Íslenski boltinn

Garðar: Komið að kaflaskiptum á mínum ferli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Garðar Gunnlaugsson
Garðar Gunnlaugsson S2 Sport
Markahrókurinn Garðar Gunnlaugsson samdi í gær við Íslandsmeistara Vals og mun spila með liðinu í Pepsideild karla næsta sumar.

Garðar lék með Val frá 2004-2006 áður en hann fór út í atvinnumennsku. Eftir að hann snéri heim úr atvinnumennskunni hefur hann spilað með uppeldisfélaginu ÍA.

Í haust gaf Garðar út að hann ætlaði að flytja sig yfir í lið á höfuðborgarsvæðinu, en afhverju varð Valur fyrir valinu?

„Þetta er náttúrulega bara besta félagið á landinu og minn gamli klúbbur,“ sagði Garðar við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Mér finnst gaman að fá nýja áskorun á ferlinum, mér líður eins og ég sé mörgum árum yngri að æfa með þessum strákum.“

En var ekki erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið?

„Jú, það er alltaf erfitt. Fólkið þekkir söguna mína á Skaganum og ég er alltaf bundinn þeim í hjartanu en það var komið að kaflaskiptum á mínum ferli.“

Allt viðtalið má sjá hér að neðan.

Klippa: Garðar: Komið að kaflaskiptum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×