Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Valur Páll Eiríksson skrifar 1. nóvember 2024 09:00 Theodór Elmar Bjarnason hefur lent í ýmsu á 20 ára ferli sínum sem telur sex lönd. Vísir/Vilhelm Hótanir liðsfélaga, partýstand og mannskæður jarðskjálfti er á meðal þess sem er eftirminnilegt frá 20 ára fótboltaferli Theodórs Elmar Bjarnasonar sem taldi sex lönd. Theodór Elmar á skrautlegan feril að baki og var víðförull. Atvinnumannaferillinn byrjaði þegar hann var aðeins 17 ára og hélt til Glasgow í Skotlandi til að spila með stórliði Celtic þar sem hann hitti miklar hetjur og litríka karaktera á við Roy Keane, Thomas Gravesen og Neil Lennon, sem varð síðar stjóri liðsins. „Ég man eitt skiptið þá klobbaði ég Neil Lennon á æfingu og hann hvíslaði að mér: Ef þú gerir þetta aftur brýt ég á þér fæturna,“ segir Theodór Elmar. Það voru engir smá karakterar sem Theodór Elmar æfði með hjá Celtic á sínum tíma. Roy Keane og Neil Lennon þar á meðal.Getty Mikið partýstand fyrstu árin Meiðsli settu strik í reikninginn í Skotlandi og þá gekk á ýmsu utan vallar. Sama var uppi á teningunum hjá Lyn í Osló. „Það var mjög mikið partýstand á manni á þessum tíma þegar maður var ungur. Það var bara jafn gaman í Osló og Glasgow fyrir mér. Það er kannski hluti af því að maður meikaði það ekki hjá Celtic, að það var of mikið líf og fjör utan vallar,“ segir Elmar. Það var mikið fjör á djamminu fyrstu árin, í Glasgow og Osló.Getty Launalaus í heimsfaraldri Hvað eftirminnilegast er þá strembinn tími í Tyrklandi. Theodór Elmar fékk þá ekki laun frá félagi sínu í miðjum heimsfaraldri þegar mannskæður jarðskjálfti skók borgina Izmir, hvar hann bjó með fjölskyldunni. „Það var áskorun að vera bæði í Tyrklandi og Grikklandi þegar Covid kom. Sonur minn mátti ekki fara í einhverjar sex vikur og við föst inni hjá okkur. Svo var ég ekki að fá laun á sama tíma. Það var alveg áskorun,“ „En saman komumst við í gegnum þetta. Svo horfir maður til baka hvað þetta var súrrealískt og eiginlega bara fyndið að hafa upplifað þetta,“ segir Elmar. Til að bæta gráu ofan á svart varð einn stærsti jarðskjálti síðari tíma í borginni Izmir þegar Elmar og fjölskylda bjó þar. Jarðskjálftinn varð fyrir sléttum fjórum árum, 30. október 2020, og dró 119 manns til bana. „Við lentum á sama tíma í einhverjum stærsta jarðskjálfta í Izmir, upp á 7,1. Það dó fullt af fólki í kringum mann. Þá var maður bara þakklátur að hafa haft efni á byggingu sem stóð þetta af sér. Það var ekkert grín að vera uppi á 23. hæð dúandi um í þvílíkum jarðskjálfta. Maður man alveg eftir því. Annars, fyrir utan það, hefur þetta eiginlega verið eins og draumur, allur ferillinn,“ segir Elmar. Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Theodór Elmar á skrautlegan feril að baki og var víðförull. Atvinnumannaferillinn byrjaði þegar hann var aðeins 17 ára og hélt til Glasgow í Skotlandi til að spila með stórliði Celtic þar sem hann hitti miklar hetjur og litríka karaktera á við Roy Keane, Thomas Gravesen og Neil Lennon, sem varð síðar stjóri liðsins. „Ég man eitt skiptið þá klobbaði ég Neil Lennon á æfingu og hann hvíslaði að mér: Ef þú gerir þetta aftur brýt ég á þér fæturna,“ segir Theodór Elmar. Það voru engir smá karakterar sem Theodór Elmar æfði með hjá Celtic á sínum tíma. Roy Keane og Neil Lennon þar á meðal.Getty Mikið partýstand fyrstu árin Meiðsli settu strik í reikninginn í Skotlandi og þá gekk á ýmsu utan vallar. Sama var uppi á teningunum hjá Lyn í Osló. „Það var mjög mikið partýstand á manni á þessum tíma þegar maður var ungur. Það var bara jafn gaman í Osló og Glasgow fyrir mér. Það er kannski hluti af því að maður meikaði það ekki hjá Celtic, að það var of mikið líf og fjör utan vallar,“ segir Elmar. Það var mikið fjör á djamminu fyrstu árin, í Glasgow og Osló.Getty Launalaus í heimsfaraldri Hvað eftirminnilegast er þá strembinn tími í Tyrklandi. Theodór Elmar fékk þá ekki laun frá félagi sínu í miðjum heimsfaraldri þegar mannskæður jarðskjálfti skók borgina Izmir, hvar hann bjó með fjölskyldunni. „Það var áskorun að vera bæði í Tyrklandi og Grikklandi þegar Covid kom. Sonur minn mátti ekki fara í einhverjar sex vikur og við föst inni hjá okkur. Svo var ég ekki að fá laun á sama tíma. Það var alveg áskorun,“ „En saman komumst við í gegnum þetta. Svo horfir maður til baka hvað þetta var súrrealískt og eiginlega bara fyndið að hafa upplifað þetta,“ segir Elmar. Til að bæta gráu ofan á svart varð einn stærsti jarðskjálti síðari tíma í borginni Izmir þegar Elmar og fjölskylda bjó þar. Jarðskjálftinn varð fyrir sléttum fjórum árum, 30. október 2020, og dró 119 manns til bana. „Við lentum á sama tíma í einhverjum stærsta jarðskjálfta í Izmir, upp á 7,1. Það dó fullt af fólki í kringum mann. Þá var maður bara þakklátur að hafa haft efni á byggingu sem stóð þetta af sér. Það var ekkert grín að vera uppi á 23. hæð dúandi um í þvílíkum jarðskjálfta. Maður man alveg eftir því. Annars, fyrir utan það, hefur þetta eiginlega verið eins og draumur, allur ferillinn,“ segir Elmar.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti