Úlfur, úlfur Hörður Ægisson skrifar 16. nóvember 2018 07:15 Það er meiri háttar vá fyrir dyrum. Samþykki Alþingi innleiðingu á þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem væri brot á stjórnarskránni ef marka má málflutning síðustu vikna, mun Ísland afsala sér forræði á orkuauðlindum landsins og vera gert skylt að tengjast innri orkumarkaði ESB með lagningu sæstrengs með þeim afleiðingum að orkuverð til heimila og fyrirtækja snarhækkaði – og íslensk garðyrkja leggst af. Sem betur fer er þetta allt saman tóm della. Staðreyndir málsins eru tiltölulega skýrar. Innihald þriðja orkupakkans er um margt rökrétt framhald af fyrri orkulöggjöf sambandsins þar sem áhersla hefur einkum verið lögð á virka samkeppni með því að koma á fót innri markaði, bann við ríkisaðstoð og aukinni neytendavernd. Það regluverk var innleitt í íslenskan rétt fyrir um fimmtán árum og fullyrðingar um að nýjasti orkupakkinn feli í sér einhverja eðlisbreytingu stenst enga skoðun. Í nýlegri greinargerð Birgis Tjörva Péturssonar lögmanns kom skýrt fram að ekkert í orkupakkanum kallaði sérstaklega á endurskoðun á EES-samningnum, engar skyldur væru lagðar á stjórnvöld um að tengjast innri markaði ESB með sæstreng og þá varða reglur hans á engan hátt eignarrétt á orkuauðlindum hér á landi. Aðrar skýrslur og greinar ólíkra sérfræðinga hafa komist að sömu niðurstöðu. Helstu nýmæli þriðja orkupakkans lúta meðal annars að auknu sjálfstæði eftirlitsstofnana innan ríkjanna, sem og samstarfi þeirra yfir landamæri. Í þeim tilgangi var komið á fót samstarfsstofnun á orkumarkaði (ACER) sem getur tekið lagalega bindandi ákvarðanir í tilteknum álitamálum gagnvart eftirlitsaðilum aðildarríkja ESB. Gagnvart ríkjum EES eru þær valdheimildir í höndum eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) en vegna þess að raforkukerfi Íslands tengist ekki hinum evrópska orkumarkaði þá er útilokað að ESA geti beitt bindandi valdheimildum gagnvart Orkustofnun. Sú staða breytist ekki nema þá aðeins að lagður verði sæstrengur, ákvörðun sem er alfarið undir íslenskum stjórnvöldum komin. Þótt líklegt sé að slíkur strengur gæti skilað miklum þjóðhagslegum ábata fyrir Íslendinga þá er fátt sem bendir til að ráðist verði í þess konar framkvæmd í náinni framtíð. Örfá ár eru síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti innleiðingu regluverks um sameiginlegt evrópskt fjármálaeftirlit. Sú ráðstöfun fól í sér mun meira framsal fullveldis heldur en þriðji orkupakkinn. Ísland hefur enda aldrei tekið ákvörðun um að aflétta ekki stjórnskipulegum fyrirvara til að innleiða tilskipun um innri markaðinn. Það kemur ekki til af ástæðulausu. Iðnaðarráðherra hefur réttilega bent á að við slíka ákvörðun þá yrðu „menn bara að vera tilbúnir að taka afleiðingunum“. EES-samstarfið væri með öðrum orðum í uppnámi. EES-samningurinn, sem er vissulega ekki fullkominn, er mikilvægasti alþjóðasamningur Íslands. Sú skoðun hefur hingað til verið nokkuð óumdeild. Það er ábyrgðarhlutur, sérstaklega hjá þeim þingmönnum sem ættu að minnsta kosti að vita betur, að standa fyrir þeirri umræðu sem við höfum orðið vitni að, þar sem röngum upplýsingum hefur vísvitandi verið haldið að almenningi. Ef hinn raunverulegi tilgangur með þessu rugli er að setja af stað atburðarás sem felur í sér að Ísland segi sig að lokum frá EES-samningnum þá eiga menn bara að gangast við því. Það er kominn tími til að lyfta þessari umræðu á aðeins hærra plan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Það er meiri háttar vá fyrir dyrum. Samþykki Alþingi innleiðingu á þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem væri brot á stjórnarskránni ef marka má málflutning síðustu vikna, mun Ísland afsala sér forræði á orkuauðlindum landsins og vera gert skylt að tengjast innri orkumarkaði ESB með lagningu sæstrengs með þeim afleiðingum að orkuverð til heimila og fyrirtækja snarhækkaði – og íslensk garðyrkja leggst af. Sem betur fer er þetta allt saman tóm della. Staðreyndir málsins eru tiltölulega skýrar. Innihald þriðja orkupakkans er um margt rökrétt framhald af fyrri orkulöggjöf sambandsins þar sem áhersla hefur einkum verið lögð á virka samkeppni með því að koma á fót innri markaði, bann við ríkisaðstoð og aukinni neytendavernd. Það regluverk var innleitt í íslenskan rétt fyrir um fimmtán árum og fullyrðingar um að nýjasti orkupakkinn feli í sér einhverja eðlisbreytingu stenst enga skoðun. Í nýlegri greinargerð Birgis Tjörva Péturssonar lögmanns kom skýrt fram að ekkert í orkupakkanum kallaði sérstaklega á endurskoðun á EES-samningnum, engar skyldur væru lagðar á stjórnvöld um að tengjast innri markaði ESB með sæstreng og þá varða reglur hans á engan hátt eignarrétt á orkuauðlindum hér á landi. Aðrar skýrslur og greinar ólíkra sérfræðinga hafa komist að sömu niðurstöðu. Helstu nýmæli þriðja orkupakkans lúta meðal annars að auknu sjálfstæði eftirlitsstofnana innan ríkjanna, sem og samstarfi þeirra yfir landamæri. Í þeim tilgangi var komið á fót samstarfsstofnun á orkumarkaði (ACER) sem getur tekið lagalega bindandi ákvarðanir í tilteknum álitamálum gagnvart eftirlitsaðilum aðildarríkja ESB. Gagnvart ríkjum EES eru þær valdheimildir í höndum eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) en vegna þess að raforkukerfi Íslands tengist ekki hinum evrópska orkumarkaði þá er útilokað að ESA geti beitt bindandi valdheimildum gagnvart Orkustofnun. Sú staða breytist ekki nema þá aðeins að lagður verði sæstrengur, ákvörðun sem er alfarið undir íslenskum stjórnvöldum komin. Þótt líklegt sé að slíkur strengur gæti skilað miklum þjóðhagslegum ábata fyrir Íslendinga þá er fátt sem bendir til að ráðist verði í þess konar framkvæmd í náinni framtíð. Örfá ár eru síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti innleiðingu regluverks um sameiginlegt evrópskt fjármálaeftirlit. Sú ráðstöfun fól í sér mun meira framsal fullveldis heldur en þriðji orkupakkinn. Ísland hefur enda aldrei tekið ákvörðun um að aflétta ekki stjórnskipulegum fyrirvara til að innleiða tilskipun um innri markaðinn. Það kemur ekki til af ástæðulausu. Iðnaðarráðherra hefur réttilega bent á að við slíka ákvörðun þá yrðu „menn bara að vera tilbúnir að taka afleiðingunum“. EES-samstarfið væri með öðrum orðum í uppnámi. EES-samningurinn, sem er vissulega ekki fullkominn, er mikilvægasti alþjóðasamningur Íslands. Sú skoðun hefur hingað til verið nokkuð óumdeild. Það er ábyrgðarhlutur, sérstaklega hjá þeim þingmönnum sem ættu að minnsta kosti að vita betur, að standa fyrir þeirri umræðu sem við höfum orðið vitni að, þar sem röngum upplýsingum hefur vísvitandi verið haldið að almenningi. Ef hinn raunverulegi tilgangur með þessu rugli er að setja af stað atburðarás sem felur í sér að Ísland segi sig að lokum frá EES-samningnum þá eiga menn bara að gangast við því. Það er kominn tími til að lyfta þessari umræðu á aðeins hærra plan.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar