Neitaði að láta sjá sig og skildi 1,8 milljarða eftir á borðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 22:45 Le'Veon Bell. Vísir/Getty Le'Veon Bell er einn besti hlauparinn í NFL-deildinni en hann mun ekki spila eina einustu mínútu á þessu tímabilið þrátt fyrir að vera ómeiddur og á toppi síns ferils. Le'Veon Bell hefur spilað frábærlega fyrir Pittsburgh Steelers frá árinu 2013 en annað árið í röð náði Bell og forráðamenn Pittsburgh ekki saman um nýjan samning. Pittsburgh Steelers ákvað því að festa Bell annað árið í röð undir svokölluðu „franchise tag“ en hvert lið hefur leyfi til að gera slíkt. Le'Veon Bell og Steelers voru búin að vera í samningarviðræðum en leikmanninum fannst ekki mikið til þeirra tilboða koma. Niðustaðan var að festa leikmanninn hjá liðinu í eitt ár til viðbótar. Bell fékk þó engin sultarlaun í þessu „fangelsi“ en það kom þó í veg fyrir að hann kæmist út á markaðinn og gæti samið við annað félag.Le'Veon Bell is now looking to stay healthy and strike a mega deal this offseason. pic.twitter.com/OERfEjviDz — ESPN (@espn) November 13, 2018Le'Veon Bell átti að fá 14,5 milljónir dollara fyrir tímabilið eða 1,8 milljarða íslenskra króna. Bell neitaði hinsvegar að láta sjá sig og í gær rann út lokafresturinn fyrir hann. Bell skrópaði enn á ný og nú er ljóst að hann má ekki spila á þessu tímabili. Það er einnig ljóst að hann fær ekkert af þessum 1,8 milljörðum króna sem hann átti að fá fyrir tímabilið.By not showing up, Le’Veon Bell's transition tender will stay higher for 2019 #NFLhttps://t.co/rtEjWbWcUypic.twitter.com/Kzw2ij0vqQ — NBC Sports (@NBCSports) November 14, 2018Le'Veon Bell mun leitast eftir nýjum samning eftir þetta tímabil og mörg félög munu örugglega bjóða honum gull og græna skóga. Hvort hann nái að vinna upp þetta milljarðatap sem hann varð fyrir á þessu tímabili er aftur á móti allt önnur saga. Það fylgir sögunni að varamaður Le'Veon Bell, James Conner, hefur átt frábært tímabili og Pittsburgh Steelers liðið er á miklu skriði. Það er því ekki eins og Pittsburgh Steelers sakni Bell mikið. Conner er líka miklu ódýrari leikmaður en er að skila sömu ef ekki betri tölum það sem af er tímabilinu. NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira
Le'Veon Bell er einn besti hlauparinn í NFL-deildinni en hann mun ekki spila eina einustu mínútu á þessu tímabilið þrátt fyrir að vera ómeiddur og á toppi síns ferils. Le'Veon Bell hefur spilað frábærlega fyrir Pittsburgh Steelers frá árinu 2013 en annað árið í röð náði Bell og forráðamenn Pittsburgh ekki saman um nýjan samning. Pittsburgh Steelers ákvað því að festa Bell annað árið í röð undir svokölluðu „franchise tag“ en hvert lið hefur leyfi til að gera slíkt. Le'Veon Bell og Steelers voru búin að vera í samningarviðræðum en leikmanninum fannst ekki mikið til þeirra tilboða koma. Niðustaðan var að festa leikmanninn hjá liðinu í eitt ár til viðbótar. Bell fékk þó engin sultarlaun í þessu „fangelsi“ en það kom þó í veg fyrir að hann kæmist út á markaðinn og gæti samið við annað félag.Le'Veon Bell is now looking to stay healthy and strike a mega deal this offseason. pic.twitter.com/OERfEjviDz — ESPN (@espn) November 13, 2018Le'Veon Bell átti að fá 14,5 milljónir dollara fyrir tímabilið eða 1,8 milljarða íslenskra króna. Bell neitaði hinsvegar að láta sjá sig og í gær rann út lokafresturinn fyrir hann. Bell skrópaði enn á ný og nú er ljóst að hann má ekki spila á þessu tímabili. Það er einnig ljóst að hann fær ekkert af þessum 1,8 milljörðum króna sem hann átti að fá fyrir tímabilið.By not showing up, Le’Veon Bell's transition tender will stay higher for 2019 #NFLhttps://t.co/rtEjWbWcUypic.twitter.com/Kzw2ij0vqQ — NBC Sports (@NBCSports) November 14, 2018Le'Veon Bell mun leitast eftir nýjum samning eftir þetta tímabil og mörg félög munu örugglega bjóða honum gull og græna skóga. Hvort hann nái að vinna upp þetta milljarðatap sem hann varð fyrir á þessu tímabili er aftur á móti allt önnur saga. Það fylgir sögunni að varamaður Le'Veon Bell, James Conner, hefur átt frábært tímabili og Pittsburgh Steelers liðið er á miklu skriði. Það er því ekki eins og Pittsburgh Steelers sakni Bell mikið. Conner er líka miklu ódýrari leikmaður en er að skila sömu ef ekki betri tölum það sem af er tímabilinu.
NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira