunni vegan og þá bættist við gulrótasúpan. Í viðbót er boðið upp á brauð og alls kyns meðlæti og svo enda herlegheitin með hnallþórum,“ segir Rúnar. Hann hefur haft mikinn áhuga á matreiðslu frá því hann flutti að heiman. „Mér finnst lífið of stutt til að borða vondan mat. Skemmtilegast er að elda fínan mat, eins og góða nautalund og fisk, svo er ég sósukall og elda villibráð fyrir vini mína á hverju ári,“ segir Rúnar sem fer ekki endilega eftir uppskriftum. „Ég gúgla oft áður en ég prófa eitthvað nýtt og impróvísera út frá því.“ Humarsúpa Rúnars er ávallt vinsæl. Rúnari finnst afar mikilvægt að ná allri fjölskyldunni saman um jólin. „Oft höfum við líka spilakvöld og auðvitað pakkaopnun og höfum farið í gönguferðir og bæjarrölt.“ Rúnar þróaði uppskriftina að humarsúpunni sjálfur. Hann setti smá asískt tvist á hana og hefur í henni rjómaost . Uppskriftina að gulrótasúpunni fékk hann á vefsíðunni Eldhússögum en bætti við grænmetisteningi og smá sojasósu. Humarsúpa Rúnars Fyrir ca. 6 manns500-800 g humar í skel Takið humarinn úr skelinni og hreinsið görnina burtGrunnur: Saxið niður og steikið létt í olíu: 1 laukur4 hvítlauksrif1 chili-piparHumarskelin3 tsk. rautt curry paste2 msk. fljótandi humarkraftur Bætið síðan 1,5 lítrum af vatni og látið sjóða niður í um 2 tíma við vægan hita. Sigta þetta að lokum og geyma fyrir súpugerðina. Þá steiki ég aftur einn lauk og 3 hvítlauksrif og smá engiferrót. Bæti út í það 1 dós af hökkuðum tómötum. Síðan bræði ég um 300-400 g af rjómaosti út í. Þá kemur soðgrunnurinn úr fyrri hlutanum sem er kannski rúmlega hálfur lítri og um hálfur lítri af vatni til viðbótar. Og svo hálfur lítri af rjóma í restina og látið sjóða. Svo smakkar maður til, bætir við salti og pipar ef þörf er á, jafnvel meiri humarkrafti. Svo er smekksatriði hvernig menn elda humarinn, sumir vilja hann hráan út á diskinn, stundum steiki ég hann í hvítlaukssmjöri í hálfa mínútu eða svo og set hann svo á diskana, eða set hann hráan í pottinn rétt áður en borið er fram … Borið fram með rjómaslettu og dassi af steinselju ásamt góðu brauði. Gulrótasúpuna eldar Rúnar fyrir veganista fjölskyldunnar. Taílensk gulrótasúpa Uppskrift fyrir ca. 3-4:500 g gulrætur1 gulur laukur3 hvítlauksrif1 rautt chili2 cm ferskt engifer400 ml kókosmjólk (1 dós)1 grænmetisteningur6 dl vatnSalt & piparSmá sojasósaOlía til steikingarFerskt kóríander (má sleppa) Gulrætur flysjaðar og skornar í um 1 cm sneiðar. Laukur og hvítlaukur saxaður fínt. Chili fræhreinsað og saxað smátt. Olía sett í pott og laukur, hvítlaukur og chili steikt þar til laukurinn verður mjúkur og glær. Þá er gulrótum bætt út í ásamt vatninu. Suðan látin koma upp og súpan látin malla þar til gulræturnar verða mjúkar. Potturinn tekinn af hellunni og súpan maukuð (auðveldast með töfrasprota beint í pottinn). Þá er kókosmjólk bætt út í ásamt engifer sem er rifinn með rifjárni. Súpan látin ná suðu og malla í dálitla stund, kryddað vel með salti og pipar. Gott er að bera súpuna fram með grófsöxuðum kóríander.
Birtist í Fréttablaðinu Humar Jólamatur Sjávarréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Margar hættur fyrir dýrin um jólin Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira