Burt með ábyrgðarmannakerfið Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 16. nóvember 2018 07:30 Allt fram til ársins 2009 þurfti námsmaður sem hugðist taka lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) að fá einhvern annan, t.d. foreldri, náinn ættingja eða vin, til að ábyrgjast lánið. Árið 2009 var lögum um sjóðinn breytt og skilyrðið um ábyrgðarmann afnumið. Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu var talið að skilyrðið samræmdist ekki þeim tilgangi laganna að tryggja jafnrétti til náms, enda væru ekki allir námsmenn í þeirri stöðu að geta útvegað ábyrgðarmann. Á sama tíma var ákveðið að sjálfsskuldarábyrgð ábyrgðarmanna yrði áfram virk á útistandandi námslánum. Það var gert með þeim rökum að afnám ábyrgðarmannakerfisins að fullu gæti komið niður á innheimtuhlutfalli lánanna og stefnt fjármögnun sjóðsins í hættu. Röksemdin fyrir þessu ósamræmi er sem sagt fjárhagsleg. BHM telur ótækt að lántakendum hjá LÍN sé mismunað með þessum hætti og krefst þess að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu. Það er réttlætismál að breyta þessu fyrirkomulagi. Mýmörg dæmi má rekja um dapurlegar afleiðingar þess fyrir fjölskyldur lántaka. Þar að auki hafa að undanförnu fallið dómar sem leiða í ljós að reglur um ábyrgðarmenn eru ófullkomnar og að ábyrgðarmenn námslána njóta ekki jafnræðis á við ábyrgðarmenn annarra lána í fjármálakerfinu. Fleiri atriði er vert að endurskoða hjá LÍN. Samkvæmt lögum eru námslán ótímabundin og fyrnast ekki. Fólk sem tekur há námslán og/eða hefur lágar tekjur getur lent í því að þurfa að greiða af námslánum alla ævi. Það getur verið verulega íþyngjandi fyrir fólk á eftirlaunum að þurfa að greiða af námslánum. Nærtækt dæmi um slíkt eru konur sem fóru seint í háskólanám, höfðu margar fyrir börnum að sjá, og sitja margar uppi með sligandi skuldir en oftast lágar tekjur. Annað atriði sem huga mætti að er uppgreiðsluafslátturinn. Samkvæmt núgildandi reglum er veittur 7% uppgreiðsluafsláttur þegar greitt er upp ógjaldfallið lán. Spyrja má hvort hvatinn til uppgreiðslu sé nægur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Allt fram til ársins 2009 þurfti námsmaður sem hugðist taka lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) að fá einhvern annan, t.d. foreldri, náinn ættingja eða vin, til að ábyrgjast lánið. Árið 2009 var lögum um sjóðinn breytt og skilyrðið um ábyrgðarmann afnumið. Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu var talið að skilyrðið samræmdist ekki þeim tilgangi laganna að tryggja jafnrétti til náms, enda væru ekki allir námsmenn í þeirri stöðu að geta útvegað ábyrgðarmann. Á sama tíma var ákveðið að sjálfsskuldarábyrgð ábyrgðarmanna yrði áfram virk á útistandandi námslánum. Það var gert með þeim rökum að afnám ábyrgðarmannakerfisins að fullu gæti komið niður á innheimtuhlutfalli lánanna og stefnt fjármögnun sjóðsins í hættu. Röksemdin fyrir þessu ósamræmi er sem sagt fjárhagsleg. BHM telur ótækt að lántakendum hjá LÍN sé mismunað með þessum hætti og krefst þess að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu. Það er réttlætismál að breyta þessu fyrirkomulagi. Mýmörg dæmi má rekja um dapurlegar afleiðingar þess fyrir fjölskyldur lántaka. Þar að auki hafa að undanförnu fallið dómar sem leiða í ljós að reglur um ábyrgðarmenn eru ófullkomnar og að ábyrgðarmenn námslána njóta ekki jafnræðis á við ábyrgðarmenn annarra lána í fjármálakerfinu. Fleiri atriði er vert að endurskoða hjá LÍN. Samkvæmt lögum eru námslán ótímabundin og fyrnast ekki. Fólk sem tekur há námslán og/eða hefur lágar tekjur getur lent í því að þurfa að greiða af námslánum alla ævi. Það getur verið verulega íþyngjandi fyrir fólk á eftirlaunum að þurfa að greiða af námslánum. Nærtækt dæmi um slíkt eru konur sem fóru seint í háskólanám, höfðu margar fyrir börnum að sjá, og sitja margar uppi með sligandi skuldir en oftast lágar tekjur. Annað atriði sem huga mætti að er uppgreiðsluafslátturinn. Samkvæmt núgildandi reglum er veittur 7% uppgreiðsluafsláttur þegar greitt er upp ógjaldfallið lán. Spyrja má hvort hvatinn til uppgreiðslu sé nægur.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun