„Ótrúlega forhert“ að draga úr loforðum til viðkvæmra hópa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2018 12:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að fjárlagafrumvarpið hafi verið byggt á sandi en flokkurinn leggur til sautján breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Fréttablaðið/Ernir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísar öllu tali um niðurskurð til félagslegra mála á bug og sér í lagi tali niðurskurð á fjárlögum til öryrkja. Þvert á moti sé ríkisstjórnin að auka framlög til málaflokksins um níu milljarða í tvennum fjárlögum. Í byrjun vikunnar voru tillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis kynntar. Meirihluti nefndarinnar vill lækka áætlaða hækkun til öryrkja um 1,1 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi til að bregðast við kólnandi hagkerfi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, sem var gestur ásamt Katrínu í Sprengisandi í morgun, gefur ekki mikið fyrir skýringar ríkisstjórnarinnar og segir fjárlagafrumvarpið hafa verið byggt á sandi. „Niðurskurður og ekki niðurskurður. Það fer eftir því hvernig á það er litið. Það er að minnsta kosti ótrúleg forhert að lofa viðkvæmum hópum einhverju í fyrstu framlagningu fjárlaga og draga svo úr því milli umræðna,“ segir Logi sem bendir á að það sé fordæmalítið. „Ég man bara ekki eftir að það hafi hreinlega gerst en það kemur til vegna þess að forsendur fjárlag sem lagðar voru fram í haust byggðu á sandi. Það vissu allir að það yrði ekki þrettán ára samfellt hagvaxtarskeið í landinu og nú þegar erum við búin að sjá það að forsendur eru brostnar og þess vegna þarf ríkisstjórnin að einhverju leyti að stoppa í gatið,“ segir Logi. Katrín segir að ríkisstjórnin sé að framfylgja vilja almennings því fyrir síðustu kosningar hafi þjóðin forgangsraðað eflingu heilbrigðiskerfisins efst. Ríkisstjórnin sé að auka framlög til heilbrigðiskerfisins um 37 milljarða í tvennum fjárlögum. Logi segist hafa verið sammála málflutningi Katrínar í aðdraganda síðustu kosninga í félags-og skattamálum. „Við þurfum að ráðast í að breyta skiptingu gæðanna með stórum skrefum í landinu og það gerum við auðvitað aldrei nema í gegnum skattkerfið og samneysluna og á það skortir,“ segir Logi.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við þau Katrínu og Loga. Alþingi Sprengisandur Tengdar fréttir Ábyrgar tillögur sem komi þeim verst stöddu best „Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak.“ 16. nóvember 2018 07:00 Þingmenn standi við marggefin loforð Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. 15. nóvember 2018 19:45 Leggja til sykurskatt og fjóra milljarða í viðbót til öryrkja Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. 15. nóvember 2018 10:52 Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Breytingartillögur fyrir 2. umræðu fjárlaga fela í sér frestun á verkefnum við nýjan Landspítala og minni framlög til öryrkja. "Krónan að gera okkur erfitt fyrir.“ 14. nóvember 2018 07:00 „Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísar öllu tali um niðurskurð til félagslegra mála á bug og sér í lagi tali niðurskurð á fjárlögum til öryrkja. Þvert á moti sé ríkisstjórnin að auka framlög til málaflokksins um níu milljarða í tvennum fjárlögum. Í byrjun vikunnar voru tillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis kynntar. Meirihluti nefndarinnar vill lækka áætlaða hækkun til öryrkja um 1,1 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi til að bregðast við kólnandi hagkerfi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, sem var gestur ásamt Katrínu í Sprengisandi í morgun, gefur ekki mikið fyrir skýringar ríkisstjórnarinnar og segir fjárlagafrumvarpið hafa verið byggt á sandi. „Niðurskurður og ekki niðurskurður. Það fer eftir því hvernig á það er litið. Það er að minnsta kosti ótrúleg forhert að lofa viðkvæmum hópum einhverju í fyrstu framlagningu fjárlaga og draga svo úr því milli umræðna,“ segir Logi sem bendir á að það sé fordæmalítið. „Ég man bara ekki eftir að það hafi hreinlega gerst en það kemur til vegna þess að forsendur fjárlag sem lagðar voru fram í haust byggðu á sandi. Það vissu allir að það yrði ekki þrettán ára samfellt hagvaxtarskeið í landinu og nú þegar erum við búin að sjá það að forsendur eru brostnar og þess vegna þarf ríkisstjórnin að einhverju leyti að stoppa í gatið,“ segir Logi. Katrín segir að ríkisstjórnin sé að framfylgja vilja almennings því fyrir síðustu kosningar hafi þjóðin forgangsraðað eflingu heilbrigðiskerfisins efst. Ríkisstjórnin sé að auka framlög til heilbrigðiskerfisins um 37 milljarða í tvennum fjárlögum. Logi segist hafa verið sammála málflutningi Katrínar í aðdraganda síðustu kosninga í félags-og skattamálum. „Við þurfum að ráðast í að breyta skiptingu gæðanna með stórum skrefum í landinu og það gerum við auðvitað aldrei nema í gegnum skattkerfið og samneysluna og á það skortir,“ segir Logi.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við þau Katrínu og Loga.
Alþingi Sprengisandur Tengdar fréttir Ábyrgar tillögur sem komi þeim verst stöddu best „Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak.“ 16. nóvember 2018 07:00 Þingmenn standi við marggefin loforð Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. 15. nóvember 2018 19:45 Leggja til sykurskatt og fjóra milljarða í viðbót til öryrkja Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. 15. nóvember 2018 10:52 Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Breytingartillögur fyrir 2. umræðu fjárlaga fela í sér frestun á verkefnum við nýjan Landspítala og minni framlög til öryrkja. "Krónan að gera okkur erfitt fyrir.“ 14. nóvember 2018 07:00 „Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira
Ábyrgar tillögur sem komi þeim verst stöddu best „Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak.“ 16. nóvember 2018 07:00
Þingmenn standi við marggefin loforð Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. 15. nóvember 2018 19:45
Leggja til sykurskatt og fjóra milljarða í viðbót til öryrkja Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. 15. nóvember 2018 10:52
Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Breytingartillögur fyrir 2. umræðu fjárlaga fela í sér frestun á verkefnum við nýjan Landspítala og minni framlög til öryrkja. "Krónan að gera okkur erfitt fyrir.“ 14. nóvember 2018 07:00
„Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39