Tölvukunnátta María Bjarnadóttir skrifar 16. nóvember 2018 07:30 Japanski ráðherrann sem ber ábyrgð á netöryggismálum notar ekki tölvur. Hann upplýsti um þetta á svipuðum tíma og hann tók þátt í þingumræðum um netöryggismál í kjarnorkuverum og það kom í ljós að hann var ekki alveg viss um hvað USB-kubbur væri. Það er í sjálfu sér ekki hræðilegt að vita ekki hvað USB-kubbur er. Við munum ekki alltaf hvað allar skammstafanir þýða. Þessi kjarnorkutenging gerði mig samt örlítið órólega. Kveikti líka nokkrar spurningar. Hvernig er hægt að vera ráðherra í heimalandi Nintendo, Sony og Toshiba og nota ekki tölvu? Hvað með allan tölvupóstinn, innhólfið sem aldrei tæmist? Hvernig fylgist hann með fréttum? Les hann bara blaðið og ekkert annað? Eru engar myndir úr sumarfríinu á Instagram? Hvernig eiga kjósendur að tengja við hann sem einstakling nema að hafa aðgang að upplýsingum um hvernig sumarfrístýpa hann er? Hvernig er hægt að vera ráðherra netöryggismála og nota ekki tölvur? Er hægt að móta stefnu í málaflokki án þess að hafa raunverulegan skilning á grundvallaratriðum sem fjallað er um? Stjórnmálin fást oft við stór og flókin álitaefni. Við ætlum stjórnmálamönnum stundum að vera sérfræðingar í öllu sem þau fást við, en það eru þau auðvitað ekki. Þess vegna fá þau til liðs við sig aðstoðarfólk, sérfræðinga, ráðgjafa. Stjórnmálamenn eiga ekki að þurfa að hafa migið í saltan sjó til þess að hafa trúverðuga sýn á kvótamál. Það er hægt að taka pólitíska umræðu um málefni fólks á flótta án þess að hafa þurft að búa í flóttamannabúðum. Það er hægt að hafa pólitíska sýn án þess að hafa reynt alla anga hennar persónulega. Það hlýtur samt að hjálpa að kunna á tölvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Japanski ráðherrann sem ber ábyrgð á netöryggismálum notar ekki tölvur. Hann upplýsti um þetta á svipuðum tíma og hann tók þátt í þingumræðum um netöryggismál í kjarnorkuverum og það kom í ljós að hann var ekki alveg viss um hvað USB-kubbur væri. Það er í sjálfu sér ekki hræðilegt að vita ekki hvað USB-kubbur er. Við munum ekki alltaf hvað allar skammstafanir þýða. Þessi kjarnorkutenging gerði mig samt örlítið órólega. Kveikti líka nokkrar spurningar. Hvernig er hægt að vera ráðherra í heimalandi Nintendo, Sony og Toshiba og nota ekki tölvu? Hvað með allan tölvupóstinn, innhólfið sem aldrei tæmist? Hvernig fylgist hann með fréttum? Les hann bara blaðið og ekkert annað? Eru engar myndir úr sumarfríinu á Instagram? Hvernig eiga kjósendur að tengja við hann sem einstakling nema að hafa aðgang að upplýsingum um hvernig sumarfrístýpa hann er? Hvernig er hægt að vera ráðherra netöryggismála og nota ekki tölvur? Er hægt að móta stefnu í málaflokki án þess að hafa raunverulegan skilning á grundvallaratriðum sem fjallað er um? Stjórnmálin fást oft við stór og flókin álitaefni. Við ætlum stjórnmálamönnum stundum að vera sérfræðingar í öllu sem þau fást við, en það eru þau auðvitað ekki. Þess vegna fá þau til liðs við sig aðstoðarfólk, sérfræðinga, ráðgjafa. Stjórnmálamenn eiga ekki að þurfa að hafa migið í saltan sjó til þess að hafa trúverðuga sýn á kvótamál. Það er hægt að taka pólitíska umræðu um málefni fólks á flótta án þess að hafa þurft að búa í flóttamannabúðum. Það er hægt að hafa pólitíska sýn án þess að hafa reynt alla anga hennar persónulega. Það hlýtur samt að hjálpa að kunna á tölvu.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar