Nautasteik með kartöflumús: Góður og einfaldur réttur á aðventu Elín Albertsdóttir skrifar 13. desember 2018 09:00 Jóhanna Vigdís ætlar að halda jólin í Ameríku með fjölskyldu sinni. MYND/SIGTRYGGUR ARI Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður sendi nýverið frá sér þriðju matreiðslubókina sem nefnist Hvað er í matinn? Þar býður hún lesendum upp á einfalda en girnilega rétti fyrir öll kvöld vikunnar sem allir geta gert. Jóhanna segir að líklegast sé „hvað er í matinn?“ ein algengasta spurning á heimil- um landsmanna. Flestir vilji eiga notalega stund yfir kvöldmatnum og fá eitthvað gott í svanginn. „Fjölskyldan sameinast við matarborðið,“ segir hún. „Heima hjá mér reynum við að eiga góða samverustund yfir kvöldmatnum en það getur stundum verið erfitt vegna tómstunda hjá börnunum eða þegar ég vinn lengur. Þá er maturinn oft í seinna lagi. Ég reyni engu að síður að vera skipulögð og leggja línurnar með hvað ég ætla að hafa í matinn þessa vikuna. Mér finnst nauðsynlegt að alltaf sé matur á boðstólum. Hann þarf ekki að vera flókinn. Ef maður á egg í ísskápnum er hægt að gera eggjaköku með góðu brauði,“ segir Jóhanna Vigdís en sjálf hefur hún haft áhuga á matargerð frá því hún var smá stelpa. Fyrsta bók Jóhönnu Vigdísar, Í matinn er þetta helst, kom út árið 2006 og sú næsta, Seinni réttir, kom út 2007. Þá hefur hún gert matreiðsluþætti fyrir sjónvarp sem hafa notið vinsælda. Hún segist lengi hafa gengið með þessa nýju bók í maganum. „Ætli ég sé ekki búin að hugsa um hana í tíu ár,“ segir hún. „Ég legg ríka áherslu á einfaldleika í bókinni og að allir geti eldað réttina, líka þeir sem hafa ekki mikla kunnáttu í eldhúsinu. Ég fékk margar góðar ábendingar við vinnslu bókarinnar sem ég nýti mér og reyni að hafa allar leiðbeiningar skilmerkilegar. Ég held að þessar uppskriftir henti öllum aldurshópum. Til dæmis reyni ég að gera fiskinn meira spennandi með ýmsum kryddum og freistandi meðlæti.“ Girnilegur réttur sem auðvelt er að gera úr bókinni hennar Jóhönnu Vigdísar. „Ég er mikið jólabarn og hef alltaf verið. Fjölskylda mín er samrýmd og mér finnst desember yndislegur mánuður. Ég bý rétt hjá foreldrum mínum og það er mikill samgangur á milli. Það er reyndar óvenjulegt að við ætlum að vera í útlöndum um þessi jól þar sem maðurinn minn á stórafmæli. Við höfum ávallt haldið jólin heima fyrir utan þegar ég var í námi í Sviss. Ég verð þó sama jólabarnið hvar sem ég er stödd og elda auðvitað jólamat. Ég er alltaf með kalkún á aðfangadag og þar sem ég verð í Ameríku ætti það ekki að vera vandamál. Það má líka alveg prófa eitthvað nýtt þar sem við erum ekki heima. Síðan er ég alltaf með heimagerðan ís og set möndluna í hann,“ segir Jóhanna Vigdís en elsta dóttir hennar, Guðrún Edda, á ársgamla dóttur, Jóhönnu Vigdísi, en þær fara einnig með til Ameríku ásamt kærasta Guðrúnar, Stefáni. „Áramótin held ég alltaf með foreldrum mínum og þessi verða þar engin undantekning. Þá erum við alltaf með hamborgarhrygg og heimalagað rauðkál. Við viljum halda í hefðirnar. Mér finnst jólin vera fjölskyldutími og ég mun skreyta á aðventunni, enda er það nauðsynlegt auk þess sem ég tek mér tíma til að skrifa jólakortin. „Ég er ekki mikið fyrir bakstur en yngri dóttir mín, Sigríður Theódóra, er mikill bakari og er þegar byrjuð að baka fyrir jólin. Það er því þegar kominn jólabökunarilmur í húsið,“ segir Jóhanna Vigdís sem gefur hér uppskrift að nautasteik með kartöflumús sem hún segir að geti verið þægilegur réttur í amstri dagsins á aðventunni. „Þessi uppskrift er úr bókinni minni. Þetta er réttur sem er frábær á laugardagskvöldi. Hann er einfaldur og allir geta gert hann. Það þarf ekki að fara á marga staði eftir hráefni en samt er þetta afar ljúffengur réttur,“ segir hún. Nautasteik með kartöflumús 800 g nautasteik (til dæmis filet eða lund) ¾ dl ólífuolía eða repjuolía ¼ dl truffluolía Salt Pipar 1 kg kartöflur 150 g smjör Salt Blandið saman olíu og truffluolíu og kryddið vel með salti og pipar. Penslið nautakjötið með olíunni og látið það marínerast í ísskáp, annaðhvort yfir nótt eða í smá stund. Sjóðið kartöflurnar og skrælið. Setjið þær aftur í pottinn á meðan þær eru heitar, bætið smjörinu út í ásamt salti og merjið með kartöflumúsarspaða þar til úr verður áferðarfalleg kartöflumús. Steikið kjötið á pönnu eða grilli þar til það hefur brúnast vel. Fer að sjálfsögðu eftir þykkt en alls ekki lengur en 5 til 7 mínútur. Takið kjötið af hitanum og leyfið að jafna sig í 10 til 15 mínútur. Skerið í þunnar sneiðar og berið fram með kartöflumúsinni og jafnvel béarnaise-sósu sem er alltaf vinsæl. Og auðvitað salat með – alltaf að hafa salat með. Birtist í Fréttablaðinu Jólamatur Kartöflumús Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Segir engin jól án sörubaksturs Jól Jólastöðin komin í loftið Jól Vestfirskar hveitikökur og metnaðarfullar skreytingar Jól „Kransarnir mínir eru fullkomlega ófullkomnir“ Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Kvenskart frá heitu hjarta: Þorbergur Jól Jólabrandarar Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Með upplýsta Landakirkju á jólum Jól Brúnaðar kartöflur eru Everest kartöflurétta Jól
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður sendi nýverið frá sér þriðju matreiðslubókina sem nefnist Hvað er í matinn? Þar býður hún lesendum upp á einfalda en girnilega rétti fyrir öll kvöld vikunnar sem allir geta gert. Jóhanna segir að líklegast sé „hvað er í matinn?“ ein algengasta spurning á heimil- um landsmanna. Flestir vilji eiga notalega stund yfir kvöldmatnum og fá eitthvað gott í svanginn. „Fjölskyldan sameinast við matarborðið,“ segir hún. „Heima hjá mér reynum við að eiga góða samverustund yfir kvöldmatnum en það getur stundum verið erfitt vegna tómstunda hjá börnunum eða þegar ég vinn lengur. Þá er maturinn oft í seinna lagi. Ég reyni engu að síður að vera skipulögð og leggja línurnar með hvað ég ætla að hafa í matinn þessa vikuna. Mér finnst nauðsynlegt að alltaf sé matur á boðstólum. Hann þarf ekki að vera flókinn. Ef maður á egg í ísskápnum er hægt að gera eggjaköku með góðu brauði,“ segir Jóhanna Vigdís en sjálf hefur hún haft áhuga á matargerð frá því hún var smá stelpa. Fyrsta bók Jóhönnu Vigdísar, Í matinn er þetta helst, kom út árið 2006 og sú næsta, Seinni réttir, kom út 2007. Þá hefur hún gert matreiðsluþætti fyrir sjónvarp sem hafa notið vinsælda. Hún segist lengi hafa gengið með þessa nýju bók í maganum. „Ætli ég sé ekki búin að hugsa um hana í tíu ár,“ segir hún. „Ég legg ríka áherslu á einfaldleika í bókinni og að allir geti eldað réttina, líka þeir sem hafa ekki mikla kunnáttu í eldhúsinu. Ég fékk margar góðar ábendingar við vinnslu bókarinnar sem ég nýti mér og reyni að hafa allar leiðbeiningar skilmerkilegar. Ég held að þessar uppskriftir henti öllum aldurshópum. Til dæmis reyni ég að gera fiskinn meira spennandi með ýmsum kryddum og freistandi meðlæti.“ Girnilegur réttur sem auðvelt er að gera úr bókinni hennar Jóhönnu Vigdísar. „Ég er mikið jólabarn og hef alltaf verið. Fjölskylda mín er samrýmd og mér finnst desember yndislegur mánuður. Ég bý rétt hjá foreldrum mínum og það er mikill samgangur á milli. Það er reyndar óvenjulegt að við ætlum að vera í útlöndum um þessi jól þar sem maðurinn minn á stórafmæli. Við höfum ávallt haldið jólin heima fyrir utan þegar ég var í námi í Sviss. Ég verð þó sama jólabarnið hvar sem ég er stödd og elda auðvitað jólamat. Ég er alltaf með kalkún á aðfangadag og þar sem ég verð í Ameríku ætti það ekki að vera vandamál. Það má líka alveg prófa eitthvað nýtt þar sem við erum ekki heima. Síðan er ég alltaf með heimagerðan ís og set möndluna í hann,“ segir Jóhanna Vigdís en elsta dóttir hennar, Guðrún Edda, á ársgamla dóttur, Jóhönnu Vigdísi, en þær fara einnig með til Ameríku ásamt kærasta Guðrúnar, Stefáni. „Áramótin held ég alltaf með foreldrum mínum og þessi verða þar engin undantekning. Þá erum við alltaf með hamborgarhrygg og heimalagað rauðkál. Við viljum halda í hefðirnar. Mér finnst jólin vera fjölskyldutími og ég mun skreyta á aðventunni, enda er það nauðsynlegt auk þess sem ég tek mér tíma til að skrifa jólakortin. „Ég er ekki mikið fyrir bakstur en yngri dóttir mín, Sigríður Theódóra, er mikill bakari og er þegar byrjuð að baka fyrir jólin. Það er því þegar kominn jólabökunarilmur í húsið,“ segir Jóhanna Vigdís sem gefur hér uppskrift að nautasteik með kartöflumús sem hún segir að geti verið þægilegur réttur í amstri dagsins á aðventunni. „Þessi uppskrift er úr bókinni minni. Þetta er réttur sem er frábær á laugardagskvöldi. Hann er einfaldur og allir geta gert hann. Það þarf ekki að fara á marga staði eftir hráefni en samt er þetta afar ljúffengur réttur,“ segir hún. Nautasteik með kartöflumús 800 g nautasteik (til dæmis filet eða lund) ¾ dl ólífuolía eða repjuolía ¼ dl truffluolía Salt Pipar 1 kg kartöflur 150 g smjör Salt Blandið saman olíu og truffluolíu og kryddið vel með salti og pipar. Penslið nautakjötið með olíunni og látið það marínerast í ísskáp, annaðhvort yfir nótt eða í smá stund. Sjóðið kartöflurnar og skrælið. Setjið þær aftur í pottinn á meðan þær eru heitar, bætið smjörinu út í ásamt salti og merjið með kartöflumúsarspaða þar til úr verður áferðarfalleg kartöflumús. Steikið kjötið á pönnu eða grilli þar til það hefur brúnast vel. Fer að sjálfsögðu eftir þykkt en alls ekki lengur en 5 til 7 mínútur. Takið kjötið af hitanum og leyfið að jafna sig í 10 til 15 mínútur. Skerið í þunnar sneiðar og berið fram með kartöflumúsinni og jafnvel béarnaise-sósu sem er alltaf vinsæl. Og auðvitað salat með – alltaf að hafa salat með.
Birtist í Fréttablaðinu Jólamatur Kartöflumús Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Segir engin jól án sörubaksturs Jól Jólastöðin komin í loftið Jól Vestfirskar hveitikökur og metnaðarfullar skreytingar Jól „Kransarnir mínir eru fullkomlega ófullkomnir“ Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Kvenskart frá heitu hjarta: Þorbergur Jól Jólabrandarar Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Með upplýsta Landakirkju á jólum Jól Brúnaðar kartöflur eru Everest kartöflurétta Jól