Southgate: Kannski erum við ekki nýja England, heldur gamla góða England Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 18. nóvember 2018 16:46 Southgate fagnar með lærisveinum sínum eftir sigurinn í dag Vísir/Getty Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins var að vonum kampakátur með sigur sinna manna gegn Króatíu í Þjóðadeildinni í dag. Með sigrinum er England komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. „Ég er fyrst og fremst mjög stoltur. Mér fannst við stjórna leiknum og við fengum góð færi í fyrri hálfleik. Við gefum þeim mark og það var alvöru próf á okkur að koma til baka. Við treystum mikið á skyndisóknir og þeir björguðu einu sinni á línu,“ sagði Southgate. Englendingar voru heilt yfir mikið betra liðið í leiknum. Liðið spilaði boltanum vel sín á milli, og sköpuðu góð færi. Hins vegar komu mörk Englendinga eftir föst leikatriði, annars vegar langt innkast og hins vegar aukaspyrnu. „Við spiluðum mjög vel í þessum leik, en við skorum úr löngu innkasti og föstu leikatriði. Kannski erum við ekki nýja England, heldur gamla góða England.“ „Ég er stoltur af því hvernig við höfum verið allt árið. Ég hef ekki heyrt svona mikinn hávaða á Wembley í langan tíma.“ Mikið var í húfi fyrir leikinn í dag. Sigurliðið myndi fá sæti í undanúrslitum en tapliðið myndi falla úr A-deild Þjóðadeildarinnar. „Við ræddum ekkert um að falla fyrir leikinn. Við sáum þetta bara sem tækifæri. Við horfðum á þetta sem leik í 8-liða úrslitum. Það var frábært að við þurftum að standast pressuna. Ef við getum náð svona andrúmslofti, getum við verið mjög sterkir. Við vorum að komast upp úr gríðarlega erfiðum riðli.“ Króatía og England mættust í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi síðasta sumar og voru það Króatar sem báru sigur úr býtum eftir framlengdan leik. „Mér fannst við stjórna þessum leik miklu betur en undanúrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu. Við gátum opnað þá og skapað góð færi. Leikmennirnir eru farnir að trúa á leikkerfið. Leikmannahópurinn hefur breikkað síðan í sumar með innkomu ungra leikmanna. Allir þeir sem hafa komið inn í þessari keppni hafa skilað sínu.“ Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins var að vonum kampakátur með sigur sinna manna gegn Króatíu í Þjóðadeildinni í dag. Með sigrinum er England komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. „Ég er fyrst og fremst mjög stoltur. Mér fannst við stjórna leiknum og við fengum góð færi í fyrri hálfleik. Við gefum þeim mark og það var alvöru próf á okkur að koma til baka. Við treystum mikið á skyndisóknir og þeir björguðu einu sinni á línu,“ sagði Southgate. Englendingar voru heilt yfir mikið betra liðið í leiknum. Liðið spilaði boltanum vel sín á milli, og sköpuðu góð færi. Hins vegar komu mörk Englendinga eftir föst leikatriði, annars vegar langt innkast og hins vegar aukaspyrnu. „Við spiluðum mjög vel í þessum leik, en við skorum úr löngu innkasti og föstu leikatriði. Kannski erum við ekki nýja England, heldur gamla góða England.“ „Ég er stoltur af því hvernig við höfum verið allt árið. Ég hef ekki heyrt svona mikinn hávaða á Wembley í langan tíma.“ Mikið var í húfi fyrir leikinn í dag. Sigurliðið myndi fá sæti í undanúrslitum en tapliðið myndi falla úr A-deild Þjóðadeildarinnar. „Við ræddum ekkert um að falla fyrir leikinn. Við sáum þetta bara sem tækifæri. Við horfðum á þetta sem leik í 8-liða úrslitum. Það var frábært að við þurftum að standast pressuna. Ef við getum náð svona andrúmslofti, getum við verið mjög sterkir. Við vorum að komast upp úr gríðarlega erfiðum riðli.“ Króatía og England mættust í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi síðasta sumar og voru það Króatar sem báru sigur úr býtum eftir framlengdan leik. „Mér fannst við stjórna þessum leik miklu betur en undanúrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu. Við gátum opnað þá og skapað góð færi. Leikmennirnir eru farnir að trúa á leikkerfið. Leikmannahópurinn hefur breikkað síðan í sumar með innkomu ungra leikmanna. Allir þeir sem hafa komið inn í þessari keppni hafa skilað sínu.“
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira