Innlent

Krefst skýringa frá Seðla­bankanum vegna Sam­herja­málsins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/vilhelm
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sent bankaráði Seðlabankans bréf þar sem hún óskar eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst.

Í bréfinu óskar ráðherra sérstaklega eftir „upplýsingum um hvað lá að baki ákvörðun Seðlabanka Íslands um að endurupptaka málið sem tilkynnt var Samherja hf. 30. mars 2016. Þá óska ég einnig eftir útlistun á því hvort og þá með hvaða hætti Seðlabanki Íslands hyggist bregðast við dómnum og hvort dómsniðurstaðan kalli á úrbætur á stjórnsýslu bankans og þá hvaða,“ að því er segir í bréfi Katrínar.

Síðastliðinn fimmtudag kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem Samherji höfðaði til ógildingar ákvörðunar Seðlabankans um að sekta bankann um fimmtán milljónir króna vegna meintra brota á reglum um gjaldeyrismál.

Samherji vann málið þar sem Hæstiréttur ógilti ákvörðun Seðlabankans um sektina, en Hæstiréttur staðfesti með dómnum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra.


Tengdar fréttir

Samherji segir rangt sagt frá

Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál




Fleiri fréttir

Sjá meira


×