Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2025 07:00 Evrópumeistarinn Hannah Hampton. Richard Sellers/Getty Images Hannah Hampton, markvörður Evrópumeistara Englands, hefur heldur betur þurft að hafa fyrir því að komast þangað sem hún er í dag. Ofan á allt sem hún hefur tæklað til þessa á ferlinum þurfti hún að tækla mikla sorg í aðdraganda Evrópumótsins þar sem afi hennar lést skömmu fyrir mót. Hin 24 ára gamla Hampton hafði farið mikinn með Chelsea í aðdraganda EM kvenna sem fram fór í Sviss. Með Chelsea varð hún Englands, bikar- og deildarbikarmeistari. Ekki nóg með það heldur hélt hún marki sínu hreinu í 13 af 22 deildarleikjum liðsins. Hún var því á bleiku skýi þegar áfallið dundi yfir. „Tveimur dögum fyrir stærsta mót lífs míns þá misstum við þig. Þú kenndir mér svo mikið, ekki aðeins um fótbolta heldur einnig lífið sjálft. Um að halda báðum fótum á jörðinni, að leggja hart að sér, þrautseigju og að gera hlutina á réttan máta,“ sagði Hampton meðal annars í færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún minntist afa síns. View this post on Instagram A post shared by H (@_hannahhampton) Það virðist sem hluti af sorgarferli Hampton hafi verið að stíga upp sem hetja Englands þegar mest á reyndi. Hún átti hvað stærstan þátt í því að England sló Svíþjóð út í 8-liða úrslitum þökk sé frammistöðu markvarðarins í vítaspyrnukeppni. Það sama var svo á boðstólnum þegar úrslitaleikur Englands og Spánar endaði í vítaspyrnukeppni. Þar var það aftur Hampton sem sýndi úr hverju hún var gerð og England stóð uppi sem Evrópumeistari á nýjan leik. Það leit þó lengi vel ekki út fyrir að Hannah yrði markvörður þar sem hún fæddist með sjúkdóm sem gerði það að verkum að hún var með litla sem enga rýmisgreind. Læknar sögðu það væri enginn möguleiki að hún gæti spilað fótbolta en Hannah lét ekki segja sér fyrir verkum og eftir fjölda aðgerða þá er ljóst að læknarnir höfðu ekki rétt fyrir sér. Ekki nóg með allt þetta heldur hefur hún glímt við ýmis vandamál með félagsliðum sínum sem og landsliðinu. Hampton var á bekknum þegar England stóð uppi sem Evrópumeistari sumarið 2022. Síðar sama ár var hún send heim úr landsliðsverkefni þar sem hegðun hennar var ekki sögð hafa verið til fyrirmyndar. Í mars 2023 kom hún aftur inn í hópinn en var ekki valinn í lokahópinn sem fór alla leið í úrslit á HM sökum skorts á leiktíma. Hún gekk í raðir stórliðs Chelsea í júlí það ár og varð á endanum aðalmarkvörður liðsins. Frammistaða hennar með Chelsea gerði það að verkum að Sarina Wiegman, þjálfari Englands, ákvað að bekkja Mary Earps og gera Hampton að aðalmarkverði enska landsliðsins. Earps ákvað í kjölfarið að leggja landsliðshanskana á hilluna. Það verður ekki annað sagt en Wiegman hafi tekið rétta ákvörðun þar sem Hampton var frábær á mótinu og er ein stærsta ástæða þess að England er Evrópumeistari annað sinn. Hampton ver hér enn eitt vítið.Crystal Pix/Getty Images Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Hin 24 ára gamla Hampton hafði farið mikinn með Chelsea í aðdraganda EM kvenna sem fram fór í Sviss. Með Chelsea varð hún Englands, bikar- og deildarbikarmeistari. Ekki nóg með það heldur hélt hún marki sínu hreinu í 13 af 22 deildarleikjum liðsins. Hún var því á bleiku skýi þegar áfallið dundi yfir. „Tveimur dögum fyrir stærsta mót lífs míns þá misstum við þig. Þú kenndir mér svo mikið, ekki aðeins um fótbolta heldur einnig lífið sjálft. Um að halda báðum fótum á jörðinni, að leggja hart að sér, þrautseigju og að gera hlutina á réttan máta,“ sagði Hampton meðal annars í færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún minntist afa síns. View this post on Instagram A post shared by H (@_hannahhampton) Það virðist sem hluti af sorgarferli Hampton hafi verið að stíga upp sem hetja Englands þegar mest á reyndi. Hún átti hvað stærstan þátt í því að England sló Svíþjóð út í 8-liða úrslitum þökk sé frammistöðu markvarðarins í vítaspyrnukeppni. Það sama var svo á boðstólnum þegar úrslitaleikur Englands og Spánar endaði í vítaspyrnukeppni. Þar var það aftur Hampton sem sýndi úr hverju hún var gerð og England stóð uppi sem Evrópumeistari á nýjan leik. Það leit þó lengi vel ekki út fyrir að Hannah yrði markvörður þar sem hún fæddist með sjúkdóm sem gerði það að verkum að hún var með litla sem enga rýmisgreind. Læknar sögðu það væri enginn möguleiki að hún gæti spilað fótbolta en Hannah lét ekki segja sér fyrir verkum og eftir fjölda aðgerða þá er ljóst að læknarnir höfðu ekki rétt fyrir sér. Ekki nóg með allt þetta heldur hefur hún glímt við ýmis vandamál með félagsliðum sínum sem og landsliðinu. Hampton var á bekknum þegar England stóð uppi sem Evrópumeistari sumarið 2022. Síðar sama ár var hún send heim úr landsliðsverkefni þar sem hegðun hennar var ekki sögð hafa verið til fyrirmyndar. Í mars 2023 kom hún aftur inn í hópinn en var ekki valinn í lokahópinn sem fór alla leið í úrslit á HM sökum skorts á leiktíma. Hún gekk í raðir stórliðs Chelsea í júlí það ár og varð á endanum aðalmarkvörður liðsins. Frammistaða hennar með Chelsea gerði það að verkum að Sarina Wiegman, þjálfari Englands, ákvað að bekkja Mary Earps og gera Hampton að aðalmarkverði enska landsliðsins. Earps ákvað í kjölfarið að leggja landsliðshanskana á hilluna. Það verður ekki annað sagt en Wiegman hafi tekið rétta ákvörðun þar sem Hampton var frábær á mótinu og er ein stærsta ástæða þess að England er Evrópumeistari annað sinn. Hampton ver hér enn eitt vítið.Crystal Pix/Getty Images
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira