Íhuga stefnu vegna afgreiðslu kjararáðs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. nóvember 2018 06:00 Kjararáð var lagt niður þegar júní rann sitt skeið. Fréttablaðið/stefán Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum. Félag forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) hefur nú til skoðunar hvort höfða skuli dómsmál á hendur ríkinu vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Nokkrir félagsmenn telja að erindum þeirra hafi ekki verið svarað og þeir hafi hlotið af tjón vegna afgreiðslu ráðsins. Kjararáð var lagt niður þegar júní rann sitt skeið. Lokaverk ráðsins var að ákvarða laun tæplega 50 forstöðumanna ríkisstofnana. Óánægju gætir meðal forstjóranna vegna stjórnsýsluhátta sem stjórnvaldið viðhafði við sína síðustu ákvörðun. „Það er auðvitað mikil óánægja meðal þeirra sem töldu sig bera skarðan hlut frá borði. Erindum, sem sum hver voru gömul, var ekki svarað eða þeim vísað frá,“ segir Gissur Pétursson, formaður FFR.Gissur Pétursson, formaður FFR.vísir/vilhelmFélagsfundur fór fram í liðinni viku þar sem viðskilnaðurinn við kjararáð var til umræðu. Meðal annars var rætt hvort leita skyldi til umboðsmanns Alþingis vegna málsins eða hvort rétt væri að fara með málið fyrir dóm. „Það er spurning hvort umboðsmaður Alþingis geti yfirhöfuð tekið á málinu þar sem kjararáð hefur verið lagt niður. Það eru ýmsir fletir á þessu sem eru óþægilega óskýrir. Í hópi okkar eru margir löglærðir menn sem vilja hafa hlutina klára og kvitta og geta illa sætt sig við að það sé gengið frá þessu máli svona eins og var gert,“ segir Gissur. Enn liggur ekki fyrir hve marga kjararáð virti ekki svars en Gissur segir að það sé „drjúgur hópur“ sem telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna þessarar málsmeðferðar. Sú leið hafi meðal annars verið rædd að einn forstöðumaður höfði dómsmál, með stuðningi FFR, til að fá úr því skorið. „Það eru forstöðumenn sem sjá ekki aðra leið færa en að fara með málið til dómstóla. Það er mikið vafamál hvort þessi málsmeðferð sé í takti við málsmeðferðarreglur stjórnsýslunnar og mögulega voru þær brotnar,“ segir Gissur. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum. Félag forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) hefur nú til skoðunar hvort höfða skuli dómsmál á hendur ríkinu vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Nokkrir félagsmenn telja að erindum þeirra hafi ekki verið svarað og þeir hafi hlotið af tjón vegna afgreiðslu ráðsins. Kjararáð var lagt niður þegar júní rann sitt skeið. Lokaverk ráðsins var að ákvarða laun tæplega 50 forstöðumanna ríkisstofnana. Óánægju gætir meðal forstjóranna vegna stjórnsýsluhátta sem stjórnvaldið viðhafði við sína síðustu ákvörðun. „Það er auðvitað mikil óánægja meðal þeirra sem töldu sig bera skarðan hlut frá borði. Erindum, sem sum hver voru gömul, var ekki svarað eða þeim vísað frá,“ segir Gissur Pétursson, formaður FFR.Gissur Pétursson, formaður FFR.vísir/vilhelmFélagsfundur fór fram í liðinni viku þar sem viðskilnaðurinn við kjararáð var til umræðu. Meðal annars var rætt hvort leita skyldi til umboðsmanns Alþingis vegna málsins eða hvort rétt væri að fara með málið fyrir dóm. „Það er spurning hvort umboðsmaður Alþingis geti yfirhöfuð tekið á málinu þar sem kjararáð hefur verið lagt niður. Það eru ýmsir fletir á þessu sem eru óþægilega óskýrir. Í hópi okkar eru margir löglærðir menn sem vilja hafa hlutina klára og kvitta og geta illa sætt sig við að það sé gengið frá þessu máli svona eins og var gert,“ segir Gissur. Enn liggur ekki fyrir hve marga kjararáð virti ekki svars en Gissur segir að það sé „drjúgur hópur“ sem telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna þessarar málsmeðferðar. Sú leið hafi meðal annars verið rædd að einn forstöðumaður höfði dómsmál, með stuðningi FFR, til að fá úr því skorið. „Það eru forstöðumenn sem sjá ekki aðra leið færa en að fara með málið til dómstóla. Það er mikið vafamál hvort þessi málsmeðferð sé í takti við málsmeðferðarreglur stjórnsýslunnar og mögulega voru þær brotnar,“ segir Gissur.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira