"Paradís er horfin“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2018 08:00 Það er ekki mikið eftir af þessu hverfi í Paradís í Kaliforníu. Getty/Justin Sullivan Rex Stewart, íbúi í bænum Paradís í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum, var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa.New York Times ræddi við Stewarten hann starfaði lengst af sem smiður þar sem hann vann við að byggja upp bæinn sem er við rætur Sierra Nevada fjallgarðsins.Stewart komst undan eldunum sem eru með þeim mannskæðustu í sögu ríkisins. Þegar blaðamaður Times ræddi við hann stóð hann fyrir utan neyðarskýli þar sem hann var klæddur aleigu sinni. Vetrarjakka og húfu.„Paradís er horfin,“ sagði Stewart. „Það er ekkert eftir.“Segja má að Kalifornía logi þar sem þrír skógareldar geisa í ríkinu, bæði í norður- og suðurhluta þess en hundruð þúsunda hafa þurft að flýja eldana. Í Paradís hefur Camp-eldurinn, eins og hann er kallaður, eyðilagt 6.700 íbúðar- og atvinnuhúsnæði í bænum. Gjörónýtir bílar í röðum eftir veginum frá Paradís.Getty/Justin SullivanEldurinn nálgaðist Paradís svo hratt að margir íbúanna 26.000 áttu fótum sínum fjör að launa eftir eina veginum sem liggur úr fjallabænum. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna þá skelfingu sem greip um sig er íbúar keyrðu eftir veginum með eldana báðum megin við veginn. Alls hafa 25 fundist látnir, þar af 23 í og við Paradís. Flestir þeirra hafa fundist í eða við bíla sína en auk þeirra sem hafa farist er tugi manna saknað. Í frétt New York Times sjá myndir af bráðnum bílum en í fréttinni er einnig rætt við séra Ron Zimmer sem tók á móti fjölmörgum af þeim sem náði að flýja eldana. „Við vorum að bíla þar sem plastið á ytra byrðinu var bráðnað og stuðararnir voru bara farnir,“ sagði Zimmer. Fæstir þeirra sem hann ræddi við gera ráð fyrir að eitthvað sé eftir af heimilum þeirra.Í frétt BBC segir að gert sé ráð fyrir að ekkert lát verði á eldunum þar sem veðuraðstæður, þurrt loft og hvassviðri, séu hagstæðar eldunum og þannig muni ástandið vera fram í vikuna sem var að hefjast. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11 Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Rex Stewart, íbúi í bænum Paradís í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum, var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa.New York Times ræddi við Stewarten hann starfaði lengst af sem smiður þar sem hann vann við að byggja upp bæinn sem er við rætur Sierra Nevada fjallgarðsins.Stewart komst undan eldunum sem eru með þeim mannskæðustu í sögu ríkisins. Þegar blaðamaður Times ræddi við hann stóð hann fyrir utan neyðarskýli þar sem hann var klæddur aleigu sinni. Vetrarjakka og húfu.„Paradís er horfin,“ sagði Stewart. „Það er ekkert eftir.“Segja má að Kalifornía logi þar sem þrír skógareldar geisa í ríkinu, bæði í norður- og suðurhluta þess en hundruð þúsunda hafa þurft að flýja eldana. Í Paradís hefur Camp-eldurinn, eins og hann er kallaður, eyðilagt 6.700 íbúðar- og atvinnuhúsnæði í bænum. Gjörónýtir bílar í röðum eftir veginum frá Paradís.Getty/Justin SullivanEldurinn nálgaðist Paradís svo hratt að margir íbúanna 26.000 áttu fótum sínum fjör að launa eftir eina veginum sem liggur úr fjallabænum. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna þá skelfingu sem greip um sig er íbúar keyrðu eftir veginum með eldana báðum megin við veginn. Alls hafa 25 fundist látnir, þar af 23 í og við Paradís. Flestir þeirra hafa fundist í eða við bíla sína en auk þeirra sem hafa farist er tugi manna saknað. Í frétt New York Times sjá myndir af bráðnum bílum en í fréttinni er einnig rætt við séra Ron Zimmer sem tók á móti fjölmörgum af þeim sem náði að flýja eldana. „Við vorum að bíla þar sem plastið á ytra byrðinu var bráðnað og stuðararnir voru bara farnir,“ sagði Zimmer. Fæstir þeirra sem hann ræddi við gera ráð fyrir að eitthvað sé eftir af heimilum þeirra.Í frétt BBC segir að gert sé ráð fyrir að ekkert lát verði á eldunum þar sem veðuraðstæður, þurrt loft og hvassviðri, séu hagstæðar eldunum og þannig muni ástandið vera fram í vikuna sem var að hefjast.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11 Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05
Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11
Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30