Tíu ára prjónasnillingur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. nóvember 2018 19:45 Þrátt fyrir að Helgi Reynisson í Flóahreppi sé ekki nema tíu ára gamall þá er hann búin að prjóna ullarsokka, vettlinga, húfu og lopapeysu á sig. Auk þess hefur hann lært krosssaum. Helgi býr á bænum Hurðarbaki í Flóa en hann á fjögur systkini sem eru dugleg að leika sér saman í sveitinni, ekki síst að hoppa á trampólíninu á bæjarhlaðinu. Þegar Helgi er í prjónastuði þá fer hann til Kristínar ömmu sinnar þar sem þau setjast saman við eldhúsborðið og prjóna saman. Í fyrra prjónaði Helgi á sig húfu, vettlinga og sokka og í vikunni kláraði hann lopapeysuna sína. Nú er Helgi komin með nýtt prjónaverkefni. „Ég er að gera svona eyrnaband, ég hafði ekkert að gera og því fór ég að byrja á einhverju og þá datt mér í hug eyrnaband“, segir Helgi og bætir við að það sé alls ekki erfitt að prjóna þegar maður er búin að læra það. Helgi hefur líka lært að sauma krosssaum en hann kláraði nýlega þannig púða með mynd af fugli. Helgi Reynisson, tíu ára prjónasnillingur á bænum Hurðarbaki í Flóa.Magnús HlynurKristín Stefánsdóttir sem er frá Vorsabæ í Flóa hefur kennt Helga að prjóna og sauma í en hún býr á Hurðarbaki í næsta húsi við heimili Helga. Hún segir mjög sérstakt að svona ungur krakki eins og Helgi vilji læra að prjóna. „Já, bara mjög sérstakt, hann kom átta ára gamall og vildi læra að prjóna og prjónaði þá einhverja trefilslengju. Síðan vildi hann halda áfram, sem var mjög óvenjulegt, hann vildi prjóna vettlinga og þegar þeir voru búnir þá vildi hann prjóna sokka. Ég hélt alltaf að hann myndi gefast upp. Svo þegar hann fór að tala um að hann vildi prjóna peysu þá hugsaði ég með mér, nei, hann hlítur að gefast upp á því, en það varð ekki“, segir Kristín og bætir við. „Hann er mjög handlaginn við að prjóna og strax þegar ég kenndi honum að fitja upp hafði hann svo gott vald á prjónunum, það vafðist ekkert fyrir honum“. En hvernig strákur er Helgi ? „Helgi er skemmtilegur strákur sem er líflegur og íþróttasinnaður, það er gaman að fá hann hér inn og spjalla við hann“, segir Kristín amma Helga á Hurðarbaki. Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Þrátt fyrir að Helgi Reynisson í Flóahreppi sé ekki nema tíu ára gamall þá er hann búin að prjóna ullarsokka, vettlinga, húfu og lopapeysu á sig. Auk þess hefur hann lært krosssaum. Helgi býr á bænum Hurðarbaki í Flóa en hann á fjögur systkini sem eru dugleg að leika sér saman í sveitinni, ekki síst að hoppa á trampólíninu á bæjarhlaðinu. Þegar Helgi er í prjónastuði þá fer hann til Kristínar ömmu sinnar þar sem þau setjast saman við eldhúsborðið og prjóna saman. Í fyrra prjónaði Helgi á sig húfu, vettlinga og sokka og í vikunni kláraði hann lopapeysuna sína. Nú er Helgi komin með nýtt prjónaverkefni. „Ég er að gera svona eyrnaband, ég hafði ekkert að gera og því fór ég að byrja á einhverju og þá datt mér í hug eyrnaband“, segir Helgi og bætir við að það sé alls ekki erfitt að prjóna þegar maður er búin að læra það. Helgi hefur líka lært að sauma krosssaum en hann kláraði nýlega þannig púða með mynd af fugli. Helgi Reynisson, tíu ára prjónasnillingur á bænum Hurðarbaki í Flóa.Magnús HlynurKristín Stefánsdóttir sem er frá Vorsabæ í Flóa hefur kennt Helga að prjóna og sauma í en hún býr á Hurðarbaki í næsta húsi við heimili Helga. Hún segir mjög sérstakt að svona ungur krakki eins og Helgi vilji læra að prjóna. „Já, bara mjög sérstakt, hann kom átta ára gamall og vildi læra að prjóna og prjónaði þá einhverja trefilslengju. Síðan vildi hann halda áfram, sem var mjög óvenjulegt, hann vildi prjóna vettlinga og þegar þeir voru búnir þá vildi hann prjóna sokka. Ég hélt alltaf að hann myndi gefast upp. Svo þegar hann fór að tala um að hann vildi prjóna peysu þá hugsaði ég með mér, nei, hann hlítur að gefast upp á því, en það varð ekki“, segir Kristín og bætir við. „Hann er mjög handlaginn við að prjóna og strax þegar ég kenndi honum að fitja upp hafði hann svo gott vald á prjónunum, það vafðist ekkert fyrir honum“. En hvernig strákur er Helgi ? „Helgi er skemmtilegur strákur sem er líflegur og íþróttasinnaður, það er gaman að fá hann hér inn og spjalla við hann“, segir Kristín amma Helga á Hurðarbaki.
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira