Stafrænar heilbrigðislausnir gætu sparað umtalsverða fjármuni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 10:30 Notkun stafrænnar heilbrigðisþjónustu til að fyrirbyggja lífstílstengda sjúkdóma gæti sparað hundruð þúsunda á hvern einstakling í heilbrigðiskerfinu. Kjöraðstæður eru hér á landi til að þróa þennan möguleika en að svo stöddu reynist auðveldara að bjóða þjónustuna erlendis að sögn framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækis. Um það bil þriðji hver Íslendingur glímir við sykursýki á einhverju stigi en Tryggvi Þorgeirsson, læknir, lýðheilsufræðingur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins SideKick Health, segir að með stafrænum lausnum sé með auðveldum hætti hægt að lækka hlutfallið. „Hvort sem það tengist sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, streitu og svo framvegis og þetta hefur áhrif mjög víða. Hjá fyrirtækjum hefur þetta áhrif á fjarvistir og framleiðni og það hefur verið metið að allt að þrjátíu dagar tapist hjá hverjum starfsmanni á ári í framleiðni, veikindum og slíku útaf lífstílstengdum þáttum. Þannig að við höfum verið að vinna með fyrirtækjum í að tækla þetta með tækninni,“ segir Tryggvi. Stafrænar lausnir geti jafnvel dregið úr lyfjanotkun. „Ég upplifði það um leið og ég útskrifaðist sem læknir og fór að vinna þannig að ég var alltaf að skrifa út lyf við einhverju sem hafði mjög sterka lífstílstengingu. Hvort sem það var lyf til að lækka blóðþrýsting eða blóðfitur eða annað. En lyfin þau virka náttúrlega vel en þau gera ekkert annað en að slá á einkennin, þau taka ekkert á rótum vandans. Þannig ég upplifði þetta þannig að ég væri alltaf að slökkva elda sem hefði mátt fyrirbyggja," útskýrir Tryggvi. Hann segir að hér á landi megi gera betur þegar kemur að stafrænum lausnum í heilbrigðisþjónustu. „Það hefur verið miklu auðveldara fyrir okkur að koma vörunni á markað erlendis heldur en á heimamarkaði bara af því að þennan ramma vantar,“ segir Tryggvi. „Það er mikill áhugi hjá heilbrigðiskerfinu, til dæmis heilsugæslu og Landspítala, fyrir að nýta svona lausnir en það er bara miklu auðveldara að fá greiðsluþátttöku og allur ramminn miðar að því að kaupa fleiri lyf. Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent Fleiri fréttir Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Sjá meira
Notkun stafrænnar heilbrigðisþjónustu til að fyrirbyggja lífstílstengda sjúkdóma gæti sparað hundruð þúsunda á hvern einstakling í heilbrigðiskerfinu. Kjöraðstæður eru hér á landi til að þróa þennan möguleika en að svo stöddu reynist auðveldara að bjóða þjónustuna erlendis að sögn framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækis. Um það bil þriðji hver Íslendingur glímir við sykursýki á einhverju stigi en Tryggvi Þorgeirsson, læknir, lýðheilsufræðingur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins SideKick Health, segir að með stafrænum lausnum sé með auðveldum hætti hægt að lækka hlutfallið. „Hvort sem það tengist sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, streitu og svo framvegis og þetta hefur áhrif mjög víða. Hjá fyrirtækjum hefur þetta áhrif á fjarvistir og framleiðni og það hefur verið metið að allt að þrjátíu dagar tapist hjá hverjum starfsmanni á ári í framleiðni, veikindum og slíku útaf lífstílstengdum þáttum. Þannig að við höfum verið að vinna með fyrirtækjum í að tækla þetta með tækninni,“ segir Tryggvi. Stafrænar lausnir geti jafnvel dregið úr lyfjanotkun. „Ég upplifði það um leið og ég útskrifaðist sem læknir og fór að vinna þannig að ég var alltaf að skrifa út lyf við einhverju sem hafði mjög sterka lífstílstengingu. Hvort sem það var lyf til að lækka blóðþrýsting eða blóðfitur eða annað. En lyfin þau virka náttúrlega vel en þau gera ekkert annað en að slá á einkennin, þau taka ekkert á rótum vandans. Þannig ég upplifði þetta þannig að ég væri alltaf að slökkva elda sem hefði mátt fyrirbyggja," útskýrir Tryggvi. Hann segir að hér á landi megi gera betur þegar kemur að stafrænum lausnum í heilbrigðisþjónustu. „Það hefur verið miklu auðveldara fyrir okkur að koma vörunni á markað erlendis heldur en á heimamarkaði bara af því að þennan ramma vantar,“ segir Tryggvi. „Það er mikill áhugi hjá heilbrigðiskerfinu, til dæmis heilsugæslu og Landspítala, fyrir að nýta svona lausnir en það er bara miklu auðveldara að fá greiðsluþátttöku og allur ramminn miðar að því að kaupa fleiri lyf.
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent Fleiri fréttir Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Sjá meira