Sport

Mexíkó missir NFL-leik aðeins sex dögum fyrir upphafsflaut

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hátt i 80 þúsund áhorfendur hafa mætt á leiki NFL-deildarinnar í Mexíkó undanfarin tvö ár. Nú verður hinsvegar ekkert af þessu leik.
Hátt i 80 þúsund áhorfendur hafa mætt á leiki NFL-deildarinnar í Mexíkó undanfarin tvö ár. Nú verður hinsvegar ekkert af þessu leik. Vísir/Getty
Það verður ekkert að því að stórleikur NFL-deildarinnar um næstu helgi fari fram í Mexíkóborg. Leikurinn hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna.

Tvö af bestu liðum deildarinnar, Los Angeles Rams og Kansas City Chiefs, áttu að mætast í Mánudagsleik deildarinnar 19. nóvember næstkomandi. Bæði hafa þau unnið átta af fyrstu níu leikjum sínum og þetta er einn af leikjum tímabilsins.

Ekkert verður af þessum leik í Mexíkó því en hann hefur nú verið færður aðeins sex dögum fyrir leikdag. Ástæðan er slæmt ástand leikvallarins. Leikurinn fer nú fram í Los Angeles borg eða á heimavelli Hrútanna.





Leikurinn átti að fara fram á hinum magnaða Azteca-leikvangi sem hefur meðal annars hýst tvo úrslitaleiki HM í fótbolta (1970 og 1986).

Tónleikahald og fótboltaleikir hafa farið það illa með Azteca-leikvanginn að undanförnu að grasið þykir ekki lengur boðlegt fyrir leik í NFL-deildinni.











NFL-deildin hefur ekki aðeins farið með leiki til Lundúna síðustu árin því þetta átti að vera þriðja árið í röð þar sem er spilað á Azteca-leikvanginum.

Það hefur farið fram NFL-leikur á leikvanginum undanfarin tvö ár, 76.473 manns komu á leik Houston Texans og Oakland Raiders árið 2016 og 77.357 manns komu á leik New England Patriots og Oakland Raiders í fyrra.

Það sem gerði eflaust útslagið nú var að leikmenn liðanna tveggja voru farnir að hóta því að neita að spila leikinn vegna meiðslahættu eins og sjá má hér fyrir neðan.







NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×