Telja að sum fórnarlömb kjarreldanna finnist aldrei Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2018 12:01 Hitinn sem myndaðist í kjarreldinum sem fór yfir Paradís var svo mikill að lík gætu hafa brunnið upp til agna þannig að ómögulegt verður að finna þau. Vísir/EPA Um þúsund manns er enn saknað eftir kjarreldana miklu í bænum Paradís í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Leitarfólk óttast að lík sumra þeirra sem fórust muni aldrei finnast vegna þess þess hversu ákafur eldurinn var. Lík 77 manns höfðu fundist í gærkvöldi. Paradís varð verst úti í Camp-kjarreldinum sem stækkaði á ógnarhraða fyrr í þessum mánuði. Eyðileggingin af völdum eldsins er talin sú mesta í sögu Kaliforníu. Á ellefta þúsund íbúðarhúsa urðu eldinum að bráð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Leitarhópar freista þess enn að finna líkamsleifar fólks sem er saknað. Eldurinn var hins vegar svo heitur að mögulegt er talið að lík hafi brunnið upp til agna. „Ef eldurinn varði nógu lengi og brann nógu heitt gætu beinin að minnsta kosti hafa brotnað svo smátt niður að við kæmum ekki auga á þau og það er mögulega að ekki einu sinni hundarnir gætu greint þau,“ segir Trish Moutard, einn sjálfboðaliðanna sem hefur leitað að fólki í brunarústunum. Upphaflega fór listi þeirra sem var saknað upp í um tvö þúsund manns. Þekkt er að slíkt gerist í kjölfar hamfara þegar ættingum og vinum tekst ekki að ná sambandi við fólk á hamfarasvæðum þegar fjarskipti eru stopul eða liggja niðri. Yfirvöld hafa því hvatt íbúa til þess að fara yfir lista þeirra sem er saknað svo hægt sé að fjarlægja þá sem vitað er að eru á lífi. Lík margra þeirra sem fórust fundust í eða við bíla á einu flóttaleiðinni út úr fjallabænum Paradís. Eldurinn er sagður hafa farið svo hratt yfir að fólk sem reyndi að komast undan á bílum en sat fast í umferð hafi þurft að yfirgefa þá og forða sér á hlaupum.Vandinn hefur ágerst með loftslagsbreytingum Hætta er á skógareldum í Kaliforníu á haustin þegar árstíðarbundnir vindar, svonefndir Santa Ana-vindar, bera heitt og þurrt loft frá eyðimörkunum austan við Kaliforníu yfir ríkið sunnanvert. Sérfræðingar segja að áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna hafi magnað eldhættuna með því að auka enn á þurrkinn og hitann. Fimm síðustu ár eru þau hlýjustu í Kaliforníu frá því að mælingar hófust. Í Paradís hefur úrkoman aðeins numið 25 millímetrum frá því í maí. Þrátt fyrir það sagði Donald Trump forseti að eldarnir hefðu ekki breytt hugmyndum sínum um loftslagsbreytingar þegar hann heimsótti hamfarasvæðin um helgina. Forsetinn hefur líkt og fleiri repúblikanar afneita vísindalegri þekkingu á eðli og orsökum loftslagsbreytinga. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Um þúsund manns er enn saknað eftir kjarreldana miklu í bænum Paradís í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Leitarfólk óttast að lík sumra þeirra sem fórust muni aldrei finnast vegna þess þess hversu ákafur eldurinn var. Lík 77 manns höfðu fundist í gærkvöldi. Paradís varð verst úti í Camp-kjarreldinum sem stækkaði á ógnarhraða fyrr í þessum mánuði. Eyðileggingin af völdum eldsins er talin sú mesta í sögu Kaliforníu. Á ellefta þúsund íbúðarhúsa urðu eldinum að bráð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Leitarhópar freista þess enn að finna líkamsleifar fólks sem er saknað. Eldurinn var hins vegar svo heitur að mögulegt er talið að lík hafi brunnið upp til agna. „Ef eldurinn varði nógu lengi og brann nógu heitt gætu beinin að minnsta kosti hafa brotnað svo smátt niður að við kæmum ekki auga á þau og það er mögulega að ekki einu sinni hundarnir gætu greint þau,“ segir Trish Moutard, einn sjálfboðaliðanna sem hefur leitað að fólki í brunarústunum. Upphaflega fór listi þeirra sem var saknað upp í um tvö þúsund manns. Þekkt er að slíkt gerist í kjölfar hamfara þegar ættingum og vinum tekst ekki að ná sambandi við fólk á hamfarasvæðum þegar fjarskipti eru stopul eða liggja niðri. Yfirvöld hafa því hvatt íbúa til þess að fara yfir lista þeirra sem er saknað svo hægt sé að fjarlægja þá sem vitað er að eru á lífi. Lík margra þeirra sem fórust fundust í eða við bíla á einu flóttaleiðinni út úr fjallabænum Paradís. Eldurinn er sagður hafa farið svo hratt yfir að fólk sem reyndi að komast undan á bílum en sat fast í umferð hafi þurft að yfirgefa þá og forða sér á hlaupum.Vandinn hefur ágerst með loftslagsbreytingum Hætta er á skógareldum í Kaliforníu á haustin þegar árstíðarbundnir vindar, svonefndir Santa Ana-vindar, bera heitt og þurrt loft frá eyðimörkunum austan við Kaliforníu yfir ríkið sunnanvert. Sérfræðingar segja að áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna hafi magnað eldhættuna með því að auka enn á þurrkinn og hitann. Fimm síðustu ár eru þau hlýjustu í Kaliforníu frá því að mælingar hófust. Í Paradís hefur úrkoman aðeins numið 25 millímetrum frá því í maí. Þrátt fyrir það sagði Donald Trump forseti að eldarnir hefðu ekki breytt hugmyndum sínum um loftslagsbreytingar þegar hann heimsótti hamfarasvæðin um helgina. Forsetinn hefur líkt og fleiri repúblikanar afneita vísindalegri þekkingu á eðli og orsökum loftslagsbreytinga.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05
Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45
Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30
Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27
Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00