Ók af vettvangi þar sem þrjár ungar konur slösuðust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2018 09:45 Svona fór fyrir bílnum en karlmaðurinn er sagður hafa ekið á brott án þess að aðstoða ungu konurnar þrjár. Karlmaður um tvítugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Kópavogi síðdegis laugardaginn 24. febrúar. Málið er til meðferðar hjá héraðsdómstól Reykjavíkur. Karlinn er sakaður um að hafa viljandi ekið bíl sínum á annan bíl á Hafnarfjarðarvegi við frárein upp í Hamraborg. Þrjár konur voru í hinum bílnum sem valt og slösuðust þær allar. Ók karlinn af vettvangi og sinnti þannig ekki skyldu sinni við umferðarslys eins og segir í ákærunni sem er tvískipt. Annars vegar er hann sakaður um sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir að hafa með ásetningi ekið á hinn bílinn sem skall á vegriði og valt utan vegar. Kona undir tvítugu, sem ók hinum bílnum, hlaut heilahristing, tognaði á hálsi og brjósthrygg auk þess að fá skrámur á hönd og fingri. Farþegarnir, kona undir tvítugu og ólögráða stúlka, slösuðust sömuleiðis. Tognuðu þær á hálsi og brjósthrygg ásamt því að önnur fékk mar á lunga og kviðvegg en hin yfirborðsáverka á mjaðmagrind. Karlinn er hins vegar sakaður um hættubrot og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bílnum án ökuréttinda um miðjan dag á fjölfarinni akbraut án nægjanlegrar aðgæslu og varúðar með fyrrnefndum afleiðingum. Í kjölfarið sinnti hann ekki skyldum sínum við umferðarslys heldur ók rakleiðis af vettvangi án þess að gæta að farþegum bifreiðar. Með akstrinum er hann sagður hafa raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu kvennanna í hinum bílnum í augljósan háska sem og annarra vegfarenda. Karlmaðurinn á að baki tveggja mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás. Kópavogur Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi Bíl ekið á ljósastaur. 24. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Karlmaður um tvítugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Kópavogi síðdegis laugardaginn 24. febrúar. Málið er til meðferðar hjá héraðsdómstól Reykjavíkur. Karlinn er sakaður um að hafa viljandi ekið bíl sínum á annan bíl á Hafnarfjarðarvegi við frárein upp í Hamraborg. Þrjár konur voru í hinum bílnum sem valt og slösuðust þær allar. Ók karlinn af vettvangi og sinnti þannig ekki skyldu sinni við umferðarslys eins og segir í ákærunni sem er tvískipt. Annars vegar er hann sakaður um sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir að hafa með ásetningi ekið á hinn bílinn sem skall á vegriði og valt utan vegar. Kona undir tvítugu, sem ók hinum bílnum, hlaut heilahristing, tognaði á hálsi og brjósthrygg auk þess að fá skrámur á hönd og fingri. Farþegarnir, kona undir tvítugu og ólögráða stúlka, slösuðust sömuleiðis. Tognuðu þær á hálsi og brjósthrygg ásamt því að önnur fékk mar á lunga og kviðvegg en hin yfirborðsáverka á mjaðmagrind. Karlinn er hins vegar sakaður um hættubrot og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bílnum án ökuréttinda um miðjan dag á fjölfarinni akbraut án nægjanlegrar aðgæslu og varúðar með fyrrnefndum afleiðingum. Í kjölfarið sinnti hann ekki skyldum sínum við umferðarslys heldur ók rakleiðis af vettvangi án þess að gæta að farþegum bifreiðar. Með akstrinum er hann sagður hafa raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu kvennanna í hinum bílnum í augljósan háska sem og annarra vegfarenda. Karlmaðurinn á að baki tveggja mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás.
Kópavogur Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi Bíl ekið á ljósastaur. 24. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi Bíl ekið á ljósastaur. 24. febrúar 2018 14:50