Guðjón Valur með tvöþúsund mörk í bestu deild í heimi og fær sæti í fámennum hópi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 09:00 Guðjón Valur Sigurðsson fagnar einu af 2010 mörkum sínum í þýsku deildinni. Vísir/Getty Íslenski landsliðsfyrirliðinn náði sögulegu takmarki í þýsku bundesligunni í handbolta á dögunum. Íslenski handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson er nú kominn í hóp fárra handboltamanna sem hafa skorað yfir tvö þúsund mörk í sterkustu deild í heimi. Guðjón Valur er að spila sitt fimmtánda tímabil í deildinni en hann hefur nú skorað 2010 mörk í 439 leikjum í þýsku bundesligunni í handbolta. Guðjón Valur hefur skorað 48 mörk á þessu tímabili en hann þurfti 38 mörk til að rjúfa tvö þúsund marka múrinn. Fyrir þetta tímabil höfðu aðeins sjö leikmenn náð því að skora tvö þúsund mörk í þýsku deildinni en á þessari leiktíð hafa bæði Guðjón Valur og hinn íslensk ættaði Dani Hans Lindberg bæst í hópinn. Hans Lindberg hefur leikið í deildinni samfellt frá 2007 en hann er nú kominn með 2007 mörk í 327 leik. Lindberg hefur skorað 50 mörk í 9 leikjum með Füchse Berlin á þessu tímabili. Guðjón Valur kom fyrst inn í þýsku bundesliguna árið 2001 þegar hann samdi við TUSEM Essen. Hann hefur síðan spilað með VfL Gummersbach (2005-2008), Rhein-Neckar Löwen (2008-2011, 2016-) og THW Kiel (2012-2014). Guðjón Valur skoraði 72 mörk í 34 leikjum á sínu fyrsta tímabili í þýsku deildinni, 2001-02, en hækkaði meðalskor sitt upp í 3,8 mörk tímabilið eftir (123 mörk í 32 leikjum). Eftir það hefur hann átt frábæran feril í deildinni en auk þess reynt fyrir sér í Danmörk og á Spáni. Guðjón hefur þrisvar sinnum náð að skora yfir tvö hundruð mörk á tímabili en mest skoraði hann 263 mörk fyrir Gummersbach tímabilið 2005-06 og varð þá markakóngur þýsku deildarinnar. Suður-Kóreumaðurinn Yoon Kyung-shin er markahæsti leikmaður allra tíma í þýsku deildinni en hann skoraði 2905 mörk í 406 leikjum frá 1996 til 2008. Daninn Lars Christiansen er í öðru sæti með 2875 mörk og Jochen Fraatz, sem átti metið lengi, er síðan í þriðja sætinu með 2683 mörk. Aðrir sem hafa skorað yfir tvö þúsund mörk eru Martin Schwalb, Christian Schwarzer, Holger Glandorf og Andreas Dörhöfer en það styttist í að Austurríkismaðurinn Robert Weber bætist í hópinn. Volker Zerbe (1977 mörk) og Uwe Gensheimer (1961 mark) vantaði ekki mikið upp á.Alexander Petersson er næstmarkahæsti íslenski leikmaðurinn í þýsku bundesligunni en hann hefur skorað 1568 mörk í 418 leikjum með HSG Düsseldorf, Großwallstadt, Flensburg-Handewitt, Füchse Berlin og Rhein-Neckar Löwen.Vísir/GettyFlest mörk frá upphafi í þýsku bundesligunni: 1. Yoon Kyung-shin 2905 mörk 2. Lars Christiansen 2875 mörk 3. Jochen Fraatz 2683 mörk 4. Martin Schwalb 2272 mörk 5. Holger Glandorf 2209 mörk 6. Christian Schwarzer 2208 mörk7. Guðjón Valur Sigurðsson 2010 mörk 8. Hans Lindberg 2007 mörk 9. Andreas Dörhöfer 2003 mörk 10. Robert Weber 1986 mörk 11. Volker Zerbe 1977 mörk 12. Uwe Gensheimer 1961 mörk Handbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira
Íslenski landsliðsfyrirliðinn náði sögulegu takmarki í þýsku bundesligunni í handbolta á dögunum. Íslenski handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson er nú kominn í hóp fárra handboltamanna sem hafa skorað yfir tvö þúsund mörk í sterkustu deild í heimi. Guðjón Valur er að spila sitt fimmtánda tímabil í deildinni en hann hefur nú skorað 2010 mörk í 439 leikjum í þýsku bundesligunni í handbolta. Guðjón Valur hefur skorað 48 mörk á þessu tímabili en hann þurfti 38 mörk til að rjúfa tvö þúsund marka múrinn. Fyrir þetta tímabil höfðu aðeins sjö leikmenn náð því að skora tvö þúsund mörk í þýsku deildinni en á þessari leiktíð hafa bæði Guðjón Valur og hinn íslensk ættaði Dani Hans Lindberg bæst í hópinn. Hans Lindberg hefur leikið í deildinni samfellt frá 2007 en hann er nú kominn með 2007 mörk í 327 leik. Lindberg hefur skorað 50 mörk í 9 leikjum með Füchse Berlin á þessu tímabili. Guðjón Valur kom fyrst inn í þýsku bundesliguna árið 2001 þegar hann samdi við TUSEM Essen. Hann hefur síðan spilað með VfL Gummersbach (2005-2008), Rhein-Neckar Löwen (2008-2011, 2016-) og THW Kiel (2012-2014). Guðjón Valur skoraði 72 mörk í 34 leikjum á sínu fyrsta tímabili í þýsku deildinni, 2001-02, en hækkaði meðalskor sitt upp í 3,8 mörk tímabilið eftir (123 mörk í 32 leikjum). Eftir það hefur hann átt frábæran feril í deildinni en auk þess reynt fyrir sér í Danmörk og á Spáni. Guðjón hefur þrisvar sinnum náð að skora yfir tvö hundruð mörk á tímabili en mest skoraði hann 263 mörk fyrir Gummersbach tímabilið 2005-06 og varð þá markakóngur þýsku deildarinnar. Suður-Kóreumaðurinn Yoon Kyung-shin er markahæsti leikmaður allra tíma í þýsku deildinni en hann skoraði 2905 mörk í 406 leikjum frá 1996 til 2008. Daninn Lars Christiansen er í öðru sæti með 2875 mörk og Jochen Fraatz, sem átti metið lengi, er síðan í þriðja sætinu með 2683 mörk. Aðrir sem hafa skorað yfir tvö þúsund mörk eru Martin Schwalb, Christian Schwarzer, Holger Glandorf og Andreas Dörhöfer en það styttist í að Austurríkismaðurinn Robert Weber bætist í hópinn. Volker Zerbe (1977 mörk) og Uwe Gensheimer (1961 mark) vantaði ekki mikið upp á.Alexander Petersson er næstmarkahæsti íslenski leikmaðurinn í þýsku bundesligunni en hann hefur skorað 1568 mörk í 418 leikjum með HSG Düsseldorf, Großwallstadt, Flensburg-Handewitt, Füchse Berlin og Rhein-Neckar Löwen.Vísir/GettyFlest mörk frá upphafi í þýsku bundesligunni: 1. Yoon Kyung-shin 2905 mörk 2. Lars Christiansen 2875 mörk 3. Jochen Fraatz 2683 mörk 4. Martin Schwalb 2272 mörk 5. Holger Glandorf 2209 mörk 6. Christian Schwarzer 2208 mörk7. Guðjón Valur Sigurðsson 2010 mörk 8. Hans Lindberg 2007 mörk 9. Andreas Dörhöfer 2003 mörk 10. Robert Weber 1986 mörk 11. Volker Zerbe 1977 mörk 12. Uwe Gensheimer 1961 mörk
Handbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira