Þrjú hundruð ný störf á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. nóvember 2018 14:08 Ásta Stefánsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Árborg og Gísli Halldór Halldórsson, nýr bæjarstjóri óska hér hvort öðru til hamingju með nýja miðbæinn þegar skóflustungan fór fram í gær. Vísir/MHH Á milli tvö hundruð og fimmtíu og þrjú hundruð ný störf munu skapast á Selfossi með tilkomu nýs miðbæjar. Þrettán hús verða byggð í fyrsta áfanga verkefnisins. Fyrstu skóflustungurnar af nýjum miðbæ á Selfossi voru teknar í gær í roki og rigningu. Skurðgröfurnar og vörubílarnir munu síðan mæta á svæðið á þriðjudaginn en það er Borgarverk á Selfossi sem mun sjá um jarðvegsframkvæmdir og JÁVERK á Selfossi mun sjá um smíðavinnuna. Leó Árnason er framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags sem byggir nýja miðbæinn. „Við ætlum að fara að byggja núna í fyrsta áfanga í nýjum miðbæ 13 hús sem að eins og sumir vita eiga það öll sameiginlegt að hafa einhvern tíman staðið á Íslandi en verið rifin niður eða brunnið og við ætlum að endurútgefa sögu þessara húsa og byggja upp hér byggingasögusafn fyrir tiltekið tímabil á Íslandi.Leó Árnason, framkvæmdastjóri hjá Sigtún Þróunarfélagi sem mun byggja nýjan miðbæ á Selfossi.Vísir/MHHÞað verður lagt áherslu á Skyrheima, safnið sem á að vera um skyr og sögu mjólkuriðnaðarins. það verður mjög fjölbreytt starfsemi önnur í því húsi. Síðan verða þarna veitingastaðir, verslanir, skrifstofur og íbúðir. Þetta verður alvöru miðbær með öllu því sem þarf að gera til að miðbær verði sem skemmtilegastur,“ segir Leó Árnason. Fyrsti áfangi miðbæjarins verður tilbúin árið 2020 og mun kosta tæpa tvo milljarða. Leó segist reikna með að nýi miðbærinn munu skapa 250 til 300 ný störf á Selfossi. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg er ánægður með að framkvæmdir séu að hefjast við nýja miðbæinn. „Þetta er spennandi verkefni og menn hafa stórar hugmyndir. Ég vona að þetta gangi allt vel upp. Það eru auðvitað vaxtaverkir í byrjun, það þarf að koma þessu fyrir, þrengja að umferðinni. Það er auðvitað hægt að láta þetta pirra sig en ég held að fyrst og fremst verðum við bara að einblína á að þetta verkefni gangi vel og að það heppnist síðan vel.“ Árborg Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Á milli tvö hundruð og fimmtíu og þrjú hundruð ný störf munu skapast á Selfossi með tilkomu nýs miðbæjar. Þrettán hús verða byggð í fyrsta áfanga verkefnisins. Fyrstu skóflustungurnar af nýjum miðbæ á Selfossi voru teknar í gær í roki og rigningu. Skurðgröfurnar og vörubílarnir munu síðan mæta á svæðið á þriðjudaginn en það er Borgarverk á Selfossi sem mun sjá um jarðvegsframkvæmdir og JÁVERK á Selfossi mun sjá um smíðavinnuna. Leó Árnason er framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags sem byggir nýja miðbæinn. „Við ætlum að fara að byggja núna í fyrsta áfanga í nýjum miðbæ 13 hús sem að eins og sumir vita eiga það öll sameiginlegt að hafa einhvern tíman staðið á Íslandi en verið rifin niður eða brunnið og við ætlum að endurútgefa sögu þessara húsa og byggja upp hér byggingasögusafn fyrir tiltekið tímabil á Íslandi.Leó Árnason, framkvæmdastjóri hjá Sigtún Þróunarfélagi sem mun byggja nýjan miðbæ á Selfossi.Vísir/MHHÞað verður lagt áherslu á Skyrheima, safnið sem á að vera um skyr og sögu mjólkuriðnaðarins. það verður mjög fjölbreytt starfsemi önnur í því húsi. Síðan verða þarna veitingastaðir, verslanir, skrifstofur og íbúðir. Þetta verður alvöru miðbær með öllu því sem þarf að gera til að miðbær verði sem skemmtilegastur,“ segir Leó Árnason. Fyrsti áfangi miðbæjarins verður tilbúin árið 2020 og mun kosta tæpa tvo milljarða. Leó segist reikna með að nýi miðbærinn munu skapa 250 til 300 ný störf á Selfossi. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg er ánægður með að framkvæmdir séu að hefjast við nýja miðbæinn. „Þetta er spennandi verkefni og menn hafa stórar hugmyndir. Ég vona að þetta gangi allt vel upp. Það eru auðvitað vaxtaverkir í byrjun, það þarf að koma þessu fyrir, þrengja að umferðinni. Það er auðvitað hægt að láta þetta pirra sig en ég held að fyrst og fremst verðum við bara að einblína á að þetta verkefni gangi vel og að það heppnist síðan vel.“
Árborg Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira