Burt með krónuna? Björn Berg Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2018 09:00 Það kostar víst á fjórðu krónu að framleiða einn krónupening. Samtals eru 119 milljónir slíkra í umferð, sem þýðir að undir sófasessum landsmanna eru hátt í 500 tonn af peningum sem hæpið er að verði nokkru sinni notaðir. Það er erfitt að átta sig á nauðsyn þess að halda hér úti slíkri mynt og sama mætti væntanlega segja um 25 milljónir fimmkalla. En hvað með hitt klinkið og seðlana? Seðlabanki Íslands sendi á dögunum frá sér áhugavert sérrit um rafkrónu þar sem meðal annars er rætt um stöðu reiðufjár á Íslandi. Þar er því haldið fram að þegar horft er fram veginn sé „líklegt að hlutdeild hefðbundins reiðufjár, að minnsta kosti í staðgreiðsluviðskiptum, fari minnkandi.“ Reynsla Dana sýni að börn og aldraðir séu helstu notendur reiðufjár þar í landi en aðrir séu móttækilegri fyrir öðrum greiðsluleiðum. Þetta hljómar alls ekki ólíklegt, en reiðufé er þó ekki einungis greiðslumáti heldur einnig geymslustaður fyrir verðmæti. Fáir geyma sennilega klink í stórum varasjóðum en 82% verðmætis lausafjár hér á landi er í formi 5.000 og 10.000 króna seðla. Reiðufé hefur sína kosti og galla sem sparnaðarform. Vissulega er það í ríkisábyrgð og tiltækt fyrirvaralaust, en það brennur stöðugt upp í verðbólgu og getur glatast. Dagleg notkun reiðufjár í viðskiptum á sennilega styttra eftir en áhugi fólks á að geyma sparifé undir koddanum. Á endanum má þó reikna með að við hættum alfarið að nota reiðufé og þá er spurningin hvað tekur við. Seðlabankinn undirbýr sig með umræðu um rafkrónu sem valkost og það er gott að vita að útgefandi reiðufjár skoði af fullri alvöru hvað taki við. Þegar rætt var um möguleika þess að innkalla 10.000 kr. seðla í fyrra fór allt í háaloft og ýmist var talað um aðgerðina sem nauðsynlega til að stemma stigu við svartri atvinnustarfsemi og örva einkaneyslu eða grófa skerðingu á rétti fólks til að geta átt óskráð viðskipti. Í næstu umferð verður umræðan vonandi yfirvegaðri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Skoðun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það kostar víst á fjórðu krónu að framleiða einn krónupening. Samtals eru 119 milljónir slíkra í umferð, sem þýðir að undir sófasessum landsmanna eru hátt í 500 tonn af peningum sem hæpið er að verði nokkru sinni notaðir. Það er erfitt að átta sig á nauðsyn þess að halda hér úti slíkri mynt og sama mætti væntanlega segja um 25 milljónir fimmkalla. En hvað með hitt klinkið og seðlana? Seðlabanki Íslands sendi á dögunum frá sér áhugavert sérrit um rafkrónu þar sem meðal annars er rætt um stöðu reiðufjár á Íslandi. Þar er því haldið fram að þegar horft er fram veginn sé „líklegt að hlutdeild hefðbundins reiðufjár, að minnsta kosti í staðgreiðsluviðskiptum, fari minnkandi.“ Reynsla Dana sýni að börn og aldraðir séu helstu notendur reiðufjár þar í landi en aðrir séu móttækilegri fyrir öðrum greiðsluleiðum. Þetta hljómar alls ekki ólíklegt, en reiðufé er þó ekki einungis greiðslumáti heldur einnig geymslustaður fyrir verðmæti. Fáir geyma sennilega klink í stórum varasjóðum en 82% verðmætis lausafjár hér á landi er í formi 5.000 og 10.000 króna seðla. Reiðufé hefur sína kosti og galla sem sparnaðarform. Vissulega er það í ríkisábyrgð og tiltækt fyrirvaralaust, en það brennur stöðugt upp í verðbólgu og getur glatast. Dagleg notkun reiðufjár í viðskiptum á sennilega styttra eftir en áhugi fólks á að geyma sparifé undir koddanum. Á endanum má þó reikna með að við hættum alfarið að nota reiðufé og þá er spurningin hvað tekur við. Seðlabankinn undirbýr sig með umræðu um rafkrónu sem valkost og það er gott að vita að útgefandi reiðufjár skoði af fullri alvöru hvað taki við. Þegar rætt var um möguleika þess að innkalla 10.000 kr. seðla í fyrra fór allt í háaloft og ýmist var talað um aðgerðina sem nauðsynlega til að stemma stigu við svartri atvinnustarfsemi og örva einkaneyslu eða grófa skerðingu á rétti fólks til að geta átt óskráð viðskipti. Í næstu umferð verður umræðan vonandi yfirvegaðri.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun