Spila aftur með þrjá miðverði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2018 08:00 Landsliðsþjálfararnir Hamrén og Freyr Alexandersson. vísir/getty Erfiðu ári íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýkur í dag þegar það mætir Katar í vináttulandsleik í Eupen í Belgíu. Þetta er aðeins annar leikur Íslands og Katar. Þau mættust í vináttulandsleik í nóvember á síðasta ári og gerðu þá 1-1 jafntefli. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands. Íslenska landsliðið hefur leikið tólf leiki í röð án þess að vinna. Síðasti sigurinn kom gegn Indónesíu, 1-4, í janúar. Erik Hamrén, sem tók við íslenska liðinu af Heimi Hallgrímssyni, bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem landsliðsþjálfari. Hann vonast til að það breytist í dag en segist búast við strembnum leik enda vann Katar óvæntan sigur á Sviss í vináttulandsleik á vonandi. „Ég hlakka til leiksins. Ég á von á erfiðum leik. Þeir hafa bætt sig og sigurinn á Sviss var góður. Við þurfum að spila vel til að ná sigri sem við viljum að sjálfsögðu,“ sagði Hamrén á fámennum blaðamannafundi í Eupen í gær. Fjölmargir leikmenn Íslands eru frá vegna meiðsla. Átta voru á meiðslalistanum áður en haldið var til Belgíu og þrír leikmenn, Birkir Bjarnason, Birkir Már Sævarsson og Alfreð Finnbogason, heltust úr lestinni fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn. Aron Einar Gunnarsson lék gegn Belgum en fyrirliðinn fær frí í dag. Hörður Björgvin Magnússon hefur glímt við meiðsli og Hamrén staðfesti að hann myndi ekki byrja leikinn gegn Katar í dag. „Það er í lagi með hann en hann byrjar ekki. Ég vil ekki að hann meiðist frekar. Hann æfði í dag [í gær],“ sagði Hamrén sem á von á því að nokkrar breytingar verði á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Belgíu. „Það er eitthvað um meiðsli og svo eru nokkrir leikmenn sem við viljum sjá spila. Margir þeirra hafa heillað okkur á æfingum.“ Ísland spilaði með þrjá miðverði í leiknum gegn Belgíu og Hamrén ætlar að beita sömu leikaðferð gegn Katar. „Það er ekkert leyndarmál. Þetta er vináttulandsleikur og við viljum sjá þetta einu sinni í viðbót á móti öðruvísi andstæðingi.“ Þrátt fyrir 2-0 tap á móti Belgíu var Hamrén sáttur með frammistöðuna á móti þessu ógnarsterka liði; því sterkasta í heimi samkvæmt heimslistanum. „Mér fannst við spila mjög vel gegn Belgíu. Þeir eru með frábært lið og við fengum stuttan tíma til undirbúnings. Leikmennirnir hafa heillað mig þessa daga sem við höfum verið saman. Viðhorf þeirra er frábært. Margir leikmenn nýttu tækifæri sitt gegn Belgum mjög vel,“ sagði Hamrén og hrósaði sérstaklega Jóni Guðna Fjólusyni, leikmanni Krasnodar, sem lék sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu á fimmtudaginn. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira
Erfiðu ári íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýkur í dag þegar það mætir Katar í vináttulandsleik í Eupen í Belgíu. Þetta er aðeins annar leikur Íslands og Katar. Þau mættust í vináttulandsleik í nóvember á síðasta ári og gerðu þá 1-1 jafntefli. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands. Íslenska landsliðið hefur leikið tólf leiki í röð án þess að vinna. Síðasti sigurinn kom gegn Indónesíu, 1-4, í janúar. Erik Hamrén, sem tók við íslenska liðinu af Heimi Hallgrímssyni, bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem landsliðsþjálfari. Hann vonast til að það breytist í dag en segist búast við strembnum leik enda vann Katar óvæntan sigur á Sviss í vináttulandsleik á vonandi. „Ég hlakka til leiksins. Ég á von á erfiðum leik. Þeir hafa bætt sig og sigurinn á Sviss var góður. Við þurfum að spila vel til að ná sigri sem við viljum að sjálfsögðu,“ sagði Hamrén á fámennum blaðamannafundi í Eupen í gær. Fjölmargir leikmenn Íslands eru frá vegna meiðsla. Átta voru á meiðslalistanum áður en haldið var til Belgíu og þrír leikmenn, Birkir Bjarnason, Birkir Már Sævarsson og Alfreð Finnbogason, heltust úr lestinni fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn. Aron Einar Gunnarsson lék gegn Belgum en fyrirliðinn fær frí í dag. Hörður Björgvin Magnússon hefur glímt við meiðsli og Hamrén staðfesti að hann myndi ekki byrja leikinn gegn Katar í dag. „Það er í lagi með hann en hann byrjar ekki. Ég vil ekki að hann meiðist frekar. Hann æfði í dag [í gær],“ sagði Hamrén sem á von á því að nokkrar breytingar verði á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Belgíu. „Það er eitthvað um meiðsli og svo eru nokkrir leikmenn sem við viljum sjá spila. Margir þeirra hafa heillað okkur á æfingum.“ Ísland spilaði með þrjá miðverði í leiknum gegn Belgíu og Hamrén ætlar að beita sömu leikaðferð gegn Katar. „Það er ekkert leyndarmál. Þetta er vináttulandsleikur og við viljum sjá þetta einu sinni í viðbót á móti öðruvísi andstæðingi.“ Þrátt fyrir 2-0 tap á móti Belgíu var Hamrén sáttur með frammistöðuna á móti þessu ógnarsterka liði; því sterkasta í heimi samkvæmt heimslistanum. „Mér fannst við spila mjög vel gegn Belgíu. Þeir eru með frábært lið og við fengum stuttan tíma til undirbúnings. Leikmennirnir hafa heillað mig þessa daga sem við höfum verið saman. Viðhorf þeirra er frábært. Margir leikmenn nýttu tækifæri sitt gegn Belgum mjög vel,“ sagði Hamrén og hrósaði sérstaklega Jóni Guðna Fjólusyni, leikmanni Krasnodar, sem lék sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu á fimmtudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira