Burt með ábyrgðarmannakerfið Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 16. nóvember 2018 07:30 Allt fram til ársins 2009 þurfti námsmaður sem hugðist taka lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) að fá einhvern annan, t.d. foreldri, náinn ættingja eða vin, til að ábyrgjast lánið. Árið 2009 var lögum um sjóðinn breytt og skilyrðið um ábyrgðarmann afnumið. Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu var talið að skilyrðið samræmdist ekki þeim tilgangi laganna að tryggja jafnrétti til náms, enda væru ekki allir námsmenn í þeirri stöðu að geta útvegað ábyrgðarmann. Á sama tíma var ákveðið að sjálfsskuldarábyrgð ábyrgðarmanna yrði áfram virk á útistandandi námslánum. Það var gert með þeim rökum að afnám ábyrgðarmannakerfisins að fullu gæti komið niður á innheimtuhlutfalli lánanna og stefnt fjármögnun sjóðsins í hættu. Röksemdin fyrir þessu ósamræmi er sem sagt fjárhagsleg. BHM telur ótækt að lántakendum hjá LÍN sé mismunað með þessum hætti og krefst þess að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu. Það er réttlætismál að breyta þessu fyrirkomulagi. Mýmörg dæmi má rekja um dapurlegar afleiðingar þess fyrir fjölskyldur lántaka. Þar að auki hafa að undanförnu fallið dómar sem leiða í ljós að reglur um ábyrgðarmenn eru ófullkomnar og að ábyrgðarmenn námslána njóta ekki jafnræðis á við ábyrgðarmenn annarra lána í fjármálakerfinu. Fleiri atriði er vert að endurskoða hjá LÍN. Samkvæmt lögum eru námslán ótímabundin og fyrnast ekki. Fólk sem tekur há námslán og/eða hefur lágar tekjur getur lent í því að þurfa að greiða af námslánum alla ævi. Það getur verið verulega íþyngjandi fyrir fólk á eftirlaunum að þurfa að greiða af námslánum. Nærtækt dæmi um slíkt eru konur sem fóru seint í háskólanám, höfðu margar fyrir börnum að sjá, og sitja margar uppi með sligandi skuldir en oftast lágar tekjur. Annað atriði sem huga mætti að er uppgreiðsluafslátturinn. Samkvæmt núgildandi reglum er veittur 7% uppgreiðsluafsláttur þegar greitt er upp ógjaldfallið lán. Spyrja má hvort hvatinn til uppgreiðslu sé nægur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Allt fram til ársins 2009 þurfti námsmaður sem hugðist taka lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) að fá einhvern annan, t.d. foreldri, náinn ættingja eða vin, til að ábyrgjast lánið. Árið 2009 var lögum um sjóðinn breytt og skilyrðið um ábyrgðarmann afnumið. Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu var talið að skilyrðið samræmdist ekki þeim tilgangi laganna að tryggja jafnrétti til náms, enda væru ekki allir námsmenn í þeirri stöðu að geta útvegað ábyrgðarmann. Á sama tíma var ákveðið að sjálfsskuldarábyrgð ábyrgðarmanna yrði áfram virk á útistandandi námslánum. Það var gert með þeim rökum að afnám ábyrgðarmannakerfisins að fullu gæti komið niður á innheimtuhlutfalli lánanna og stefnt fjármögnun sjóðsins í hættu. Röksemdin fyrir þessu ósamræmi er sem sagt fjárhagsleg. BHM telur ótækt að lántakendum hjá LÍN sé mismunað með þessum hætti og krefst þess að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu. Það er réttlætismál að breyta þessu fyrirkomulagi. Mýmörg dæmi má rekja um dapurlegar afleiðingar þess fyrir fjölskyldur lántaka. Þar að auki hafa að undanförnu fallið dómar sem leiða í ljós að reglur um ábyrgðarmenn eru ófullkomnar og að ábyrgðarmenn námslána njóta ekki jafnræðis á við ábyrgðarmenn annarra lána í fjármálakerfinu. Fleiri atriði er vert að endurskoða hjá LÍN. Samkvæmt lögum eru námslán ótímabundin og fyrnast ekki. Fólk sem tekur há námslán og/eða hefur lágar tekjur getur lent í því að þurfa að greiða af námslánum alla ævi. Það getur verið verulega íþyngjandi fyrir fólk á eftirlaunum að þurfa að greiða af námslánum. Nærtækt dæmi um slíkt eru konur sem fóru seint í háskólanám, höfðu margar fyrir börnum að sjá, og sitja margar uppi með sligandi skuldir en oftast lágar tekjur. Annað atriði sem huga mætti að er uppgreiðsluafslátturinn. Samkvæmt núgildandi reglum er veittur 7% uppgreiðsluafsláttur þegar greitt er upp ógjaldfallið lán. Spyrja má hvort hvatinn til uppgreiðslu sé nægur.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun