Trump í hart við aðmírál sem stýrði aðgerðinni gegn bin Laden Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2018 22:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem hann gagnrýndi fyrverandi aðmírálinn William H. McRaven í viðtali í dag og gaf í skyn að hann hefði átt að vera fljótari að finna Osama bin Laden, hafa vakið mikil viðbrögð og hefur forsetinn enn einu sinni verið sakaður um vanvirðingu gagnvart hermönnum. McRaven hefur ítrekað gagnrýnt Trump og þá meðal annars í grein í Washington Post í sumar. Meðal þess sem McRaven hefur gagnrýnt Trump fyrir er hegðun hans og skortur á leiðtogahæfileikum. Hann hefur sagt Trump hafa smánað Bandaríkin og valdið auknum deilum meðal þjóðarinnar. Þá sagði hann nýverið að það hvernig Trump ræddi um fjölmiðla væri gífurleg ógn við lýðræði Bandaríkjanna.McRaven var yfir flokki sérsveitarmanna, svokallaðra Navy SEALS, sem felldu bin Laden í Pakistan árið 2011. Trump var í viðtali við Fox sem birt var í dag og þar var hann spurður út í gagnrýni McRaven. Hann sagði að McRaven væri aðdáandi Hillary Clinton og hefði stutt Barack Obama. Þá gaf hann í skyn að hann hefði átt að finna bin Laden fyrr. „Hefði það ekki verið indælt ef við hefðum náð Osama bin Laden mun fyrr, hefði það ekki verið indælt?“ sagði Trump. Sérsveitarmennirnir og McRaven komu þó ekki að því að finna bin Laden. Það var hlutverk leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA.Trump on retired Navy SEAL Adm. Bill McRaven, who has called the president's attacks on the press "the greatest threat to democracy." "He's a Hillary Clinton backer and an Obama backer. And frankly, wouldn't it have been nice if we got Osama bin Laden a lot sooner than that?" pic.twitter.com/tXsZHjJzaA — Axios (@axios) November 18, 2018 Það er vert að taka fram að McRaven lýsti aldrei yfir stuðningi við Hillary Clinton og fjölmargir sem hafa komið honum til varnar segja hann sjaldan sem aldrei hafa tjáð sig opinberlega um stjórnmál. Í yfirlýsingu til CNN segir McRaven að hann hafi ekki stutt Clinton né annan stjórnmálamann. Þá segist hann vera aðdáandi Barack Obama og George W. Bush. Hann hafi unnið fyrir þá báða. McRaven segir einnig að hann dái alla forseta sem haldi uppi heiðri embættisins og noti það til að sameina þjóðina á erfiðum tímum. Hann segir enn fremur að hann standi við ummæli sín um að viðhorf Trump gagnvart fjölmiðlum sé ógn við lýðræðið. „Þegar þú grefur undan rétti fólks til frjálsra fjölmiðla og málfrelsis, ertu að ógna stjórnarskránni og öllu því sem hún stendur fyrir.“Via @jaketapper, Ret. Admiral William McRaven's response to Trump: "I stand by my comment that the President's attack on the media is the greatest threat to our democracy in my lifetime." pic.twitter.com/iubTvPEdwp — Brian Stelter (@brianstelter) November 18, 2018 Bandaríkin Donald Trump Pakistan Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem hann gagnrýndi fyrverandi aðmírálinn William H. McRaven í viðtali í dag og gaf í skyn að hann hefði átt að vera fljótari að finna Osama bin Laden, hafa vakið mikil viðbrögð og hefur forsetinn enn einu sinni verið sakaður um vanvirðingu gagnvart hermönnum. McRaven hefur ítrekað gagnrýnt Trump og þá meðal annars í grein í Washington Post í sumar. Meðal þess sem McRaven hefur gagnrýnt Trump fyrir er hegðun hans og skortur á leiðtogahæfileikum. Hann hefur sagt Trump hafa smánað Bandaríkin og valdið auknum deilum meðal þjóðarinnar. Þá sagði hann nýverið að það hvernig Trump ræddi um fjölmiðla væri gífurleg ógn við lýðræði Bandaríkjanna.McRaven var yfir flokki sérsveitarmanna, svokallaðra Navy SEALS, sem felldu bin Laden í Pakistan árið 2011. Trump var í viðtali við Fox sem birt var í dag og þar var hann spurður út í gagnrýni McRaven. Hann sagði að McRaven væri aðdáandi Hillary Clinton og hefði stutt Barack Obama. Þá gaf hann í skyn að hann hefði átt að finna bin Laden fyrr. „Hefði það ekki verið indælt ef við hefðum náð Osama bin Laden mun fyrr, hefði það ekki verið indælt?“ sagði Trump. Sérsveitarmennirnir og McRaven komu þó ekki að því að finna bin Laden. Það var hlutverk leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA.Trump on retired Navy SEAL Adm. Bill McRaven, who has called the president's attacks on the press "the greatest threat to democracy." "He's a Hillary Clinton backer and an Obama backer. And frankly, wouldn't it have been nice if we got Osama bin Laden a lot sooner than that?" pic.twitter.com/tXsZHjJzaA — Axios (@axios) November 18, 2018 Það er vert að taka fram að McRaven lýsti aldrei yfir stuðningi við Hillary Clinton og fjölmargir sem hafa komið honum til varnar segja hann sjaldan sem aldrei hafa tjáð sig opinberlega um stjórnmál. Í yfirlýsingu til CNN segir McRaven að hann hafi ekki stutt Clinton né annan stjórnmálamann. Þá segist hann vera aðdáandi Barack Obama og George W. Bush. Hann hafi unnið fyrir þá báða. McRaven segir einnig að hann dái alla forseta sem haldi uppi heiðri embættisins og noti það til að sameina þjóðina á erfiðum tímum. Hann segir enn fremur að hann standi við ummæli sín um að viðhorf Trump gagnvart fjölmiðlum sé ógn við lýðræðið. „Þegar þú grefur undan rétti fólks til frjálsra fjölmiðla og málfrelsis, ertu að ógna stjórnarskránni og öllu því sem hún stendur fyrir.“Via @jaketapper, Ret. Admiral William McRaven's response to Trump: "I stand by my comment that the President's attack on the media is the greatest threat to our democracy in my lifetime." pic.twitter.com/iubTvPEdwp — Brian Stelter (@brianstelter) November 18, 2018
Bandaríkin Donald Trump Pakistan Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira