Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2018 10:27 Björgunaraðilar leita að líkum í brunarústum í Paradise. AP/John Locher Björgunaraðilar í norðurhluta Kaliforníu hafa fundið sex látna til viðbótar í bænum Paradise (Paradís á íslensku) sem gereyðilagðist nánast í mannskæðustu kjarr- og skógareldum ríkisins. Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. Áður hafði mannskæðustu skógar- og kjarreldar átt sér stað í Griffith-garðinum í Los Angeles árið 1923. Þá dóu 29. Yfirlit yfir fjölda þeirra sem er saknað verður gert opinbert á næstunni, samkvæmt fógeta Butte-sýslu í Kaliforníu. Þá er búið að kalla til um hundrað hermenn til að hjálpa björgunaraðilum við leitina í Paradise. Fógetinn sagði einnig að sex manns hefðu verið handteknir vegna rána í rústum bæjarins.AP fréttaveitan ræddi við nokkra af íbúum bæjarins sem tókst að flýja undan eldunum en einn þeirra, Greg Gibson, segir hraða eldsins hafa verið ótrúlegan. Hann leitar nú að upplýsingum um nágranna sína sem er saknað.Harold Taylor er 72 ára gamall en honum tókst að flýja. Hann fékk símtal á síðasta fimmtudag þar sem honum var sagt að yfirgefa heimili sitt og þá hafði eldurinn þegar náð upp að húsi hans. Taylor hafði ekki tíma til að taka neinar eigur með sér, aðrar en þær sem hann var klæddur í. Á leiðinni út úr bænum rakst hann á nágranna sinn sem vildi ekki flýja. Taylor reyndi að fá hann upp í bíl sinn en nágranninn vildi ekki fara. Sá maður er nú týndur og er Taylor að reyna að komast að því hvort hann lifði af. Hér má sjá drónamyndband sem birt var í gær og sýnir útlitið í Paradise.AP ræddi einnig við Lindu Rawlings. Hún var í útilegu þegar eldurinn kom upp. Nágrannar hennar hleyptu þremur hundum hennar út úr girðingu þeirra svo þeir gætu komist undan eldinum. Nágrannarnir flúðu og hundarnir sömuleiðis. Nokkrum dögum síðar fundust hundarnir þar sem þeir biðu eftir eigendum sínum í rústum heimilis þeirra. Húsið hafði brunnið til grunna. Talið er að um 90 prósent bygginga í Paradise hafi brunnið. AFP fréttaveitan ræddi við einn íbúa sem tók þá ákvörðun að yfirgefa bæinn ekki og reyna að verja heimili sitt. Honum tókst það en nágrannar hans voru ekki svo heppnir.VIDEO: 'Camp Fire' destroyed almost 90% of the buildings in the small town of Paradise, California. Of the few houses that survived, their owners who refused to evacuate, say they "feel pretty happy to have made it." pic.twitter.com/g4vTi7H57O— AFP news agency (@AFP) November 14, 2018 Bandaríkin Skógareldar Tengdar fréttir Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41 Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30 Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19 Draumur Íslendings í Paradís lifir enn Anton Axelsson, Íslendingur sem rekur veitingastað í Paradís í Kaliforníu þar sem gríðarlegir skógareldar geysa, segist aldrei hafa séð annað eins. 11. nóvember 2018 23:00 Segist heppin og þakklát að sleppa frá skógareldum Skógar- og kjarreldarnir í Kaliforníu eru orðnir þeir mannskæðustu í sögu ríkisins. Ólafía Einarsdótti, íbúi í West Hill í Kaliforníu, segir það mikla mildi að heimili hennar hafi sloppið við eldana. 12. nóvember 2018 19:30 Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22 Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Björgunaraðilar í norðurhluta Kaliforníu hafa fundið sex látna til viðbótar í bænum Paradise (Paradís á íslensku) sem gereyðilagðist nánast í mannskæðustu kjarr- og skógareldum ríkisins. Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. Áður hafði mannskæðustu skógar- og kjarreldar átt sér stað í Griffith-garðinum í Los Angeles árið 1923. Þá dóu 29. Yfirlit yfir fjölda þeirra sem er saknað verður gert opinbert á næstunni, samkvæmt fógeta Butte-sýslu í Kaliforníu. Þá er búið að kalla til um hundrað hermenn til að hjálpa björgunaraðilum við leitina í Paradise. Fógetinn sagði einnig að sex manns hefðu verið handteknir vegna rána í rústum bæjarins.AP fréttaveitan ræddi við nokkra af íbúum bæjarins sem tókst að flýja undan eldunum en einn þeirra, Greg Gibson, segir hraða eldsins hafa verið ótrúlegan. Hann leitar nú að upplýsingum um nágranna sína sem er saknað.Harold Taylor er 72 ára gamall en honum tókst að flýja. Hann fékk símtal á síðasta fimmtudag þar sem honum var sagt að yfirgefa heimili sitt og þá hafði eldurinn þegar náð upp að húsi hans. Taylor hafði ekki tíma til að taka neinar eigur með sér, aðrar en þær sem hann var klæddur í. Á leiðinni út úr bænum rakst hann á nágranna sinn sem vildi ekki flýja. Taylor reyndi að fá hann upp í bíl sinn en nágranninn vildi ekki fara. Sá maður er nú týndur og er Taylor að reyna að komast að því hvort hann lifði af. Hér má sjá drónamyndband sem birt var í gær og sýnir útlitið í Paradise.AP ræddi einnig við Lindu Rawlings. Hún var í útilegu þegar eldurinn kom upp. Nágrannar hennar hleyptu þremur hundum hennar út úr girðingu þeirra svo þeir gætu komist undan eldinum. Nágrannarnir flúðu og hundarnir sömuleiðis. Nokkrum dögum síðar fundust hundarnir þar sem þeir biðu eftir eigendum sínum í rústum heimilis þeirra. Húsið hafði brunnið til grunna. Talið er að um 90 prósent bygginga í Paradise hafi brunnið. AFP fréttaveitan ræddi við einn íbúa sem tók þá ákvörðun að yfirgefa bæinn ekki og reyna að verja heimili sitt. Honum tókst það en nágrannar hans voru ekki svo heppnir.VIDEO: 'Camp Fire' destroyed almost 90% of the buildings in the small town of Paradise, California. Of the few houses that survived, their owners who refused to evacuate, say they "feel pretty happy to have made it." pic.twitter.com/g4vTi7H57O— AFP news agency (@AFP) November 14, 2018
Bandaríkin Skógareldar Tengdar fréttir Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41 Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30 Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19 Draumur Íslendings í Paradís lifir enn Anton Axelsson, Íslendingur sem rekur veitingastað í Paradís í Kaliforníu þar sem gríðarlegir skógareldar geysa, segist aldrei hafa séð annað eins. 11. nóvember 2018 23:00 Segist heppin og þakklát að sleppa frá skógareldum Skógar- og kjarreldarnir í Kaliforníu eru orðnir þeir mannskæðustu í sögu ríkisins. Ólafía Einarsdótti, íbúi í West Hill í Kaliforníu, segir það mikla mildi að heimili hennar hafi sloppið við eldana. 12. nóvember 2018 19:30 Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22 Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41
Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30
Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19
Draumur Íslendings í Paradís lifir enn Anton Axelsson, Íslendingur sem rekur veitingastað í Paradís í Kaliforníu þar sem gríðarlegir skógareldar geysa, segist aldrei hafa séð annað eins. 11. nóvember 2018 23:00
Segist heppin og þakklát að sleppa frá skógareldum Skógar- og kjarreldarnir í Kaliforníu eru orðnir þeir mannskæðustu í sögu ríkisins. Ólafía Einarsdótti, íbúi í West Hill í Kaliforníu, segir það mikla mildi að heimili hennar hafi sloppið við eldana. 12. nóvember 2018 19:30
Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22
Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00