Skálmeldingar spila á hátíð með Slayer Benedikt Bóas skrifar 12. nóvember 2018 09:00 Skálmeldingar eru komnir í örlítið jólafrí en taka upp þráðinn á nýju ári. Þeir eru nýbúnir að gefa út plötuna Sorgir. Skálmöld mun leggja land undir fót næsta sumar og spila á þungarokkshátíðinni Graspop ásamt fjölda annarra sveita. Nýverið kom út kynningarplakat fyrir hátíðina og eru Skálmeldingar í góðum félagsskap. Standa þar ásamt Slash, Slayer, Lamb of God, Anthrax, Cradle of Filth og Death Angel. Þungarokkarar landsins ættu að kannast við flest þessi bönd sem selt hafa tugmilljónir platna og unnið til fjölda verðlauna. Snæbjörn Ragnarsson segir að hann hafi verið að skoða þessa hátíð enda mörg stór nöfn á henni. „Ég var að skrolla niður Facebook og sá þetta plakat. Hugsaði með mér: „Djöfull eru mörg góð bönd á þessu festivali.“Kerry King í hinni mögnuðu sveit Slayer í New York. nordicphotos/gettySvo renndi ég niður listann og þetta varð bara betra og betra. Svo rak ég augun í síðasta bandið. Ég var búinn að steingleyma að við værum bókaðir þarna. Súrrealískt,“ segir hann og hlær. Slayer og Anthrax eru tvö af þeim stóru fjórum í þrassmetalsenunni ásamt Megadeth og kóngunum í Metallica. Slayer var stofnuð í Huntington Park í Kaliforníu af þeim Kerry King, Tom Araya, Jeff Hanneman og Dave Lombardo árið 1981. Fimm árum síðar slógu þeir í gegn með plötunni Reign in Blood. Síðan hefur nánast hvert meistaraverkið runnið undan rokkrifjum þeirra. Þeir gáfu síðast út plötuna Repentless árið 2015.Joey Belladonna og Scott Ian í Anthrax þenja sig í Las Vegas. nordicphotos/gettyFjórar plötur af 12 hafa komist í gull og hefur bandið hlotið tvenn Grammy-verðlaun en fimm sinnum verið tilnefnt. Slayer tilkynnti í janúar að heimstúrinn á næsta ári verði síðasti tónleikaferðalag bandsins. Sveitin Anthrax var einnig stofnuð á því herrans ári 1981 og hefur gefið út 11 plötur, sú síðasta rann í búðarhillur árið 2016. Þeir hafa gert fjölmargar tónlistarlegar tilraunir og leikið sér meðal annars með húmor en alltaf er stutt í þrassið.Scott Ian í Anthrax hendir í hornin góðu.„Meirihlutinn á þessari hátíð eru bönd sem ég hef hlustað á í gegnum tíðina,“ segir Snæbjörn og bendir á að Skálmöld hafi oft spilað á hátíðum með mörgum af þessum böndum. „Þetta er bara eitt af þessum giggum þar sem milljón bönd koma saman,“ segir hann hæverskur. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Skálmöld mun leggja land undir fót næsta sumar og spila á þungarokkshátíðinni Graspop ásamt fjölda annarra sveita. Nýverið kom út kynningarplakat fyrir hátíðina og eru Skálmeldingar í góðum félagsskap. Standa þar ásamt Slash, Slayer, Lamb of God, Anthrax, Cradle of Filth og Death Angel. Þungarokkarar landsins ættu að kannast við flest þessi bönd sem selt hafa tugmilljónir platna og unnið til fjölda verðlauna. Snæbjörn Ragnarsson segir að hann hafi verið að skoða þessa hátíð enda mörg stór nöfn á henni. „Ég var að skrolla niður Facebook og sá þetta plakat. Hugsaði með mér: „Djöfull eru mörg góð bönd á þessu festivali.“Kerry King í hinni mögnuðu sveit Slayer í New York. nordicphotos/gettySvo renndi ég niður listann og þetta varð bara betra og betra. Svo rak ég augun í síðasta bandið. Ég var búinn að steingleyma að við værum bókaðir þarna. Súrrealískt,“ segir hann og hlær. Slayer og Anthrax eru tvö af þeim stóru fjórum í þrassmetalsenunni ásamt Megadeth og kóngunum í Metallica. Slayer var stofnuð í Huntington Park í Kaliforníu af þeim Kerry King, Tom Araya, Jeff Hanneman og Dave Lombardo árið 1981. Fimm árum síðar slógu þeir í gegn með plötunni Reign in Blood. Síðan hefur nánast hvert meistaraverkið runnið undan rokkrifjum þeirra. Þeir gáfu síðast út plötuna Repentless árið 2015.Joey Belladonna og Scott Ian í Anthrax þenja sig í Las Vegas. nordicphotos/gettyFjórar plötur af 12 hafa komist í gull og hefur bandið hlotið tvenn Grammy-verðlaun en fimm sinnum verið tilnefnt. Slayer tilkynnti í janúar að heimstúrinn á næsta ári verði síðasti tónleikaferðalag bandsins. Sveitin Anthrax var einnig stofnuð á því herrans ári 1981 og hefur gefið út 11 plötur, sú síðasta rann í búðarhillur árið 2016. Þeir hafa gert fjölmargar tónlistarlegar tilraunir og leikið sér meðal annars með húmor en alltaf er stutt í þrassið.Scott Ian í Anthrax hendir í hornin góðu.„Meirihlutinn á þessari hátíð eru bönd sem ég hef hlustað á í gegnum tíðina,“ segir Snæbjörn og bendir á að Skálmöld hafi oft spilað á hátíðum með mörgum af þessum böndum. „Þetta er bara eitt af þessum giggum þar sem milljón bönd koma saman,“ segir hann hæverskur.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira