Sport

Fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna orðuð við þjálfarastarf í NFL-deildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rice er hér með Al Michaels, NFL-lýsara hjá NBC.
Rice er hér með Al Michaels, NFL-lýsara hjá NBC. vísir/getty
Ein furðulegasta frétt úr NFL-deildinni lengi kom í gær er Condoleezza Rice, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var orðuð við þjálfarastarfið hjá Cleveland Browns.

Kona hefur aldrei komið til greina í aðalþjálfarastarf í NFL-deildinni en konur hafa verið að fá aðstoðarþjálfarastöður síðustu ár. Þó hefur ekki verið mikið um það.

Rice hefur alla tíð verið stuðningsmaður Browns og þekkir eiganda félagsins, Jimmy Haslam. Hún hefur þó enga þjálfarareynslu og erfitt að segja af hverju þessi furðufrétt skaut upp kollinum.





Rice nýtti tækifærið í gær til þess að hvetja liðin í deildinni til þess að ráða fleiri konur til starfa. Hún segist ekki vera til í að þjálfa en væri alveg til í að ákveða eitt og eitt kerfi fyrir sitt lið ef á þarf að halda.

Hennar menn í Browns segjast vera opnir fyrir því að ráða konur en engin kona hefur þó nægilega reynslu til þess að fá aðalþjálfarastarf í dag. Rice vonast til þess að það breytist næstu árin.

NFL

Tengdar fréttir

Stærsta tap meistara frá upphafi

Það er ekkert lát á ótrúlegu gengi New Orleans Saints í NFL-deildinni en liðið labbaði yfir meistara Philadelphia Eagles í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×