Bótamál hjúkrunarfræðings fer til Hæstaréttar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. nóvember 2018 07:00 Ásta Kristín Andrésdóttir fer með mál sitt fyrir Hæstarétt. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur um áfrýjun dóms Landsréttar sem hafnaði kröfu hennar um skaðabætur frá ríkinu. Skaðabótanna krafðist Ásta eftir að hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Hæstiréttur telur dóm um mál hennar geta haft fordæmisgildi þar sem ekki hefur áður reynt á það bótaákvæði sakamálalaga sem hún reisir kröfu sína á við þær aðstæður sem uppi eru í máli hennar. Bótakröfuna reisir Ásta meðal annars á því að starfsmenn ríkisins hafi gert mistök við upphaf rannsóknar á andláti sjúklings Ástu, sem leitt hafi til þess að Ásta tók á sig ábyrgðina á andláti sjúklingsins að ósekju. Lagaákvæðið sem Hæstiréttur telur ekki hafa reynt á í sambærilegum aðstæðum og í máli Ástu fjallar um bótarétt þess sem orðið hefur fyrir ólögmætum aðgerðum lögreglu við rannsókn máls og í kjölfarið verið borinn sökum um refsiverða háttsemi en sýknaður af þeim sakargiftum í endanlegum dómi. Í rökstuðningi sínum vísar Hæstiréttur til þess að ekki hafi áður reynt á hvort dómar sem féllu áður en ný lög um meðferð sakamála tóku gildi geti enn haft fordæmisgildi. Hæstiréttur fellst á að afstaða dómsins til þess og niðurstaða um skilyrði réttar til skaðabóta og hugsanlega meðábyrgð Ástu sjálfrar geti haft almennt gildi og þar af leiðandi séu efni til að verða við beiðni hennar um áfrýjun. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur um áfrýjun dóms Landsréttar sem hafnaði kröfu hennar um skaðabætur frá ríkinu. Skaðabótanna krafðist Ásta eftir að hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Hæstiréttur telur dóm um mál hennar geta haft fordæmisgildi þar sem ekki hefur áður reynt á það bótaákvæði sakamálalaga sem hún reisir kröfu sína á við þær aðstæður sem uppi eru í máli hennar. Bótakröfuna reisir Ásta meðal annars á því að starfsmenn ríkisins hafi gert mistök við upphaf rannsóknar á andláti sjúklings Ástu, sem leitt hafi til þess að Ásta tók á sig ábyrgðina á andláti sjúklingsins að ósekju. Lagaákvæðið sem Hæstiréttur telur ekki hafa reynt á í sambærilegum aðstæðum og í máli Ástu fjallar um bótarétt þess sem orðið hefur fyrir ólögmætum aðgerðum lögreglu við rannsókn máls og í kjölfarið verið borinn sökum um refsiverða háttsemi en sýknaður af þeim sakargiftum í endanlegum dómi. Í rökstuðningi sínum vísar Hæstiréttur til þess að ekki hafi áður reynt á hvort dómar sem féllu áður en ný lög um meðferð sakamála tóku gildi geti enn haft fordæmisgildi. Hæstiréttur fellst á að afstaða dómsins til þess og niðurstaða um skilyrði réttar til skaðabóta og hugsanlega meðábyrgð Ástu sjálfrar geti haft almennt gildi og þar af leiðandi séu efni til að verða við beiðni hennar um áfrýjun.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira