Íslenski boltinn

Höttur og Huginn tefla fram sameinuðu liði í 3. deild

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Huginn og Höttur munu tefla fram sameinuðu liði næsta sumar
Huginn og Höttur munu tefla fram sameinuðu liði næsta sumar
Austfjarðarliðin Huginn frá Seyðisfirði og Höttur frá Egilsstöðum munu tefla fram sameinuðu liði í 3. deild næsta sumar.



Bæði lið léku í 2. deildinni síðasta sumar en féllu úr deildinni.



Í kjölfar þess var farið í viðræður, og er það niðurstaða þeirra að tefla fram sameinuðu liði í 3. deildinni.



„Þetta er niðurstaða eftir um tveggja mánaða viðræður á milli félaganna. Stjórnir beggja félaga eru sannfærðar um að þetta sé rökrétt skref og að þarna sé verið að tryggja það að hægt sé að efla alla umgjörð í kringum knattspyrnuna,“ segir í tilkynningu frá félögunum.



Með þessu losnar eitt sæti í 3. deildinni. Óljóst er hvort að Ægir, sem féll úr 3. deild eða Álftanes, sem lenti í 4. sæti í 4. deildinni munu fá lausa sætið. Verið er að fjölga liðunum í deildinni úr tíu í tólf og er því óljóst hvort liðið fær lausa sætið næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×