Að velja stríð Hörður Ægisson skrifar 29. nóvember 2018 09:05 Þetta ætlar að reynast erfiðari vetur en jafnvel svartsýnustu menn höfðu óttast. Óþarfi er að fjölyrða um þá alvarlegu stöðu sem flugfélagið WOW air stendur frammi fyrir. Viðræður um kaup Icelandair á öllu hlutafé WOW air hanga á bláþræði og ljóst er að allt þarf að ganga upp á næstu dögum svo samruni félaganna gangi eftir. Verði niðurstaðan á annan veg þarf þarf ekki að spyrja að leikslokum. Við þær aðstæður hljóta íslensk stjórnvöld að skoða allar mögulegar leiðir sem þeim eru færar til að lágmarka áfallið fyrir íslenskt efnahagslíf stöðvist rekstur WOW air. Sviðsmyndagreiningar stjórnvalda hafa sýnt að afleiðingarnar gætu meðal annars orðið allt að þriggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu og þrettán prósenta gengisveiking krónunnar. Hætt er hins vegar við því að þær spár séu helst til of bjartsýnar og að höggið verði umtalsvert meira. Eftir fordæmalaust góðæri síðustu ára, þar sem kaupmáttur jókst um meira en fjórðung frá 2014, er þetta sá efnahagslegi veruleiki sem við blasir. Hratt versnandi gengi flugfélaganna, mikilvægustu fyrirtækja ferðaþjónustunnar sem er orðin burðarás hagkerfisins, er um margt birtingarmynd þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Gríðarmiklar nafnlaunahækkanir og hátt raungengi krónunnar hefur valdið því að launakostnaður fyrirtækja hefur hækkað margfalt meira en þekkist í nágrannaríkjum okkar. Sökum þessa hefur Seðlabankinn bent á að „samningsstaða launafólks kann því að hafa veikst á sama tíma og svigrúm fyrirtækja til að taka á sig launahækkanir hefur minnkað“. Með öðum orðum þá er minna til skiptanna nú þegar gengið er til kjarasamninga á vinnumarkaði en oft áður. Þetta vita auðvitað flestir. Ný forysta verkalýðshreyfingarinnar skeytir hins vegar lítið um þær staðreyndir sem aðrar. Sjaldan hefur það komið eins skýrt í ljós og þegar fulltrúar ASÍ, VR og Eflingar mættu í fréttaskýringarþáttinn Kveik í vikunni þar sem þeir boðuðu, svo fátt eitt sé nefnt, stríð – stéttastríð, réttara sagt – og áform um að ásælast lögbundinn lífeyrissparnað landsmanna til að nota sem vopn í verkfallsbaráttu sem er drifin áfram af marxisma og lýðskrumi. Formaður VR, sem setur það ekki fyrir sig að brjóta reglur um óhæði stjórnarmanna, vill í því skyni að verkalýðshreyfingin þrýsti á fulltrúa sína í stjórnum lífeyrissjóðanna til að „skrúfa“ fyrir fjárfestingar sjóðanna. FME sá í kjölfarið ástæðu til að vekja athygli á því að þær hugmyndir samræmdust ekki lögum um lífeyrissjóði. Þá eru að mati formanns Eflingar hér „efnahagslegir forréttindahópar“ sem borga ekki eðlilega til samneyslunnar enda þótt staðreyndin sé sú að tvær efstu tekjutíundirnar standa undir um 60 prósentum af allri skattbyrði einstaklinga og þá er hlutur þeirra tíu prósent tekjuhæstu af heildarráðstöfunartekjum nokkuð lægri en á hinum Norðurlöndunum. Slíkar hagtölur eru hins vegar einfaldlega afgreiddar sem blekkingar. Allt er þetta með miklum ólíkindum og boðar ekki gott í þeim kjaraviðræðum sem nú eru hafnar. Leiðtogar stéttarfélaganna virðast ekki endilega hafa það markmið að leiðarljósi að ná fram kjarasamningum, sem myndu tryggja launafólki raunverulegar kjarabætur, heldur fremur að sækjast eftir átökum og verkföllum í einhverjum óskilgreindum pólitískum tilgangi. Ef það er rétt sem verkalýðshreyfingin heldur fram, að hún eigi í stríði, þá er að minnsta kosti ljóst hverjir hafa kosið að vera hinir efnahagslegu hryðjuverkamenn í því stríði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Þetta ætlar að reynast erfiðari vetur en jafnvel svartsýnustu menn höfðu óttast. Óþarfi er að fjölyrða um þá alvarlegu stöðu sem flugfélagið WOW air stendur frammi fyrir. Viðræður um kaup Icelandair á öllu hlutafé WOW air hanga á bláþræði og ljóst er að allt þarf að ganga upp á næstu dögum svo samruni félaganna gangi eftir. Verði niðurstaðan á annan veg þarf þarf ekki að spyrja að leikslokum. Við þær aðstæður hljóta íslensk stjórnvöld að skoða allar mögulegar leiðir sem þeim eru færar til að lágmarka áfallið fyrir íslenskt efnahagslíf stöðvist rekstur WOW air. Sviðsmyndagreiningar stjórnvalda hafa sýnt að afleiðingarnar gætu meðal annars orðið allt að þriggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu og þrettán prósenta gengisveiking krónunnar. Hætt er hins vegar við því að þær spár séu helst til of bjartsýnar og að höggið verði umtalsvert meira. Eftir fordæmalaust góðæri síðustu ára, þar sem kaupmáttur jókst um meira en fjórðung frá 2014, er þetta sá efnahagslegi veruleiki sem við blasir. Hratt versnandi gengi flugfélaganna, mikilvægustu fyrirtækja ferðaþjónustunnar sem er orðin burðarás hagkerfisins, er um margt birtingarmynd þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Gríðarmiklar nafnlaunahækkanir og hátt raungengi krónunnar hefur valdið því að launakostnaður fyrirtækja hefur hækkað margfalt meira en þekkist í nágrannaríkjum okkar. Sökum þessa hefur Seðlabankinn bent á að „samningsstaða launafólks kann því að hafa veikst á sama tíma og svigrúm fyrirtækja til að taka á sig launahækkanir hefur minnkað“. Með öðum orðum þá er minna til skiptanna nú þegar gengið er til kjarasamninga á vinnumarkaði en oft áður. Þetta vita auðvitað flestir. Ný forysta verkalýðshreyfingarinnar skeytir hins vegar lítið um þær staðreyndir sem aðrar. Sjaldan hefur það komið eins skýrt í ljós og þegar fulltrúar ASÍ, VR og Eflingar mættu í fréttaskýringarþáttinn Kveik í vikunni þar sem þeir boðuðu, svo fátt eitt sé nefnt, stríð – stéttastríð, réttara sagt – og áform um að ásælast lögbundinn lífeyrissparnað landsmanna til að nota sem vopn í verkfallsbaráttu sem er drifin áfram af marxisma og lýðskrumi. Formaður VR, sem setur það ekki fyrir sig að brjóta reglur um óhæði stjórnarmanna, vill í því skyni að verkalýðshreyfingin þrýsti á fulltrúa sína í stjórnum lífeyrissjóðanna til að „skrúfa“ fyrir fjárfestingar sjóðanna. FME sá í kjölfarið ástæðu til að vekja athygli á því að þær hugmyndir samræmdust ekki lögum um lífeyrissjóði. Þá eru að mati formanns Eflingar hér „efnahagslegir forréttindahópar“ sem borga ekki eðlilega til samneyslunnar enda þótt staðreyndin sé sú að tvær efstu tekjutíundirnar standa undir um 60 prósentum af allri skattbyrði einstaklinga og þá er hlutur þeirra tíu prósent tekjuhæstu af heildarráðstöfunartekjum nokkuð lægri en á hinum Norðurlöndunum. Slíkar hagtölur eru hins vegar einfaldlega afgreiddar sem blekkingar. Allt er þetta með miklum ólíkindum og boðar ekki gott í þeim kjaraviðræðum sem nú eru hafnar. Leiðtogar stéttarfélaganna virðast ekki endilega hafa það markmið að leiðarljósi að ná fram kjarasamningum, sem myndu tryggja launafólki raunverulegar kjarabætur, heldur fremur að sækjast eftir átökum og verkföllum í einhverjum óskilgreindum pólitískum tilgangi. Ef það er rétt sem verkalýðshreyfingin heldur fram, að hún eigi í stríði, þá er að minnsta kosti ljóst hverjir hafa kosið að vera hinir efnahagslegu hryðjuverkamenn í því stríði.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun