Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 14:00 Henry Alexander Henrysson er aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands. Þingmenn Miðflokksins, þeir Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason voru á meðal þeirra sem ræddu fjálglega um menn og málefni á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum. Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. Samtalið náðist á upptöku og hafa fjölmiðlar fjallað um það sem fram kemur á upptökunum undanfarinn hálfa sólarhring eða svo, en Stundin og DV hafa upptökurnar undir höndum. Á upptökunum má heyra þingmennina, þá Gunnar Braga Sveinsson, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, tala með niðrandi hætti um ýmsa samstarfsmenn sína á þingi. Þeirra á meðal Ingu Sæland, Oddnýju Harðardóttur og Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur. Henry segir að hlutverki kjörins fulltrúa fylgi ákveðnar skyldur og menn geti ekki leyft sér það sem þeir hefðu kannski leyft sér áður en þeir náðu kjöri.Samtal þingmannanna sem náðist á upptöku fór fram á barnum Klaustur sem er hinu megin við götuna frá þinghúsinu. Vísir/VilhelmEðlismunur á því að vera kjörinn fulltrúi eða launamaður „Það sem er að gerast þarna, og hefur kannski gengið dálítið illa að koma umræðu í gang í íslensku samfélagi að það er eðlismunur á því, ekki bara stigsmunur á því, að vera kjörinn fulltrúi eða launamaður. Hlutverki kjörins fulltrúa fylgja ákveðnar skyldur. Menn kveinka sér stundum yfir því að það sé verið að gera of miklar kröfur til þeirra og segja að aðrir komist nú alveg upp með það og svo framvegis. En þessi epísóda öll varpar ljósi á þennan hugsanagang, að menn virðast ekki alveg skilja hvað skyldur fylgja hlutverkinu og menn geta ekki leyft sér það sem þeir hefðu kannski gert í fyrra lífi,“ segir Henry. Hann segir kjarna málsins vera þann að hlutverk kjörins fulltrúa feli í sér takmörkun á athafnafrelsi manns og málfrelsi. „Það að menn geti sagt að fólk sé kannski ekki rekið úr störfum sínum fyrir afglöp utan vinnustaðar, það á ekki við um kjörna fulltrúa. Þeir geta þurft að segja af sér vegna svona afglapa og þá er ekki hægt að vísa í það að þú myndir halda starfinu þínu þó að þú myndir gera þetta.“ Henry segir það augljóst að háttsemi þingmannanna sé ámælisverð. Því hljóti menn að spyrja sig hvort að þetta sé mál sem krefjist afsagnar.Bjarni Harðarson, bóksali, gegndi þingmennsku fyrir Framsóknarflokkinn. Hann sagði af sér sem þingmaður árið 2008.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEkki algengt að þingmenn og ráðherrar hérlendis segi af sér Það er ekki hægt að segja að það sé algengt að þingmenn og ráðherrar hér á landi segi af sér fyrir aflöp í starfi og/eða fyrir að gera eitthvað sem orki siðferðislega tvímælis. Til að nefna nokkur dæmi þá sagði Bjarni Harðarson af sér sem þingmaður Framsóknarflokksins í kjölfar þess að hann sendi aðstoðarmanni sínum fyrirmæli um að senda nafnlaust bréf á fjölmiðla en í bréfinu var ráðist harkalega að Valgerði Sverrisdóttur, þáverandi varaformanni Framsóknar. Þá sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir af sér sem innanríkisráðherra vegna lekamálsins svokallaða. Guðmundur Árni Stefánsson sagði líka af sér ráðherraembætti árið 1994 og þá sagði Árni Johnsen af sér þingmennsku árið 2001.Tók vinnusímann með til útlanda og sagði af sér Það er gjarnan nefnt í umræðunni að erlendis segi stjórnmálamenn af sér fyrir minni sakir en þingmenn og aðrir kjörnir fulltrúar hafa orðið uppvísir að hérlendis en til að setja hlutina í samhengi má nefna þau Per Sandberg og Emily Thornberry. Sandberg sagði af sér í sumar sem sjávarútvegsráðherra Noregs eftir að hann fór í frí til Íran og tók vinnusíma sinn með sér. Hann var sakaður um að hafa sýnt dómgreindarleysi og að hafa brotið gegn starfsreglum. Hann hafði ekki tilkynnt hvert hann ætlaði að ferðast og það er gegn starfsreglum að taka vinnusíma til annars ríkis þar sem auðvelt væri fyrir hakkara að brjóta sér leið inn í símann. Thornberry var síðan þingkona Verkamannaflokksins í Bretlandi. Hún sagði af sér árið 2014 vegna tísts. Hún hafði tíst mynd af húsi í Rochester sem þakið var fánum Englands. Myndinni fylgdi eingöngu textinn: „Mynd frá #Rochester“. Thornberry var sökuð um fordóma gagnvart vinnandi fólki í Bretlandi og þar sem sú gagnrýni kom niður á Verkamannaflokknum sjálfum ákvað hún að segja af sér.Eftir efnahagshrunið 2008 fór traust á Alþingi dvínandi og hefur gengið illa að endurheimta það.vísir/vilhelmAð hafa skilning á eðli hlutverksins lykilatriði í trúverðugleika Miðað við viðbrögð þeirra þingmanna sem heyra má tala á niðrandi hátt um samstarfsmenn sína á Alþingi í dag þá virðast þeir ekki líta svo á að þeir þurfi að segja af sér. Spurður út í þetta, í ljósi þess að erlendis hafa stjórnmálamenn sagt af sér af minna tilefni, nefnir Henry aftur skilninginn á því hvað felst í því að vera kjörinn fulltrúi. „Það hefur gengið illa hjá kjörnum fulltrúum á Íslandi að gera sér grein fyrir eðli hlutverksins. Það hefur verið vandamálið og er vandamálið. Maður heyrir það hvernig þeir taka til varna, þar kemur misskilningurinn fram.“En segir þetta tal og viðbrögðin í kjölfarið eitthvað almennt um siðferði í íslenskum stjórnmálum? „Maður getur ekki dregið neinar ályktanir, en þetta er staðreynd, og maður hefur áhyggjur af því auðvitað að menn geri sér ekki grein fyrir því hvað fylgi hlutverkinu og telja sig kannski frjálsa til að haga sér eins og í fyrra lífi.“ Í kjölfar efnahagshrunsins snarminnkaði traust almennings á Alþingi. Spurður hvort það gefi ekki auga leið að samtal á borð við það sem þingmennirnir eiga á barnum sé ekki til þess fallið að auka traust til Alþingis svarar Henry játandi. „Jú, það er alveg vitað að það hafa skilning á eðli þess hlutverks sem þú gegnir, það er traustvekjandi og er lykilatriði í trúverðugleika. Í hvert sinn sem hún eða hann sýnir að hann skilji ekki eðli hlutverksins þá fellur þar með á trúverðugleikan. Það er í því ljósi sem fólk þarf að ígrunda hvort það eigi ekki að íhuga afsögn. Þetta tengist trúverðugleikanum. Nú er ég ekki að segja að þetta sé afsagnarmál skilyrðislaust en mér finnst svörin sem ég hef séð í fjölmiðlum ekki benda til þess að þessi skilningur sé til staðar. Það er kannski „no brainer“ og lágmarkskrafa að menn biðjist afsökunar en mér finnst einkennilegt að íhuga ekki og telja sig ekki þurfa að íhuga afsögn.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Gerðu grín að #metoo og sökuðu þingkonu um kynferðislega áreitni Þingmenn úr Flokki fólksins og Miðflokki gerðu lítið úr #metoo reynslusögum og sökuðu Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um að hafa áreitt sig kynferðislega. 29. nóvember 2018 13:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Sjá meira
Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. Samtalið náðist á upptöku og hafa fjölmiðlar fjallað um það sem fram kemur á upptökunum undanfarinn hálfa sólarhring eða svo, en Stundin og DV hafa upptökurnar undir höndum. Á upptökunum má heyra þingmennina, þá Gunnar Braga Sveinsson, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, tala með niðrandi hætti um ýmsa samstarfsmenn sína á þingi. Þeirra á meðal Ingu Sæland, Oddnýju Harðardóttur og Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur. Henry segir að hlutverki kjörins fulltrúa fylgi ákveðnar skyldur og menn geti ekki leyft sér það sem þeir hefðu kannski leyft sér áður en þeir náðu kjöri.Samtal þingmannanna sem náðist á upptöku fór fram á barnum Klaustur sem er hinu megin við götuna frá þinghúsinu. Vísir/VilhelmEðlismunur á því að vera kjörinn fulltrúi eða launamaður „Það sem er að gerast þarna, og hefur kannski gengið dálítið illa að koma umræðu í gang í íslensku samfélagi að það er eðlismunur á því, ekki bara stigsmunur á því, að vera kjörinn fulltrúi eða launamaður. Hlutverki kjörins fulltrúa fylgja ákveðnar skyldur. Menn kveinka sér stundum yfir því að það sé verið að gera of miklar kröfur til þeirra og segja að aðrir komist nú alveg upp með það og svo framvegis. En þessi epísóda öll varpar ljósi á þennan hugsanagang, að menn virðast ekki alveg skilja hvað skyldur fylgja hlutverkinu og menn geta ekki leyft sér það sem þeir hefðu kannski gert í fyrra lífi,“ segir Henry. Hann segir kjarna málsins vera þann að hlutverk kjörins fulltrúa feli í sér takmörkun á athafnafrelsi manns og málfrelsi. „Það að menn geti sagt að fólk sé kannski ekki rekið úr störfum sínum fyrir afglöp utan vinnustaðar, það á ekki við um kjörna fulltrúa. Þeir geta þurft að segja af sér vegna svona afglapa og þá er ekki hægt að vísa í það að þú myndir halda starfinu þínu þó að þú myndir gera þetta.“ Henry segir það augljóst að háttsemi þingmannanna sé ámælisverð. Því hljóti menn að spyrja sig hvort að þetta sé mál sem krefjist afsagnar.Bjarni Harðarson, bóksali, gegndi þingmennsku fyrir Framsóknarflokkinn. Hann sagði af sér sem þingmaður árið 2008.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEkki algengt að þingmenn og ráðherrar hérlendis segi af sér Það er ekki hægt að segja að það sé algengt að þingmenn og ráðherrar hér á landi segi af sér fyrir aflöp í starfi og/eða fyrir að gera eitthvað sem orki siðferðislega tvímælis. Til að nefna nokkur dæmi þá sagði Bjarni Harðarson af sér sem þingmaður Framsóknarflokksins í kjölfar þess að hann sendi aðstoðarmanni sínum fyrirmæli um að senda nafnlaust bréf á fjölmiðla en í bréfinu var ráðist harkalega að Valgerði Sverrisdóttur, þáverandi varaformanni Framsóknar. Þá sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir af sér sem innanríkisráðherra vegna lekamálsins svokallaða. Guðmundur Árni Stefánsson sagði líka af sér ráðherraembætti árið 1994 og þá sagði Árni Johnsen af sér þingmennsku árið 2001.Tók vinnusímann með til útlanda og sagði af sér Það er gjarnan nefnt í umræðunni að erlendis segi stjórnmálamenn af sér fyrir minni sakir en þingmenn og aðrir kjörnir fulltrúar hafa orðið uppvísir að hérlendis en til að setja hlutina í samhengi má nefna þau Per Sandberg og Emily Thornberry. Sandberg sagði af sér í sumar sem sjávarútvegsráðherra Noregs eftir að hann fór í frí til Íran og tók vinnusíma sinn með sér. Hann var sakaður um að hafa sýnt dómgreindarleysi og að hafa brotið gegn starfsreglum. Hann hafði ekki tilkynnt hvert hann ætlaði að ferðast og það er gegn starfsreglum að taka vinnusíma til annars ríkis þar sem auðvelt væri fyrir hakkara að brjóta sér leið inn í símann. Thornberry var síðan þingkona Verkamannaflokksins í Bretlandi. Hún sagði af sér árið 2014 vegna tísts. Hún hafði tíst mynd af húsi í Rochester sem þakið var fánum Englands. Myndinni fylgdi eingöngu textinn: „Mynd frá #Rochester“. Thornberry var sökuð um fordóma gagnvart vinnandi fólki í Bretlandi og þar sem sú gagnrýni kom niður á Verkamannaflokknum sjálfum ákvað hún að segja af sér.Eftir efnahagshrunið 2008 fór traust á Alþingi dvínandi og hefur gengið illa að endurheimta það.vísir/vilhelmAð hafa skilning á eðli hlutverksins lykilatriði í trúverðugleika Miðað við viðbrögð þeirra þingmanna sem heyra má tala á niðrandi hátt um samstarfsmenn sína á Alþingi í dag þá virðast þeir ekki líta svo á að þeir þurfi að segja af sér. Spurður út í þetta, í ljósi þess að erlendis hafa stjórnmálamenn sagt af sér af minna tilefni, nefnir Henry aftur skilninginn á því hvað felst í því að vera kjörinn fulltrúi. „Það hefur gengið illa hjá kjörnum fulltrúum á Íslandi að gera sér grein fyrir eðli hlutverksins. Það hefur verið vandamálið og er vandamálið. Maður heyrir það hvernig þeir taka til varna, þar kemur misskilningurinn fram.“En segir þetta tal og viðbrögðin í kjölfarið eitthvað almennt um siðferði í íslenskum stjórnmálum? „Maður getur ekki dregið neinar ályktanir, en þetta er staðreynd, og maður hefur áhyggjur af því auðvitað að menn geri sér ekki grein fyrir því hvað fylgi hlutverkinu og telja sig kannski frjálsa til að haga sér eins og í fyrra lífi.“ Í kjölfar efnahagshrunsins snarminnkaði traust almennings á Alþingi. Spurður hvort það gefi ekki auga leið að samtal á borð við það sem þingmennirnir eiga á barnum sé ekki til þess fallið að auka traust til Alþingis svarar Henry játandi. „Jú, það er alveg vitað að það hafa skilning á eðli þess hlutverks sem þú gegnir, það er traustvekjandi og er lykilatriði í trúverðugleika. Í hvert sinn sem hún eða hann sýnir að hann skilji ekki eðli hlutverksins þá fellur þar með á trúverðugleikan. Það er í því ljósi sem fólk þarf að ígrunda hvort það eigi ekki að íhuga afsögn. Þetta tengist trúverðugleikanum. Nú er ég ekki að segja að þetta sé afsagnarmál skilyrðislaust en mér finnst svörin sem ég hef séð í fjölmiðlum ekki benda til þess að þessi skilningur sé til staðar. Það er kannski „no brainer“ og lágmarkskrafa að menn biðjist afsökunar en mér finnst einkennilegt að íhuga ekki og telja sig ekki þurfa að íhuga afsögn.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Gerðu grín að #metoo og sökuðu þingkonu um kynferðislega áreitni Þingmenn úr Flokki fólksins og Miðflokki gerðu lítið úr #metoo reynslusögum og sökuðu Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um að hafa áreitt sig kynferðislega. 29. nóvember 2018 13:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Sjá meira
Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44
Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21
Gerðu grín að #metoo og sökuðu þingkonu um kynferðislega áreitni Þingmenn úr Flokki fólksins og Miðflokki gerðu lítið úr #metoo reynslusögum og sökuðu Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um að hafa áreitt sig kynferðislega. 29. nóvember 2018 13:00