Skálmeldingar spila á hátíð með Slayer Benedikt Bóas skrifar 12. nóvember 2018 09:00 Skálmeldingar eru komnir í örlítið jólafrí en taka upp þráðinn á nýju ári. Þeir eru nýbúnir að gefa út plötuna Sorgir. Skálmöld mun leggja land undir fót næsta sumar og spila á þungarokkshátíðinni Graspop ásamt fjölda annarra sveita. Nýverið kom út kynningarplakat fyrir hátíðina og eru Skálmeldingar í góðum félagsskap. Standa þar ásamt Slash, Slayer, Lamb of God, Anthrax, Cradle of Filth og Death Angel. Þungarokkarar landsins ættu að kannast við flest þessi bönd sem selt hafa tugmilljónir platna og unnið til fjölda verðlauna. Snæbjörn Ragnarsson segir að hann hafi verið að skoða þessa hátíð enda mörg stór nöfn á henni. „Ég var að skrolla niður Facebook og sá þetta plakat. Hugsaði með mér: „Djöfull eru mörg góð bönd á þessu festivali.“Kerry King í hinni mögnuðu sveit Slayer í New York. nordicphotos/gettySvo renndi ég niður listann og þetta varð bara betra og betra. Svo rak ég augun í síðasta bandið. Ég var búinn að steingleyma að við værum bókaðir þarna. Súrrealískt,“ segir hann og hlær. Slayer og Anthrax eru tvö af þeim stóru fjórum í þrassmetalsenunni ásamt Megadeth og kóngunum í Metallica. Slayer var stofnuð í Huntington Park í Kaliforníu af þeim Kerry King, Tom Araya, Jeff Hanneman og Dave Lombardo árið 1981. Fimm árum síðar slógu þeir í gegn með plötunni Reign in Blood. Síðan hefur nánast hvert meistaraverkið runnið undan rokkrifjum þeirra. Þeir gáfu síðast út plötuna Repentless árið 2015.Joey Belladonna og Scott Ian í Anthrax þenja sig í Las Vegas. nordicphotos/gettyFjórar plötur af 12 hafa komist í gull og hefur bandið hlotið tvenn Grammy-verðlaun en fimm sinnum verið tilnefnt. Slayer tilkynnti í janúar að heimstúrinn á næsta ári verði síðasti tónleikaferðalag bandsins. Sveitin Anthrax var einnig stofnuð á því herrans ári 1981 og hefur gefið út 11 plötur, sú síðasta rann í búðarhillur árið 2016. Þeir hafa gert fjölmargar tónlistarlegar tilraunir og leikið sér meðal annars með húmor en alltaf er stutt í þrassið.Scott Ian í Anthrax hendir í hornin góðu.„Meirihlutinn á þessari hátíð eru bönd sem ég hef hlustað á í gegnum tíðina,“ segir Snæbjörn og bendir á að Skálmöld hafi oft spilað á hátíðum með mörgum af þessum böndum. „Þetta er bara eitt af þessum giggum þar sem milljón bönd koma saman,“ segir hann hæverskur. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
Skálmöld mun leggja land undir fót næsta sumar og spila á þungarokkshátíðinni Graspop ásamt fjölda annarra sveita. Nýverið kom út kynningarplakat fyrir hátíðina og eru Skálmeldingar í góðum félagsskap. Standa þar ásamt Slash, Slayer, Lamb of God, Anthrax, Cradle of Filth og Death Angel. Þungarokkarar landsins ættu að kannast við flest þessi bönd sem selt hafa tugmilljónir platna og unnið til fjölda verðlauna. Snæbjörn Ragnarsson segir að hann hafi verið að skoða þessa hátíð enda mörg stór nöfn á henni. „Ég var að skrolla niður Facebook og sá þetta plakat. Hugsaði með mér: „Djöfull eru mörg góð bönd á þessu festivali.“Kerry King í hinni mögnuðu sveit Slayer í New York. nordicphotos/gettySvo renndi ég niður listann og þetta varð bara betra og betra. Svo rak ég augun í síðasta bandið. Ég var búinn að steingleyma að við værum bókaðir þarna. Súrrealískt,“ segir hann og hlær. Slayer og Anthrax eru tvö af þeim stóru fjórum í þrassmetalsenunni ásamt Megadeth og kóngunum í Metallica. Slayer var stofnuð í Huntington Park í Kaliforníu af þeim Kerry King, Tom Araya, Jeff Hanneman og Dave Lombardo árið 1981. Fimm árum síðar slógu þeir í gegn með plötunni Reign in Blood. Síðan hefur nánast hvert meistaraverkið runnið undan rokkrifjum þeirra. Þeir gáfu síðast út plötuna Repentless árið 2015.Joey Belladonna og Scott Ian í Anthrax þenja sig í Las Vegas. nordicphotos/gettyFjórar plötur af 12 hafa komist í gull og hefur bandið hlotið tvenn Grammy-verðlaun en fimm sinnum verið tilnefnt. Slayer tilkynnti í janúar að heimstúrinn á næsta ári verði síðasti tónleikaferðalag bandsins. Sveitin Anthrax var einnig stofnuð á því herrans ári 1981 og hefur gefið út 11 plötur, sú síðasta rann í búðarhillur árið 2016. Þeir hafa gert fjölmargar tónlistarlegar tilraunir og leikið sér meðal annars með húmor en alltaf er stutt í þrassið.Scott Ian í Anthrax hendir í hornin góðu.„Meirihlutinn á þessari hátíð eru bönd sem ég hef hlustað á í gegnum tíðina,“ segir Snæbjörn og bendir á að Skálmöld hafi oft spilað á hátíðum með mörgum af þessum böndum. „Þetta er bara eitt af þessum giggum þar sem milljón bönd koma saman,“ segir hann hæverskur.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira