Rétta lesefnið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Oft er nauðsynlegt að berjast fyrir því sem manni er kært þannig að það eyðist ekki og hverfi. Þannig þurfa Íslendingar að standa vörð um íslenska tungu, vernda hana og hlúa að henni svo áfram þyki sjálfsagt að tjá sig á íslensku. Þar hafa allir skyldur. Ekki hafa margir rækt þessa skyldu sína af jafn miklum krafti og elju og Eiríkur Rögnvaldsson prófessor sem nýlega hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu fyrir hið mikilvæga framtak sitt. Í áratugi hefur hann verið óþreytandi við að benda á hætturnar sem steðja að tungumálinu meðal annars vegna áhrifa frá ensku sem er víða ráðandi, ekki síst í tölvu- og tækniheimum. Það er ekki eins og orð Eiríks hafi fallið í grýtta jörð, á hann hefur verið hlustað og mark á honum tekið – þótt hér eigi það við, eins og svo oft áður, að ráðamenn hefðu átt að bregðast við mun fyrr. Barátta Eiríks á stóran þátt í því að mikilvægum áfanga hefur verið náð með samþykkt áætlunar um nýja máltækni til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi. Ef á að viðhalda íslenskunni þarf að halda að æsku landsins efni á þessu fallega máli okkar. Í viðtali hér í Fréttablaðinu sagði Eiríkur að það kæmi ekki í hlut fagurbókmennta að halda íslenskunni lifandi. Þetta er skemmtilega óelítulegt viðhorf og hressilegt, um leið og það einkennist af skynsemi og raunsæju mati. Eins og Eiríkur benti svo réttilega á í þessu sama viðtali verður efni að höfða til barna eigi að fá þau til að lesa. Víst er að höfði efni til barna eru þau tilbúin að leggja þó nokkuð á sig við lesturinn. Ár hvert svolgruðu börn og unglingar þessa lands í sig mörg hundruð blaðsíður af Harry Potter og fengu aldrei nóg. Í gamla daga höfðu íslensk börn slíkt dálæti á íbúum Andabæjar að þau lögðu það á sig að lesa textann í dönsku Andrésblöðunum, og það af mun meiri áhuga og gleði en þau sýndu síðar á skólabekk þegar þeim var gert skylt að læra dönskuna. Börn og unglingar laðast að skemmtilegu og spennandi efni. Á degi íslenskrar tungu, síðastliðinn föstudag, kynnti verslunin Nexus nýja útgáfu á myndasögum á íslensku um sjálfan Batman. Þýðandinn Haraldur Hrafn Guðmundsson er á þeirri skoðun að ástæða þess að yndislestri barna og unglinga hafi hrakað sé að ekki er nægilegt framboð á skemmtilegu lesefni fyrir þau. Hann leggur sitt af mörkum til að bæta úr því. Mögulegt er að Batman komi til bjargar, hann ætti allavega að hafa alla burði til þess, hafandi heillað umheiminn í áratugi. Æska landsins á sína uppáhaldsrithöfunda eins og sést á vikulegum metsölulista Eymundsson vikurnar fyrir jól. Í síðustu viku voru tvær barnabækur í hópi tíu vinsælustu bóka landsins, Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson sem hefur einstakt lag á því að laða börn að bókum og Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem á stóran aðdáendahóp meðal barna. Rétta lesefnið er þarna greinilega og því ber að halda að æsku landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Oft er nauðsynlegt að berjast fyrir því sem manni er kært þannig að það eyðist ekki og hverfi. Þannig þurfa Íslendingar að standa vörð um íslenska tungu, vernda hana og hlúa að henni svo áfram þyki sjálfsagt að tjá sig á íslensku. Þar hafa allir skyldur. Ekki hafa margir rækt þessa skyldu sína af jafn miklum krafti og elju og Eiríkur Rögnvaldsson prófessor sem nýlega hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu fyrir hið mikilvæga framtak sitt. Í áratugi hefur hann verið óþreytandi við að benda á hætturnar sem steðja að tungumálinu meðal annars vegna áhrifa frá ensku sem er víða ráðandi, ekki síst í tölvu- og tækniheimum. Það er ekki eins og orð Eiríks hafi fallið í grýtta jörð, á hann hefur verið hlustað og mark á honum tekið – þótt hér eigi það við, eins og svo oft áður, að ráðamenn hefðu átt að bregðast við mun fyrr. Barátta Eiríks á stóran þátt í því að mikilvægum áfanga hefur verið náð með samþykkt áætlunar um nýja máltækni til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi. Ef á að viðhalda íslenskunni þarf að halda að æsku landsins efni á þessu fallega máli okkar. Í viðtali hér í Fréttablaðinu sagði Eiríkur að það kæmi ekki í hlut fagurbókmennta að halda íslenskunni lifandi. Þetta er skemmtilega óelítulegt viðhorf og hressilegt, um leið og það einkennist af skynsemi og raunsæju mati. Eins og Eiríkur benti svo réttilega á í þessu sama viðtali verður efni að höfða til barna eigi að fá þau til að lesa. Víst er að höfði efni til barna eru þau tilbúin að leggja þó nokkuð á sig við lesturinn. Ár hvert svolgruðu börn og unglingar þessa lands í sig mörg hundruð blaðsíður af Harry Potter og fengu aldrei nóg. Í gamla daga höfðu íslensk börn slíkt dálæti á íbúum Andabæjar að þau lögðu það á sig að lesa textann í dönsku Andrésblöðunum, og það af mun meiri áhuga og gleði en þau sýndu síðar á skólabekk þegar þeim var gert skylt að læra dönskuna. Börn og unglingar laðast að skemmtilegu og spennandi efni. Á degi íslenskrar tungu, síðastliðinn föstudag, kynnti verslunin Nexus nýja útgáfu á myndasögum á íslensku um sjálfan Batman. Þýðandinn Haraldur Hrafn Guðmundsson er á þeirri skoðun að ástæða þess að yndislestri barna og unglinga hafi hrakað sé að ekki er nægilegt framboð á skemmtilegu lesefni fyrir þau. Hann leggur sitt af mörkum til að bæta úr því. Mögulegt er að Batman komi til bjargar, hann ætti allavega að hafa alla burði til þess, hafandi heillað umheiminn í áratugi. Æska landsins á sína uppáhaldsrithöfunda eins og sést á vikulegum metsölulista Eymundsson vikurnar fyrir jól. Í síðustu viku voru tvær barnabækur í hópi tíu vinsælustu bóka landsins, Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson sem hefur einstakt lag á því að laða börn að bókum og Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem á stóran aðdáendahóp meðal barna. Rétta lesefnið er þarna greinilega og því ber að halda að æsku landsins.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun