Reglur settar til að hemja nethagkerfi eins og Airbnb Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2018 18:34 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, situr nú leiðtogafund Sharing Cities í Barcelona fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg Leiðtogafundur Sharing Cities hefur sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem meðal annars er komið inn á myndun tengslanets til að sporna við ólöglegri leigu húsnæðis til ferðamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, sitji leiðtogafundinn í Barcelona fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Í tilkynningunni er haft eftir Þórdísi Lóu að Reykjavíkurborg fagni þróuninni í þessum mikilvæga málaflokki, deilihagkerfið sé komið til að vera og muni bæði stækka og umbreytast gríðarlega á komandi árum. „Reykjavíkurborg vill vera frjór jarðvegur fyrir þessa þróun. Við viljum mæta henni með nýsköpun, krafti og skýrum línum. Það er nauðsynlegt að hafa skýran ramma utan um starfsemina og huga að því hvernig hægt er að koma sem best til móts við ólíkar þarfir fólks,“ er haft eftir Þórdísi Lóu sem er sögð um leið leggja áherslu á að fundnar verði leiðir til að bæta notendaviðmót allrar þjónustu. Í yfirlýsingu leiðtogafundarins er kveðið á um meginreglur borga og skuldbindingar um sjálfsstjórn borga gagnvart nethagkerfinu. Í yfirlýsingunni er einnig að finna ítarlega aðgerðaáætlun um mikilvæg atriði eins og sameiginlegar lágmarkskröfur í samningaviðræðum og leiðir til að styðja borgir í slíkum viðræðum við fyrirtæki sem reka nethagkerfi; hagsmunagæslu gagnvart öðrum stjórnsýslustigum og myndun tengslanets til að sporna við ólöglegri leigu húsnæðis til ferðamanna svo eitthvað sé nefnt. Þá verður stofnaður starfshópur til að efla samskipti, samstarf og samhæfingu aðgerða á milli borga. Airbnb Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Leiðtogafundur Sharing Cities hefur sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem meðal annars er komið inn á myndun tengslanets til að sporna við ólöglegri leigu húsnæðis til ferðamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, sitji leiðtogafundinn í Barcelona fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Í tilkynningunni er haft eftir Þórdísi Lóu að Reykjavíkurborg fagni þróuninni í þessum mikilvæga málaflokki, deilihagkerfið sé komið til að vera og muni bæði stækka og umbreytast gríðarlega á komandi árum. „Reykjavíkurborg vill vera frjór jarðvegur fyrir þessa þróun. Við viljum mæta henni með nýsköpun, krafti og skýrum línum. Það er nauðsynlegt að hafa skýran ramma utan um starfsemina og huga að því hvernig hægt er að koma sem best til móts við ólíkar þarfir fólks,“ er haft eftir Þórdísi Lóu sem er sögð um leið leggja áherslu á að fundnar verði leiðir til að bæta notendaviðmót allrar þjónustu. Í yfirlýsingu leiðtogafundarins er kveðið á um meginreglur borga og skuldbindingar um sjálfsstjórn borga gagnvart nethagkerfinu. Í yfirlýsingunni er einnig að finna ítarlega aðgerðaáætlun um mikilvæg atriði eins og sameiginlegar lágmarkskröfur í samningaviðræðum og leiðir til að styðja borgir í slíkum viðræðum við fyrirtæki sem reka nethagkerfi; hagsmunagæslu gagnvart öðrum stjórnsýslustigum og myndun tengslanets til að sporna við ólöglegri leigu húsnæðis til ferðamanna svo eitthvað sé nefnt. Þá verður stofnaður starfshópur til að efla samskipti, samstarf og samhæfingu aðgerða á milli borga.
Airbnb Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira