Íslenski boltinn

Guðjón Pétur: Ætlaði mér aldrei norður

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðjón Pétur í leik með Val á móti KA
Guðjón Pétur í leik með Val á móti KA vísir/anton brink
Knattspyrnumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson gekk nýverið til liðs við KA frá Íslandsmeisturum Vals. Um er að ræða ein af stærstu félagaskiptum vetrarins til þessa í íslenska boltanum.

En hvers vegna ákvað Guðjón Pétur að fara til Akureyrar? Hann svaraði því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Þetta var nú svolítið skemmtilegt. Ég átti samtal við Sævar (Pétursson, framkvæmdastjóra KA) og var ekkert á leiðinni norður í mínum huga. Ég var að skoða aðra möguleika. Þeir fljúga mér norður og eftir að hafa hitt Óla Stefán og Sævar var ég skyndilega búinn að skrifa undir þriggja ára samning og allt klappað og klárt,“ segir Guðjón Pétur.

Hann ætlar sér stóra hluti hjá Norðanmönnum og vonast eftir að félagið nái að klófesta fleiri öfluga leikmenn í vetur.

„Ég ætla að vona að það komi einhverjir fleiri leikmenn inn. Annars er KA líka með mjög marga unga og efnilega leikmenn,“ segir Guðjón Pétur.

Innslagið í heild sinni má sjá neðst í fréttinni en þar kemur Guðjón Pétur meðal annars inn á hvers vegna hann ákvað að yfirgefa Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×