Trump í hart við aðmírál sem stýrði aðgerðinni gegn bin Laden Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2018 22:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem hann gagnrýndi fyrverandi aðmírálinn William H. McRaven í viðtali í dag og gaf í skyn að hann hefði átt að vera fljótari að finna Osama bin Laden, hafa vakið mikil viðbrögð og hefur forsetinn enn einu sinni verið sakaður um vanvirðingu gagnvart hermönnum. McRaven hefur ítrekað gagnrýnt Trump og þá meðal annars í grein í Washington Post í sumar. Meðal þess sem McRaven hefur gagnrýnt Trump fyrir er hegðun hans og skortur á leiðtogahæfileikum. Hann hefur sagt Trump hafa smánað Bandaríkin og valdið auknum deilum meðal þjóðarinnar. Þá sagði hann nýverið að það hvernig Trump ræddi um fjölmiðla væri gífurleg ógn við lýðræði Bandaríkjanna.McRaven var yfir flokki sérsveitarmanna, svokallaðra Navy SEALS, sem felldu bin Laden í Pakistan árið 2011. Trump var í viðtali við Fox sem birt var í dag og þar var hann spurður út í gagnrýni McRaven. Hann sagði að McRaven væri aðdáandi Hillary Clinton og hefði stutt Barack Obama. Þá gaf hann í skyn að hann hefði átt að finna bin Laden fyrr. „Hefði það ekki verið indælt ef við hefðum náð Osama bin Laden mun fyrr, hefði það ekki verið indælt?“ sagði Trump. Sérsveitarmennirnir og McRaven komu þó ekki að því að finna bin Laden. Það var hlutverk leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA.Trump on retired Navy SEAL Adm. Bill McRaven, who has called the president's attacks on the press "the greatest threat to democracy." "He's a Hillary Clinton backer and an Obama backer. And frankly, wouldn't it have been nice if we got Osama bin Laden a lot sooner than that?" pic.twitter.com/tXsZHjJzaA — Axios (@axios) November 18, 2018 Það er vert að taka fram að McRaven lýsti aldrei yfir stuðningi við Hillary Clinton og fjölmargir sem hafa komið honum til varnar segja hann sjaldan sem aldrei hafa tjáð sig opinberlega um stjórnmál. Í yfirlýsingu til CNN segir McRaven að hann hafi ekki stutt Clinton né annan stjórnmálamann. Þá segist hann vera aðdáandi Barack Obama og George W. Bush. Hann hafi unnið fyrir þá báða. McRaven segir einnig að hann dái alla forseta sem haldi uppi heiðri embættisins og noti það til að sameina þjóðina á erfiðum tímum. Hann segir enn fremur að hann standi við ummæli sín um að viðhorf Trump gagnvart fjölmiðlum sé ógn við lýðræðið. „Þegar þú grefur undan rétti fólks til frjálsra fjölmiðla og málfrelsis, ertu að ógna stjórnarskránni og öllu því sem hún stendur fyrir.“Via @jaketapper, Ret. Admiral William McRaven's response to Trump: "I stand by my comment that the President's attack on the media is the greatest threat to our democracy in my lifetime." pic.twitter.com/iubTvPEdwp — Brian Stelter (@brianstelter) November 18, 2018 Bandaríkin Donald Trump Pakistan Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem hann gagnrýndi fyrverandi aðmírálinn William H. McRaven í viðtali í dag og gaf í skyn að hann hefði átt að vera fljótari að finna Osama bin Laden, hafa vakið mikil viðbrögð og hefur forsetinn enn einu sinni verið sakaður um vanvirðingu gagnvart hermönnum. McRaven hefur ítrekað gagnrýnt Trump og þá meðal annars í grein í Washington Post í sumar. Meðal þess sem McRaven hefur gagnrýnt Trump fyrir er hegðun hans og skortur á leiðtogahæfileikum. Hann hefur sagt Trump hafa smánað Bandaríkin og valdið auknum deilum meðal þjóðarinnar. Þá sagði hann nýverið að það hvernig Trump ræddi um fjölmiðla væri gífurleg ógn við lýðræði Bandaríkjanna.McRaven var yfir flokki sérsveitarmanna, svokallaðra Navy SEALS, sem felldu bin Laden í Pakistan árið 2011. Trump var í viðtali við Fox sem birt var í dag og þar var hann spurður út í gagnrýni McRaven. Hann sagði að McRaven væri aðdáandi Hillary Clinton og hefði stutt Barack Obama. Þá gaf hann í skyn að hann hefði átt að finna bin Laden fyrr. „Hefði það ekki verið indælt ef við hefðum náð Osama bin Laden mun fyrr, hefði það ekki verið indælt?“ sagði Trump. Sérsveitarmennirnir og McRaven komu þó ekki að því að finna bin Laden. Það var hlutverk leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA.Trump on retired Navy SEAL Adm. Bill McRaven, who has called the president's attacks on the press "the greatest threat to democracy." "He's a Hillary Clinton backer and an Obama backer. And frankly, wouldn't it have been nice if we got Osama bin Laden a lot sooner than that?" pic.twitter.com/tXsZHjJzaA — Axios (@axios) November 18, 2018 Það er vert að taka fram að McRaven lýsti aldrei yfir stuðningi við Hillary Clinton og fjölmargir sem hafa komið honum til varnar segja hann sjaldan sem aldrei hafa tjáð sig opinberlega um stjórnmál. Í yfirlýsingu til CNN segir McRaven að hann hafi ekki stutt Clinton né annan stjórnmálamann. Þá segist hann vera aðdáandi Barack Obama og George W. Bush. Hann hafi unnið fyrir þá báða. McRaven segir einnig að hann dái alla forseta sem haldi uppi heiðri embættisins og noti það til að sameina þjóðina á erfiðum tímum. Hann segir enn fremur að hann standi við ummæli sín um að viðhorf Trump gagnvart fjölmiðlum sé ógn við lýðræðið. „Þegar þú grefur undan rétti fólks til frjálsra fjölmiðla og málfrelsis, ertu að ógna stjórnarskránni og öllu því sem hún stendur fyrir.“Via @jaketapper, Ret. Admiral William McRaven's response to Trump: "I stand by my comment that the President's attack on the media is the greatest threat to our democracy in my lifetime." pic.twitter.com/iubTvPEdwp — Brian Stelter (@brianstelter) November 18, 2018
Bandaríkin Donald Trump Pakistan Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira