Sport

NFL-þjálfari eyðilagði brunabjölluna rétt fyrir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sean Payton er að flestra mati einn besti þjálfari NFL-deildarinnar.
Sean Payton er að flestra mati einn besti þjálfari NFL-deildarinnar. Vísir/Getty
New Orleans Saints er heitasta liðið í NFL-deildinni þessa daganna en strákarnir hans Sean Payton unnu sinn áttunda leik í röð um síðustu helgi.

New Orleans Saints liðið er ekki aðeins að vinna sína leiki heldur er liðið að rústa þeim. New Orleans Saints vann 51-14 sigur á Cincinnati Bengals á útivelli um helgina.

Það gekk hinsvegar mikið á í búningsklefa leiksins fyrir leik þar sem brunabjallan var alltaf að fara aftur og aftur í gang.

Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, var búinn að fá nóg og hreinlega eyðilagði brunabjölluna þegar hún fór enn einu sinni í gang tíu mínútum fyrir leik.

„Ég varð bara að stöðva þennan hávaða,“ sagði Sean Payton um atvikið. Það má sjá ástandið á brunabjöllunni hér fyrir neðan.





Sean Payton þvertók fyrir það að hann hafi ætlaði sér að kveikja í sínum leikmönnum með því að eyðileggja brunabjölluna.

„Ég ætla að borga fyrir skemmdirnar. Ég lít á Brown fjölskulduna (eigendur Cincinnati Bengals) sem mína bandamenn og ber mikla virðingu fyrir þeim. Það sama get ég sagt um Marvin Lewis þjálfara,“ sagði Sean Payton.

„Þetta var bara búið að vera í gangi í langan tíma í klefanum og ég taldi mikilvægt að stöðva þennan hávaða til að ég gæti undirbúið liðið fyrir leikinn,“ sagði Payton.

Payton sagði líka full dramatískt að halda því fram að hann hafi eyðilagt brunabjölluna en eins og sjá má hér fyrir ofan þá má hún vissulega muna sinn fífil fegri.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×