Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu Sylvía Hall skrifar 17. nóvember 2018 12:42 Sólveig segir staðalímyndir um hjúkrunarfræðinga valda því að strákar sæki ekki í námið og stéttin fái ekki þá virðingu sem hún eigi skilið. Vísir Sólveig Auðar Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, birti færslu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem hún birtir blaðsíðu úr nýjustu barnabók Birgittu Haukdal, Lára fer til læknis. Færsluna birti hún i kjölfar mikillar umræðu í hópi hjúkrunarfræðinga í hópi þeirra á Facebook. Þar gætir mikillar óánægju með ýmislegt í bókinni. Á blaðsíðunni sem Sólveig birtir má sjá mynd af hjúkrunarfræðing aðstoða söguhetjuna Láru eftir að hún slasast. Á blaðsíðunni sem um ræðir er talað um hjúkrunarfræðinginn sem „hjúkrunarkonu“ og er hún klædd í kjól með kappa á höfðinu. Sólveig segir í færslunni að slík framsetning á hjúkrunarfræðingum ýti undir skaðlegar staðalímyndir um stéttina sem sé tímabært að leiðrétta og bendir á að starfsheitið „hjúkrunarkona“ hafi ekki verið notað síðan námið var gert að háskólanámi. „Það að smætta hlutverk hjúkrunarfræðings í að vera sæt og fín í kjól að aðstoða lækninn og kenna barni að nota hækjur er ótrúlega ófrumleg og skaðleg staðalímynd á starfi sem er svo mikið flóknara, fjölbreyttara, ábyrgðarmeira og skemmtilegra en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Sólveig. Hún segir jafnframt slíka framsetningu stuðla að því að strákar læri ekki hjúkrun og hjúkrunarfræðingar fái ekki þá virðingu sem stéttin á skilið. „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“Bókin er gefin út af Forlaginu.Ríkjandi hugsun að hjúkrunarfræðingar séu viljalausar framlengingar af læknum Í samtali við Vísi segir Sólveig að viðbrögðin hafi komið sér verulega á óvart en þegar fréttin er skrifuð er færslan komin með hátt í þúsund like og yfir 500 deilingar á þremur klukkutímum. Þessi misskilningur um störf hjúkrunarfræðinga sé þó algengur. „Það er ennþá ríkjandi sú hugsun að hjúkrunarfræðingar séu viljalausar framlengingar af læknum,“ segir Sólveig og bendir á að starf hjúkrunarfræðinga sé mun veigameira en margir halda. Í færslunni segir hún á að í raunheimi væri hjúkrunarfræðingur fyrsti heilbrigðisstarfsmaðurinn sem söguhetjan myndi hitta og það starf sem hjúkrunarfræðingurinn er látinn vinna í bókinni fellur undir verksvið sjúkraþjálfara. „Ef Lára litla myndi fótbrotna í raunheimum myndi fyrsti heilbrigðisstarfsmaðurinn sem hún hitti vera hjúkrunarfræðingur. Sá næsti líka. Þá myndi hún hitta lækni, svo geislafræðing sem myndi röntgenmynda hana og svo aftur hjúkrunarfræðing sem myndi gifsa hana.“ Þá bendir Sólveig jafnframt á að hjúkrunarfræðingurinn hafi ekkert nafn í sögunni og spyr því hvaða tilgangi hann þjóni fyrir framgang sögunnar.Barnabækur Birgittu Haukdal hafa selst afar vel undanfarin ár.Fréttablaðið/Anton BrinkEinungis konur sem koma að útgáfu bókarinnar Athygli vekur að einungis konur koma að útgáfu bókarinnar. Birgitta Haukdal er líkt og áður sagði höfundur og þá eru einnig konur sem ritstýra, myndskreyta og gefa út bókina. Í athugasemd við færslu Sólveigar er lýst yfir undrun á gamaldags orðalagi bókarinnar og spurt hvers vegna útgefandi hafi ekki gert athugasemd við það. Þá segist ein breyta orðalaginu þegar hún lesi fyrir barnabörnin sín svo það sé ekki með þessum hætti. „Auðvitað á að vanda til þegar barnabækur eru skrifaðar. Ég myndi ekki gefa barni svona misvísandi bók,“ segir í annarri athugasemd við færsluna. Samkvæmt heimildum Vísis geisaði hatrömm umræða í lokuðum Facebook-hópi hjúkrunarfræðinga í gær þar sem margir furðuðu sig á þessu orðavali, það geri lítið úr stéttinni og því starfi sem hún vinnur sem sé bæði mikilvægt og margþætt. Birgitta Haukdal vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Hér að neðan má lesa færslu Sólveigar í heild sinni. Bókmenntir Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Sólveig Auðar Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, birti færslu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem hún birtir blaðsíðu úr nýjustu barnabók Birgittu Haukdal, Lára fer til læknis. Færsluna birti hún i kjölfar mikillar umræðu í hópi hjúkrunarfræðinga í hópi þeirra á Facebook. Þar gætir mikillar óánægju með ýmislegt í bókinni. Á blaðsíðunni sem Sólveig birtir má sjá mynd af hjúkrunarfræðing aðstoða söguhetjuna Láru eftir að hún slasast. Á blaðsíðunni sem um ræðir er talað um hjúkrunarfræðinginn sem „hjúkrunarkonu“ og er hún klædd í kjól með kappa á höfðinu. Sólveig segir í færslunni að slík framsetning á hjúkrunarfræðingum ýti undir skaðlegar staðalímyndir um stéttina sem sé tímabært að leiðrétta og bendir á að starfsheitið „hjúkrunarkona“ hafi ekki verið notað síðan námið var gert að háskólanámi. „Það að smætta hlutverk hjúkrunarfræðings í að vera sæt og fín í kjól að aðstoða lækninn og kenna barni að nota hækjur er ótrúlega ófrumleg og skaðleg staðalímynd á starfi sem er svo mikið flóknara, fjölbreyttara, ábyrgðarmeira og skemmtilegra en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Sólveig. Hún segir jafnframt slíka framsetningu stuðla að því að strákar læri ekki hjúkrun og hjúkrunarfræðingar fái ekki þá virðingu sem stéttin á skilið. „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“Bókin er gefin út af Forlaginu.Ríkjandi hugsun að hjúkrunarfræðingar séu viljalausar framlengingar af læknum Í samtali við Vísi segir Sólveig að viðbrögðin hafi komið sér verulega á óvart en þegar fréttin er skrifuð er færslan komin með hátt í þúsund like og yfir 500 deilingar á þremur klukkutímum. Þessi misskilningur um störf hjúkrunarfræðinga sé þó algengur. „Það er ennþá ríkjandi sú hugsun að hjúkrunarfræðingar séu viljalausar framlengingar af læknum,“ segir Sólveig og bendir á að starf hjúkrunarfræðinga sé mun veigameira en margir halda. Í færslunni segir hún á að í raunheimi væri hjúkrunarfræðingur fyrsti heilbrigðisstarfsmaðurinn sem söguhetjan myndi hitta og það starf sem hjúkrunarfræðingurinn er látinn vinna í bókinni fellur undir verksvið sjúkraþjálfara. „Ef Lára litla myndi fótbrotna í raunheimum myndi fyrsti heilbrigðisstarfsmaðurinn sem hún hitti vera hjúkrunarfræðingur. Sá næsti líka. Þá myndi hún hitta lækni, svo geislafræðing sem myndi röntgenmynda hana og svo aftur hjúkrunarfræðing sem myndi gifsa hana.“ Þá bendir Sólveig jafnframt á að hjúkrunarfræðingurinn hafi ekkert nafn í sögunni og spyr því hvaða tilgangi hann þjóni fyrir framgang sögunnar.Barnabækur Birgittu Haukdal hafa selst afar vel undanfarin ár.Fréttablaðið/Anton BrinkEinungis konur sem koma að útgáfu bókarinnar Athygli vekur að einungis konur koma að útgáfu bókarinnar. Birgitta Haukdal er líkt og áður sagði höfundur og þá eru einnig konur sem ritstýra, myndskreyta og gefa út bókina. Í athugasemd við færslu Sólveigar er lýst yfir undrun á gamaldags orðalagi bókarinnar og spurt hvers vegna útgefandi hafi ekki gert athugasemd við það. Þá segist ein breyta orðalaginu þegar hún lesi fyrir barnabörnin sín svo það sé ekki með þessum hætti. „Auðvitað á að vanda til þegar barnabækur eru skrifaðar. Ég myndi ekki gefa barni svona misvísandi bók,“ segir í annarri athugasemd við færsluna. Samkvæmt heimildum Vísis geisaði hatrömm umræða í lokuðum Facebook-hópi hjúkrunarfræðinga í gær þar sem margir furðuðu sig á þessu orðavali, það geri lítið úr stéttinni og því starfi sem hún vinnur sem sé bæði mikilvægt og margþætt. Birgitta Haukdal vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Hér að neðan má lesa færslu Sólveigar í heild sinni.
Bókmenntir Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira