Rétta lesefnið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Oft er nauðsynlegt að berjast fyrir því sem manni er kært þannig að það eyðist ekki og hverfi. Þannig þurfa Íslendingar að standa vörð um íslenska tungu, vernda hana og hlúa að henni svo áfram þyki sjálfsagt að tjá sig á íslensku. Þar hafa allir skyldur. Ekki hafa margir rækt þessa skyldu sína af jafn miklum krafti og elju og Eiríkur Rögnvaldsson prófessor sem nýlega hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu fyrir hið mikilvæga framtak sitt. Í áratugi hefur hann verið óþreytandi við að benda á hætturnar sem steðja að tungumálinu meðal annars vegna áhrifa frá ensku sem er víða ráðandi, ekki síst í tölvu- og tækniheimum. Það er ekki eins og orð Eiríks hafi fallið í grýtta jörð, á hann hefur verið hlustað og mark á honum tekið – þótt hér eigi það við, eins og svo oft áður, að ráðamenn hefðu átt að bregðast við mun fyrr. Barátta Eiríks á stóran þátt í því að mikilvægum áfanga hefur verið náð með samþykkt áætlunar um nýja máltækni til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi. Ef á að viðhalda íslenskunni þarf að halda að æsku landsins efni á þessu fallega máli okkar. Í viðtali hér í Fréttablaðinu sagði Eiríkur að það kæmi ekki í hlut fagurbókmennta að halda íslenskunni lifandi. Þetta er skemmtilega óelítulegt viðhorf og hressilegt, um leið og það einkennist af skynsemi og raunsæju mati. Eins og Eiríkur benti svo réttilega á í þessu sama viðtali verður efni að höfða til barna eigi að fá þau til að lesa. Víst er að höfði efni til barna eru þau tilbúin að leggja þó nokkuð á sig við lesturinn. Ár hvert svolgruðu börn og unglingar þessa lands í sig mörg hundruð blaðsíður af Harry Potter og fengu aldrei nóg. Í gamla daga höfðu íslensk börn slíkt dálæti á íbúum Andabæjar að þau lögðu það á sig að lesa textann í dönsku Andrésblöðunum, og það af mun meiri áhuga og gleði en þau sýndu síðar á skólabekk þegar þeim var gert skylt að læra dönskuna. Börn og unglingar laðast að skemmtilegu og spennandi efni. Á degi íslenskrar tungu, síðastliðinn föstudag, kynnti verslunin Nexus nýja útgáfu á myndasögum á íslensku um sjálfan Batman. Þýðandinn Haraldur Hrafn Guðmundsson er á þeirri skoðun að ástæða þess að yndislestri barna og unglinga hafi hrakað sé að ekki er nægilegt framboð á skemmtilegu lesefni fyrir þau. Hann leggur sitt af mörkum til að bæta úr því. Mögulegt er að Batman komi til bjargar, hann ætti allavega að hafa alla burði til þess, hafandi heillað umheiminn í áratugi. Æska landsins á sína uppáhaldsrithöfunda eins og sést á vikulegum metsölulista Eymundsson vikurnar fyrir jól. Í síðustu viku voru tvær barnabækur í hópi tíu vinsælustu bóka landsins, Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson sem hefur einstakt lag á því að laða börn að bókum og Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem á stóran aðdáendahóp meðal barna. Rétta lesefnið er þarna greinilega og því ber að halda að æsku landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Oft er nauðsynlegt að berjast fyrir því sem manni er kært þannig að það eyðist ekki og hverfi. Þannig þurfa Íslendingar að standa vörð um íslenska tungu, vernda hana og hlúa að henni svo áfram þyki sjálfsagt að tjá sig á íslensku. Þar hafa allir skyldur. Ekki hafa margir rækt þessa skyldu sína af jafn miklum krafti og elju og Eiríkur Rögnvaldsson prófessor sem nýlega hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu fyrir hið mikilvæga framtak sitt. Í áratugi hefur hann verið óþreytandi við að benda á hætturnar sem steðja að tungumálinu meðal annars vegna áhrifa frá ensku sem er víða ráðandi, ekki síst í tölvu- og tækniheimum. Það er ekki eins og orð Eiríks hafi fallið í grýtta jörð, á hann hefur verið hlustað og mark á honum tekið – þótt hér eigi það við, eins og svo oft áður, að ráðamenn hefðu átt að bregðast við mun fyrr. Barátta Eiríks á stóran þátt í því að mikilvægum áfanga hefur verið náð með samþykkt áætlunar um nýja máltækni til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi. Ef á að viðhalda íslenskunni þarf að halda að æsku landsins efni á þessu fallega máli okkar. Í viðtali hér í Fréttablaðinu sagði Eiríkur að það kæmi ekki í hlut fagurbókmennta að halda íslenskunni lifandi. Þetta er skemmtilega óelítulegt viðhorf og hressilegt, um leið og það einkennist af skynsemi og raunsæju mati. Eins og Eiríkur benti svo réttilega á í þessu sama viðtali verður efni að höfða til barna eigi að fá þau til að lesa. Víst er að höfði efni til barna eru þau tilbúin að leggja þó nokkuð á sig við lesturinn. Ár hvert svolgruðu börn og unglingar þessa lands í sig mörg hundruð blaðsíður af Harry Potter og fengu aldrei nóg. Í gamla daga höfðu íslensk börn slíkt dálæti á íbúum Andabæjar að þau lögðu það á sig að lesa textann í dönsku Andrésblöðunum, og það af mun meiri áhuga og gleði en þau sýndu síðar á skólabekk þegar þeim var gert skylt að læra dönskuna. Börn og unglingar laðast að skemmtilegu og spennandi efni. Á degi íslenskrar tungu, síðastliðinn föstudag, kynnti verslunin Nexus nýja útgáfu á myndasögum á íslensku um sjálfan Batman. Þýðandinn Haraldur Hrafn Guðmundsson er á þeirri skoðun að ástæða þess að yndislestri barna og unglinga hafi hrakað sé að ekki er nægilegt framboð á skemmtilegu lesefni fyrir þau. Hann leggur sitt af mörkum til að bæta úr því. Mögulegt er að Batman komi til bjargar, hann ætti allavega að hafa alla burði til þess, hafandi heillað umheiminn í áratugi. Æska landsins á sína uppáhaldsrithöfunda eins og sést á vikulegum metsölulista Eymundsson vikurnar fyrir jól. Í síðustu viku voru tvær barnabækur í hópi tíu vinsælustu bóka landsins, Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson sem hefur einstakt lag á því að laða börn að bókum og Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem á stóran aðdáendahóp meðal barna. Rétta lesefnið er þarna greinilega og því ber að halda að æsku landsins.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun